Fótbolti

Sumarmessan: „Lélegasti leikurinn síðan við töpuðum fyrir Króatíu í umspilinu“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sumarmessan fór enn betur yfir leik Íslands gegn Nígeríu í gærkvöldi en Benedikt Valsson, Hjörvar Hafliðason og Jón Þór Hauksson greindu frammistöðu liðsins í þaula.

„Það hefur allt gengið upp. Þarna fengum við að sjá hvernig þetta virkar þegar okkar besti leikmaður er ekki á deginum sínum,” sagði Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Messunnar, um Gylfa Sigurðsson.

„Ég held að á margan hátt fannst mér þetta einn lélegasti leikurinn síðan við töpuðum gegn Króatíu í umspilssleiknum fyrir HM. Þá vorum við að troða okkur í 4-4-2 og áttum ekki leikmennina í það.”

„Við vorum að troða Jón Daða fram sem er búinn að vera skítkaldur í stað þess að þétta miðjuna og spila 4-4-1-1 sem hefur reynst okkur svo vel og við gerðum vel gegn Argentínu. Emil kemur í viðtal í dag (gær) og segist vera 100%,” sagði Hjörvar.

Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan úr Sumarmessu gærkvöldsins. Þar fara þeir einnig yfir Króatíu-leikinn á þriðjudaginn þar sem Hjörvar líst ágætlega á blikuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×