Fernando Alonso kominn með annað augað vestur um haf Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2018 10:42 Alonso vakti mikla lukku í Bandaríkjunum þegar hann tók þátt í Indy 500 í fyrra. Vísir/Getty Spænski fyrrum heimsmeistarinn Fernando Alonso er nú sagður íhuga framtíð sína í Formúlu 1-kappakstrinum eftir að hann hafði sigur í Le Mans-þolakstrinum á dögunum. Alonso gæti mögulega snúið sér að kappakstri í Bandaríkjunum til að auka möguleika sína á sigri í Indy 500-kappakstrinum. Monaco, Le Mans og Indianapolis 500 eru þrír stærstu kappakstrar heims. Eftir sigurinn í Frakklandi fyrr í þessum mánuði skortir Alonso nú aðeins sigur í Indy 500 til þess að fullkomna safnið. Graham Hill heitinn er eini ökuþórinn sem hefur unnið alla kappakstrana þrjá. Alonso tók sér hlé frá Monaco-kappakstrinum í fyrra og reyndi fyrir sér í kappakstrinum sögufræga í Indianapolis. Hann var á meðal efstu manna allt þar til Honda-vélin í bíl hans gaf sig seint í keppninni. „Ég geri upp hug minn eftir sumarið um hvað ég ætla að gera á næsta ári, en eftir sigur á Le Mans kemur Indy inn í myndina sem stórt forgangsmál. Sjáum til hvort það verði á næsta ári eða þarnæsta. Sjáum til hver framtíð Formúlu 1 verður,“ sagði Alonso eftir sigurinn á Le Mans. Alonso er orðinn 37 ára gamall en honum hefur orðið lítt áleiðis með McLaren-liðinu í Formúlu 1 síðustu árin. Á blaðamannafundi fyrir franska kappaksturinn um helgina útilokaði Alonso ekki að söðla um og skipta alfarið yfir í Indycar-mótaröðina vestanhafs á næsta ári. Formúla Tengdar fréttir Alonso vantar einn sigur í þrennuna Fernando Alonso hefur nú sigrað bæði Mónakó og Le Mans og vantar því aðeins sigur í Indy 500 til að ná hinni fullkomnu þrennu. 19. júní 2018 18:30 Er Alonso loksins að gefast upp á McLaren? Fernando tók þátt í sínum 300. kappakstri um helgina en varð frá að hverfa vegna vélarbilunar og vilja margir meina að þetta verði síðasta hans síðasta ár í Formúlunni. 13. júní 2018 06:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Spænski fyrrum heimsmeistarinn Fernando Alonso er nú sagður íhuga framtíð sína í Formúlu 1-kappakstrinum eftir að hann hafði sigur í Le Mans-þolakstrinum á dögunum. Alonso gæti mögulega snúið sér að kappakstri í Bandaríkjunum til að auka möguleika sína á sigri í Indy 500-kappakstrinum. Monaco, Le Mans og Indianapolis 500 eru þrír stærstu kappakstrar heims. Eftir sigurinn í Frakklandi fyrr í þessum mánuði skortir Alonso nú aðeins sigur í Indy 500 til þess að fullkomna safnið. Graham Hill heitinn er eini ökuþórinn sem hefur unnið alla kappakstrana þrjá. Alonso tók sér hlé frá Monaco-kappakstrinum í fyrra og reyndi fyrir sér í kappakstrinum sögufræga í Indianapolis. Hann var á meðal efstu manna allt þar til Honda-vélin í bíl hans gaf sig seint í keppninni. „Ég geri upp hug minn eftir sumarið um hvað ég ætla að gera á næsta ári, en eftir sigur á Le Mans kemur Indy inn í myndina sem stórt forgangsmál. Sjáum til hvort það verði á næsta ári eða þarnæsta. Sjáum til hver framtíð Formúlu 1 verður,“ sagði Alonso eftir sigurinn á Le Mans. Alonso er orðinn 37 ára gamall en honum hefur orðið lítt áleiðis með McLaren-liðinu í Formúlu 1 síðustu árin. Á blaðamannafundi fyrir franska kappaksturinn um helgina útilokaði Alonso ekki að söðla um og skipta alfarið yfir í Indycar-mótaröðina vestanhafs á næsta ári.
Formúla Tengdar fréttir Alonso vantar einn sigur í þrennuna Fernando Alonso hefur nú sigrað bæði Mónakó og Le Mans og vantar því aðeins sigur í Indy 500 til að ná hinni fullkomnu þrennu. 19. júní 2018 18:30 Er Alonso loksins að gefast upp á McLaren? Fernando tók þátt í sínum 300. kappakstri um helgina en varð frá að hverfa vegna vélarbilunar og vilja margir meina að þetta verði síðasta hans síðasta ár í Formúlunni. 13. júní 2018 06:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Alonso vantar einn sigur í þrennuna Fernando Alonso hefur nú sigrað bæði Mónakó og Le Mans og vantar því aðeins sigur í Indy 500 til að ná hinni fullkomnu þrennu. 19. júní 2018 18:30
Er Alonso loksins að gefast upp á McLaren? Fernando tók þátt í sínum 300. kappakstri um helgina en varð frá að hverfa vegna vélarbilunar og vilja margir meina að þetta verði síðasta hans síðasta ár í Formúlunni. 13. júní 2018 06:00