Fótbolti

Guðni og Eiður spjölluðu er strákarnir lentu í Rostov

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðni og Eiður Smári á spjallinu.
Guðni og Eiður Smári á spjallinu. vísir/vilhelm
Íslenska landsliðið í knattspyrnu er lent í Rostov þar sem liðið leikur gegn Króatíu í síðatsa leik riðlakeppninnar á þriðjudag.

Strákarnir lentu á flugvellinum í Rostov klukkan sex að staðartíma en rúta íslenska liðsins beið við flugvélina er strákarnir lentu.

Við tekur klukkutíma akstur inn í borgina á hótelið þar sem strákarnir okkar dvelja fyrir leikinn mikilvæga gegn Króatíu á þriðjudaginn.

Eiður Smári Guðjohnsen var með í flugvélinni en hann er einn sparkspekinga RÚV á meðan mótinu stendur. Hann spjallaði við formann KSÍ, Guðna Bergsson, áður en haldið var upp í rútu í Rostov.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×