Hljómsveitin ClubDub samanstendur af þeim Aroni Kristni Jónassyni og Brynjari Barkarsyni, en lögin eru útsett af ra:tio, sem eru þeir Teitur Helgi Skúlason og Bjarki Sigurðarson. Arnar Ingason, einnig þekktur sem Young Nazareth, sá um hljóðblöndun plötunnar.
Nýr djús fyrir klúbbinn
ClubDub gáfu út sjö laga plötu að nafninu „JuiceMenu“ í síðustu viku. Platan hefur vakið mikla athygli og verið dreift víða á samfélagsmiðlum. Það má segja að hljómsveitin standi undir nafni en Aron Kristinn lýsir tónlistinni þeirra sem „klúbba tónlist“.OUT NOW á spotify! ClubDub presents - Juice Menu vol. 1: Clubbed up 7 laga plata eftir mig og @brynjarbarkarson pródúsað af @ratio.music mixað og masterað af @youngnazareth Link in bio endilega hlusta og segja vinum
A post shared by aron kristinn (@aronkristinn) on Jun 16, 2018 at 8:15am PDT
Virtir af öðru tónlistarfólki
ClubDub fóru eflaust ekki framhjá Secret Solstice gestum gærdagsins en þeir komu fram fjórum sinnum á hátíðinni. Tónlistarfólkið Huginn, Young Karin, Joey Christ og Birnir buðu þeim að koma fram á sínum tónleikum.Í samtali við Vísi segir Brynjar Barkarson tónlistarfólkið einfaldlega bara hafa boðið þeim upp á svið og þeir slegið til.
Hér má sjá myndskeið frá því þegar þeir tóku lagið Clubbed Up á tónleikum Birnis.
Fjölmennt á b5
Eftir Secret Solstice héldu þeir drengir síðan útgáfuhóf á skemmtistaðnum b5. Troðfullt var út úr dyrum og beið fólk örvæntingarfullt í röð fyrir utan, í von um að komast inn.„Þetta var mental, Biffinn var tekinn og honum var snúið á hvolf. Fólk var mætt til að skemmta sér og svo skemmti það sér,“ segir Brynjar.
Hér má sjá upptökur af umræddu kvöldi.
ClubDub SEASON pic.twitter.com/PgGn5WLV8f
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) June 24, 2018
ClubDub í stuði með guði
Aðspurður um hvað sé framundan hjá ClubDub segir Aron: „við ætlum bara að gera meiri tónlist, hvert sem að vindurinn tekur okkur, þetta er bara í höndum guðs.“ Brynjar segir framhaldið vera einfalt: „Bara meiri djús, obviously.“Hér að neðan er hægt að hlusta á plötu þeirra félaga á Spotify.