Keane og Neville hraunuðu yfir Boateng │,,Heldur að hann sé Beckenbauer“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 25. júní 2018 07:00 Jerome Boateng fær það óþvegið vísir/getty Man Utd goðsagnirnar Roy Keane og Gary Neville fóru mikinn í gagnrýni sinni á Jerome Boateng í leik Þýskalands og Svíþjóðar í F-riðli á laugardag.Þjóðverjar unnu leikinn með síðustu spyrnu leiksins eftir að hafa lent undir og var staðan í leikhléi 1-0 fyrir Svíþjóð.Þeir Keane og Neville voru í sjónvarpssetti ITV sjónvarpstöðvarinnar og tóku Jerome Boateng, varnarmann Þjóðverja, sérstaklega fyrir í leikhléi. „Boateng röltir um völlinn eins og hann sé að spila í bumbubolta (e. Sunday League football). Hann er til skammar. Þeir eiga að taka hann útaf þegar hann lætur svona,“ sagði Keane og Neville bætti í. „Þetta er hárrétt hjá Roy. Varnarmenn Þýskalands hafa verið djók. Einhverra hluta vegna heldur Boateng að hann sé Franz Beckenbauer. Hann heldur að hann sé maðurinn. Hann spilaði undir stjórn Pep Guardiola og byrjaði að trúa því að hann væri framúrskarandi fótboltamaður." „Frammistaða hans í þessum fyrri hálfleik er algjört djók. Hann hefur miklar ranghugmyndir og lítur á sig sem aðalmanninn,“ sagði Neville ennfremur. Boateng kórónaði leik sinn með því að fá tvö gul spjöld á tíu mínútna kafla í síðari hálfleik og þar með var hann rekinn af velli. „Þýskaland spilaði betur án hans,“ sagði Keane í leikslok. Þess má til gamans geta að Boateng hefur verið orðaður við Manchester United í sumar. Nokkuð ljóst er að ef af þeim félagaskiptum verður bíður Boateng verðugt verkefni að vinna tvo af dáðustu leikmönnum sögunnar á Old Trafford á sitt band. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kroos hetja Þjóðverja í sigri á Svíum Sigurmark Toni Kroos á 95. mínútu tryggði Þýskalandi 2-1 sigur á Svíþjóð. Enn allt opið í F-riðli. 23. júní 2018 20:00 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Sjá meira
Man Utd goðsagnirnar Roy Keane og Gary Neville fóru mikinn í gagnrýni sinni á Jerome Boateng í leik Þýskalands og Svíþjóðar í F-riðli á laugardag.Þjóðverjar unnu leikinn með síðustu spyrnu leiksins eftir að hafa lent undir og var staðan í leikhléi 1-0 fyrir Svíþjóð.Þeir Keane og Neville voru í sjónvarpssetti ITV sjónvarpstöðvarinnar og tóku Jerome Boateng, varnarmann Þjóðverja, sérstaklega fyrir í leikhléi. „Boateng röltir um völlinn eins og hann sé að spila í bumbubolta (e. Sunday League football). Hann er til skammar. Þeir eiga að taka hann útaf þegar hann lætur svona,“ sagði Keane og Neville bætti í. „Þetta er hárrétt hjá Roy. Varnarmenn Þýskalands hafa verið djók. Einhverra hluta vegna heldur Boateng að hann sé Franz Beckenbauer. Hann heldur að hann sé maðurinn. Hann spilaði undir stjórn Pep Guardiola og byrjaði að trúa því að hann væri framúrskarandi fótboltamaður." „Frammistaða hans í þessum fyrri hálfleik er algjört djók. Hann hefur miklar ranghugmyndir og lítur á sig sem aðalmanninn,“ sagði Neville ennfremur. Boateng kórónaði leik sinn með því að fá tvö gul spjöld á tíu mínútna kafla í síðari hálfleik og þar með var hann rekinn af velli. „Þýskaland spilaði betur án hans,“ sagði Keane í leikslok. Þess má til gamans geta að Boateng hefur verið orðaður við Manchester United í sumar. Nokkuð ljóst er að ef af þeim félagaskiptum verður bíður Boateng verðugt verkefni að vinna tvo af dáðustu leikmönnum sögunnar á Old Trafford á sitt band.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kroos hetja Þjóðverja í sigri á Svíum Sigurmark Toni Kroos á 95. mínútu tryggði Þýskalandi 2-1 sigur á Svíþjóð. Enn allt opið í F-riðli. 23. júní 2018 20:00 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Sjá meira
Kroos hetja Þjóðverja í sigri á Svíum Sigurmark Toni Kroos á 95. mínútu tryggði Þýskalandi 2-1 sigur á Svíþjóð. Enn allt opið í F-riðli. 23. júní 2018 20:00