Súperstjarna Breiðholtsins með sitt fyrsta lag Stefán Þór Hjartarson skrifar 25. júní 2018 08:00 Birgir Hákon er algjör stjarna í Breiðholtinu að sögn leikstjóra myndbandsins og hann ákvað að fanga stemminguna sem því fylgir í myndbandinu. Rapparinn Birgir Hákon sendi frá sér lagið og myndbandið Sending á fimmtudaginn síðasta. Lagið og myndbandið hefur vakið töluverða athygli og farið víða – mátti sjá brot úr því Instagram-aðgöngum elítu íslensks rapps og víðar. Glöggir kannast kannski við Birgi Hákon úr myndböndum nokkurra íslenskra rappara, til dæmis Já ég veit myndbandinu með Birni og Herra Hnetusmjöri og fleirum. Jafnvel hafa einhverjir enn gleggri lesendur sem eru með eyrun á götunni heyrt af því að tónlistar væri að vænta frá Birgi, jafnvel séð hann taka lagið á Prikinu. Hvort sem það er, þá er hann allavegana búinn að senda frá sér sitt fyrsta lag. „Ég er búinn að vera að fikta við það að rappa síðan ég var svona ellefu ára gamall, eða að skrifa texta allavegana,“ segir Birgir en hann hefur verið að vinna tónlist í svolítinn tíma með pródúsernum BnGrbOy, en hann hefur unnið með mörgum af stærstu röppurum landsins, til að mynda GKR, en Birgir hefur líka verið að gera rapp með Tiny. „Ég er með einhver fimm til tíu lög til, ókláruð. Ég er ekki alveg viss hvenær þetta fær að heyrast – ég er samt að vinna í þessu eins og ég get og ætla svo að sjá til með það. Ég stefni á plötu bráðlega og það kemur líklegast eitthvað út á meðan.“ Aðspurður út í það hvernig viðbrögðin við laginu hafi verið segir Birgir að þau hafi verið mjög góð. „Það er allt að verða vitlaust sko. Fólk er að fíla þetta.“ Birgir Hákon spilaði á Solstice-hátíðinni nú um helgina en hann segist ekki vera með neitt planað í framhaldinu annað en að einbeita sér að plötunni sinni og gera meiri tónlist.Ghetto Superstar „Birgir er uppalinn í 111 og er í raun súperstjarna í Breiðholtinu. Allir þekkja hann. „Ghetto superstar“ með sanni. Svo það kom ekkert annað til greina en að taka upp mest af vídeóinu þar. Allar senur í því eru bara spuni og við fórum ekki eftir hefðbundnar leiðir í gerð svona myndbanda. Venjulegur tökudagur var þannig að hann pikkaði mig upp og svo tókum við einhverjar rispur í upptökum, smá spuni og alveg „random“. Meira að „observa“ hans lífsstíl en að gera einhvern gerviveruleika með handriti. Svo vídeóið er í heimildarmyndastíl ef hægt er að segja það og þannig sker það sig úr nánast öllu sem er verið að vinna með í hefðbundnum tónlistarmyndböndum,“ segir Þórsteinn Sigurðsson eða Xdeathrow, leikstjóri myndbandsins við Sending, en eins og hann segir frá sökkti hann sér að segja má niður í líf Birgis til að ná fram réttri stemmingu í myndbandinu sem gerist að stórum hluta í Breiðholtinu. Ásamt Þórsteini komu þau Sigurður Ýmir og Eyrún Helga að myndbandinu – Sigurður gerði grafík og Eyrún klippti herlegheitin. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Rapparinn Birgir Hákon sendi frá sér lagið og myndbandið Sending á fimmtudaginn síðasta. Lagið og myndbandið hefur vakið töluverða athygli og farið víða – mátti sjá brot úr því Instagram-aðgöngum elítu íslensks rapps og víðar. Glöggir kannast kannski við Birgi Hákon úr myndböndum nokkurra íslenskra rappara, til dæmis Já ég veit myndbandinu með Birni og Herra Hnetusmjöri og fleirum. Jafnvel hafa einhverjir enn gleggri lesendur sem eru með eyrun á götunni heyrt af því að tónlistar væri að vænta frá Birgi, jafnvel séð hann taka lagið á Prikinu. Hvort sem það er, þá er hann allavegana búinn að senda frá sér sitt fyrsta lag. „Ég er búinn að vera að fikta við það að rappa síðan ég var svona ellefu ára gamall, eða að skrifa texta allavegana,“ segir Birgir en hann hefur verið að vinna tónlist í svolítinn tíma með pródúsernum BnGrbOy, en hann hefur unnið með mörgum af stærstu röppurum landsins, til að mynda GKR, en Birgir hefur líka verið að gera rapp með Tiny. „Ég er með einhver fimm til tíu lög til, ókláruð. Ég er ekki alveg viss hvenær þetta fær að heyrast – ég er samt að vinna í þessu eins og ég get og ætla svo að sjá til með það. Ég stefni á plötu bráðlega og það kemur líklegast eitthvað út á meðan.“ Aðspurður út í það hvernig viðbrögðin við laginu hafi verið segir Birgir að þau hafi verið mjög góð. „Það er allt að verða vitlaust sko. Fólk er að fíla þetta.“ Birgir Hákon spilaði á Solstice-hátíðinni nú um helgina en hann segist ekki vera með neitt planað í framhaldinu annað en að einbeita sér að plötunni sinni og gera meiri tónlist.Ghetto Superstar „Birgir er uppalinn í 111 og er í raun súperstjarna í Breiðholtinu. Allir þekkja hann. „Ghetto superstar“ með sanni. Svo það kom ekkert annað til greina en að taka upp mest af vídeóinu þar. Allar senur í því eru bara spuni og við fórum ekki eftir hefðbundnar leiðir í gerð svona myndbanda. Venjulegur tökudagur var þannig að hann pikkaði mig upp og svo tókum við einhverjar rispur í upptökum, smá spuni og alveg „random“. Meira að „observa“ hans lífsstíl en að gera einhvern gerviveruleika með handriti. Svo vídeóið er í heimildarmyndastíl ef hægt er að segja það og þannig sker það sig úr nánast öllu sem er verið að vinna með í hefðbundnum tónlistarmyndböndum,“ segir Þórsteinn Sigurðsson eða Xdeathrow, leikstjóri myndbandsins við Sending, en eins og hann segir frá sökkti hann sér að segja má niður í líf Birgis til að ná fram réttri stemmingu í myndbandinu sem gerist að stórum hluta í Breiðholtinu. Ásamt Þórsteini komu þau Sigurður Ýmir og Eyrún Helga að myndbandinu – Sigurður gerði grafík og Eyrún klippti herlegheitin.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira