Þetta króatíska lið getur farið alla leið Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. júní 2018 09:00 Kári Árnason stendur vaktina í vörn Íslands. Vísir/Getty Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins, fór fögrum orðum um næsta andstæðing Íslands, Króatíu, á blaðamannafundi fyrir æfingu landsliðsins í Kabardinka í gær. Íslenska landsliðið ferðaðist til Rostov við Don í gær en Ísland mætir Króötum þar á þriðjudaginn í lokaleik D-riðilsins. Ísland er ekki lengur með örlögin í eigin höndum fyrir lokaumferðina en króatíska liðið er búið að koma sér upp úr riðlinum og getur því leyft sér að hvíla lykilleikmenn og þá sem eru á hættusvæði vegna spjalda. Verður þetta fimmta viðureign liðanna á síðustu fimm árum en til þessa hefur Ísland unnið einn leik, Króatía tvo en einum lauk með markalausu jafntefli. Hefur Ísland aðeins skorað eitt mark í leikjunum fjórum en Ísland þarf líklegast að skora einhver mörk á morgun til að halda lífi. „Við höfum spilað oft gegn þeim á síðustu árum og þekkjum þá vel, þeir eru með frábæran hóp og byrjunarliðið er gríðarlega sterkt. Þeir eru komnir áfram og það er talað um að þeir ætli að hvíla leikmenn en það hefur ekki mikil áhrif á gæðin,“ sagði Kári og hélt áfram: „Þeir eru með mikil gæði í öllum leikmannahópnum, á bekknum eru menn sem koma úr stórliðum. Þeir munu verða gríðarlega erfiðir andstæðingar þó að einstaklingsgæðin muni kannski aðeins minnka.“ Kári bjóst við því að þeir gætu farið alla leið í úrslitaleikinn og unnið mótið. „Þeir eru með ógnvænlegt lið á pappírnum, mikið af stórstjörnum sem geta unnið hvaða andstæðing sem er á sínum degi. Ég hef lítið velt því fyrir mér en þeir eiga vissulega möguleika á að vinna mótið,“ sagði Kári. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Háttvísistig gætu komið Íslandi áfram í 16 liða úrslit HM Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur örlögin ekki í eigin höndum þegar lokaumferð D-riðilsins á heimsmeistaramótinu verður leikin. 25. júní 2018 08:00 HM-drátturinn í hádeginu í dag Handboltastrákarnir fá að vita hverjum þeir mæta á HM í janúar. 25. júní 2018 08:30 Perú án sinnar skærustu stjörnu í lokaleiknum Perú er úr leik á HM í Rússlandi þrátt fyrir að eiga enn einn leik eftir. 25. júní 2018 07:30 Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Sjá meira
Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins, fór fögrum orðum um næsta andstæðing Íslands, Króatíu, á blaðamannafundi fyrir æfingu landsliðsins í Kabardinka í gær. Íslenska landsliðið ferðaðist til Rostov við Don í gær en Ísland mætir Króötum þar á þriðjudaginn í lokaleik D-riðilsins. Ísland er ekki lengur með örlögin í eigin höndum fyrir lokaumferðina en króatíska liðið er búið að koma sér upp úr riðlinum og getur því leyft sér að hvíla lykilleikmenn og þá sem eru á hættusvæði vegna spjalda. Verður þetta fimmta viðureign liðanna á síðustu fimm árum en til þessa hefur Ísland unnið einn leik, Króatía tvo en einum lauk með markalausu jafntefli. Hefur Ísland aðeins skorað eitt mark í leikjunum fjórum en Ísland þarf líklegast að skora einhver mörk á morgun til að halda lífi. „Við höfum spilað oft gegn þeim á síðustu árum og þekkjum þá vel, þeir eru með frábæran hóp og byrjunarliðið er gríðarlega sterkt. Þeir eru komnir áfram og það er talað um að þeir ætli að hvíla leikmenn en það hefur ekki mikil áhrif á gæðin,“ sagði Kári og hélt áfram: „Þeir eru með mikil gæði í öllum leikmannahópnum, á bekknum eru menn sem koma úr stórliðum. Þeir munu verða gríðarlega erfiðir andstæðingar þó að einstaklingsgæðin muni kannski aðeins minnka.“ Kári bjóst við því að þeir gætu farið alla leið í úrslitaleikinn og unnið mótið. „Þeir eru með ógnvænlegt lið á pappírnum, mikið af stórstjörnum sem geta unnið hvaða andstæðing sem er á sínum degi. Ég hef lítið velt því fyrir mér en þeir eiga vissulega möguleika á að vinna mótið,“ sagði Kári.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Háttvísistig gætu komið Íslandi áfram í 16 liða úrslit HM Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur örlögin ekki í eigin höndum þegar lokaumferð D-riðilsins á heimsmeistaramótinu verður leikin. 25. júní 2018 08:00 HM-drátturinn í hádeginu í dag Handboltastrákarnir fá að vita hverjum þeir mæta á HM í janúar. 25. júní 2018 08:30 Perú án sinnar skærustu stjörnu í lokaleiknum Perú er úr leik á HM í Rússlandi þrátt fyrir að eiga enn einn leik eftir. 25. júní 2018 07:30 Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Sjá meira
Háttvísistig gætu komið Íslandi áfram í 16 liða úrslit HM Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur örlögin ekki í eigin höndum þegar lokaumferð D-riðilsins á heimsmeistaramótinu verður leikin. 25. júní 2018 08:00
HM-drátturinn í hádeginu í dag Handboltastrákarnir fá að vita hverjum þeir mæta á HM í janúar. 25. júní 2018 08:30
Perú án sinnar skærustu stjörnu í lokaleiknum Perú er úr leik á HM í Rússlandi þrátt fyrir að eiga enn einn leik eftir. 25. júní 2018 07:30
Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30