Uppgjör eftir Frakklands kappaksturinn: Góð helgi fyrir Englendinga Bragi Þórðarson skrifar 25. júní 2018 23:00 Hamilton fagnar sigrinum. vísir/getty Sunnudagurinn var frábær fyrir enskt íþróttaáhugafólk er Lewis Hamilton sigraði í franska kappakstrinum. Aðeins tveimur tímum fyrr slátraði enska landsliðið Panama á HM í fótbolta. Hamilton átti frábæra helgi í Marseille, ræsti á ráspól og leiddi nánast allan kappaksturinn. Sigurinn var hans 65. á ferlinum og hefur Bretinn nú unnið á 25 mismunandi brautum, þar af öllum 23 sem keppt er á í ár. Þrátt fyrir að enginn gat ógnað Lewis í fyrsta sætinu var kappaksturinn um helgina langt frá því að vera leiðinlegur. Stærsta ástæða þess var mikill hasar á fyrsta hring. Mercedes bílarnir ræstu á fremstu röð og þar á eftir kom Sebastian Vettel á Ferrari, sem leiddi heimsmeistaramótið fyrir keppnina. Vettel ákvað að byrja á mýkri dekkjum en andstæðingarnir og flaug því þjóðverjinn af stað. Á þeim 590 metrum sem eru að fyrstu beygju á Paul Ricard brautinni náði Vettel að keyra upp að hlið Valtteri Bottas á Mercedes. En þegar komið var í fyrstu beygju læsti Sebastian vinstra framhjóli og keyrði aftan á Bottas. Fyrir vikið þurftu báðir ökumenn að fara inn á þjónustusvæðið og glopruðu niður öllum möguleikum á fyrsta sætinu. Aðdáunarvert var þó að fylgjast með þeim keyra sig upp sætin, þá sérstaklega Vettel sem kláraði keppnina í fimmta sæti þrátt fyrir að fá refsingu fyrir að keyra aftan á Bottas. ,,Ég trúi ekki að hann hafi bara fengið fimm sekúnda refsingu fyrir þetta,” sagði Lewis Hamilton, liðsfélagi Bottas, eftir kappaksturinn. Lewis og Sebastian eru báðir að berjast um sinn fimmta heimsmeistaratitil í ár og er Bretinn nú kominn með yfirhöndina.Pierre Gasly var í vandræðum um helginavísir/gettyHeimamenn í vandræðum Meiri hasar varð á fyrsta hring er Pierre Gasly keyrði aftan á Esteban Occon og urðu báðir frá að hverfa. Gríðarlega svekkjandi þar sem þeir voru báðir á heimavelli í Frakklandi. Svekkelsið varð svo meira fyrir Force India er liðsfélagi Occon, Sergio Perez, þurfti að hætta keppni á 29. hring þegar glænýja Mercedes vélin í bíl hans bilaði. Franski kappaksturinn er einnig heimakeppni Renault. Carlos Sainz byrjaði keppnina frábærlega og var þriðji eftir hamaganginn á fyrsta hring. Sainz gat þó ekki haldið Red Bull og Ferrari bílunum fyrir aftan sig lengi og var sjötti þegar aðeins þrír hringir voru eftir. Þá kom hinsvegar upp bilun í vélbúnaðinum sem kostaði Spánverjann tvö sæti, Carlos kláraði því í áttunda sæti á undan liðsfélaga sínum, Nico Hulkenberg, sem varð níundi. Hinn tvítugi Max Verstappen, ökuþór Red Bull, stóð sig með prýði í franska kappakstrinum. Eftir fyrsta hring var hann kominn upp í annað sætið á kostnað Bottas og Vettel. Ungi Hollendingurinn hélt sæti sínu alla keppnina og nældi sér því í 18 stig í keppni ökumanna. Þriðji var liðsfélagi Vettel hjá Ferrari, Kimi Raikkonen, og fjórði var Daniel Ricciardo á Red Bull. Þetta var í 25. skiptið sem Kimi lendir á verðlaunapalli án þess að sigra og eru liðnar 102 keppnir frá síðasta sigri Finnans. Lewis Hamilton er þá aftur kominn með forystu í keppni ökuþóra og hefur 14 stiga forskot á Sebastian Vettel. Mercedes jók forskot sitt í keppni bílasmiða í 23 stig um helgina. Næstu vikur munu ráða miklu í heimsmeistaramótinu þar sem tvær keppnir eru framundan á næstu tveimur vikum. Nú halda liðin til Austurríkis og svo þar á eftir á Silverstone brautina í Bretlandi. Formúla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sunnudagurinn var frábær fyrir enskt íþróttaáhugafólk er Lewis Hamilton sigraði í franska kappakstrinum. Aðeins tveimur tímum fyrr slátraði enska landsliðið Panama á HM í fótbolta. Hamilton átti frábæra helgi í Marseille, ræsti á ráspól og leiddi nánast allan kappaksturinn. Sigurinn var hans 65. á ferlinum og hefur Bretinn nú unnið á 25 mismunandi brautum, þar af öllum 23 sem keppt er á í ár. Þrátt fyrir að enginn gat ógnað Lewis í fyrsta sætinu var kappaksturinn um helgina langt frá því að vera leiðinlegur. Stærsta ástæða þess var mikill hasar á fyrsta hring. Mercedes bílarnir ræstu á fremstu röð og þar á eftir kom Sebastian Vettel á Ferrari, sem leiddi heimsmeistaramótið fyrir keppnina. Vettel ákvað að byrja á mýkri dekkjum en andstæðingarnir og flaug því þjóðverjinn af stað. Á þeim 590 metrum sem eru að fyrstu beygju á Paul Ricard brautinni náði Vettel að keyra upp að hlið Valtteri Bottas á Mercedes. En þegar komið var í fyrstu beygju læsti Sebastian vinstra framhjóli og keyrði aftan á Bottas. Fyrir vikið þurftu báðir ökumenn að fara inn á þjónustusvæðið og glopruðu niður öllum möguleikum á fyrsta sætinu. Aðdáunarvert var þó að fylgjast með þeim keyra sig upp sætin, þá sérstaklega Vettel sem kláraði keppnina í fimmta sæti þrátt fyrir að fá refsingu fyrir að keyra aftan á Bottas. ,,Ég trúi ekki að hann hafi bara fengið fimm sekúnda refsingu fyrir þetta,” sagði Lewis Hamilton, liðsfélagi Bottas, eftir kappaksturinn. Lewis og Sebastian eru báðir að berjast um sinn fimmta heimsmeistaratitil í ár og er Bretinn nú kominn með yfirhöndina.Pierre Gasly var í vandræðum um helginavísir/gettyHeimamenn í vandræðum Meiri hasar varð á fyrsta hring er Pierre Gasly keyrði aftan á Esteban Occon og urðu báðir frá að hverfa. Gríðarlega svekkjandi þar sem þeir voru báðir á heimavelli í Frakklandi. Svekkelsið varð svo meira fyrir Force India er liðsfélagi Occon, Sergio Perez, þurfti að hætta keppni á 29. hring þegar glænýja Mercedes vélin í bíl hans bilaði. Franski kappaksturinn er einnig heimakeppni Renault. Carlos Sainz byrjaði keppnina frábærlega og var þriðji eftir hamaganginn á fyrsta hring. Sainz gat þó ekki haldið Red Bull og Ferrari bílunum fyrir aftan sig lengi og var sjötti þegar aðeins þrír hringir voru eftir. Þá kom hinsvegar upp bilun í vélbúnaðinum sem kostaði Spánverjann tvö sæti, Carlos kláraði því í áttunda sæti á undan liðsfélaga sínum, Nico Hulkenberg, sem varð níundi. Hinn tvítugi Max Verstappen, ökuþór Red Bull, stóð sig með prýði í franska kappakstrinum. Eftir fyrsta hring var hann kominn upp í annað sætið á kostnað Bottas og Vettel. Ungi Hollendingurinn hélt sæti sínu alla keppnina og nældi sér því í 18 stig í keppni ökumanna. Þriðji var liðsfélagi Vettel hjá Ferrari, Kimi Raikkonen, og fjórði var Daniel Ricciardo á Red Bull. Þetta var í 25. skiptið sem Kimi lendir á verðlaunapalli án þess að sigra og eru liðnar 102 keppnir frá síðasta sigri Finnans. Lewis Hamilton er þá aftur kominn með forystu í keppni ökuþóra og hefur 14 stiga forskot á Sebastian Vettel. Mercedes jók forskot sitt í keppni bílasmiða í 23 stig um helgina. Næstu vikur munu ráða miklu í heimsmeistaramótinu þar sem tvær keppnir eru framundan á næstu tveimur vikum. Nú halda liðin til Austurríkis og svo þar á eftir á Silverstone brautina í Bretlandi.
Formúla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira