Segir að Rúrik þurfi að vera duglegri á Instagram Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. júní 2018 12:30 Manúela Ósk segir að Rúrik hafi allan pakkann. vísir/stefán „Þetta er bara rosalegt,“ sagði Manúela Ósk Harðardóttir í Brennslunni í dag um að Rúrik Gíslason sé kominn með yfir milljón fylgjendur á Instagram. „Ég hef bara aldrei séð annað eins og ég hef haft mikið gaman af því að fylgjast með þessu.“ Hún sagði að þetta væri svakalegt stökk á mjög skömmum tíma og fólk hafi oft mikið fyrir því að ná svona fylgi, sumir nái því samt aldrei.Af hverju er ekki meira í gangi? „Það er fólk út í heimi sem er með minna fylgi en þetta sem að þarf ekki einu sinni að vinna, sem að hefur Instagram sem sína aðaltekjulind.“ Manúela hrósaði útliti Rúriks í þættinum og sagði að hann væri sjarmerandi, mjög fallegur og hefði „allan pakkann.“ „Núna með þetta platform, hvað er hann að gera samt? Af hverju er ekki meira í gangi á Instagram? Það er það sem ég vil fá að sjá.“Þarf að vinna meira með story á Instagram Hjörvar og Kjartan Atli þáttastjórnendur Brennslunnar sögðu henni að HM keppnin væri líklega ástæðan fyrir því. Hjörvar velti því fyrir sér hvort að kannski vildi hann ekki stuða hinn venjulega stuðningsmann íslenska landsliðsins. „Lykillinn á samfélagsmiðlum er að þekkja „the audience“ og núna er hann kominn með, örugglega svona 95 prósent af fylgjendunum hans eru ungar suður-amerískar stelpur er það ekki?“ Manúelu Ósk finnst því að Rúrik þurfi að fara að hugsa sinn gang þegar kemur notkun sinni á samfélagsmiðlinum. „Hann mætti alveg vinna meira með story finnst mér, það er ekkert í story nema einhver flugvöllur.“ Hún hrósaði þó nýjustu mynd fótboltakappans á Instagram, sem hefur fengið meira en 378 þúsund „like“ síðan í gær. Rúrik birti mynd af sér með Ólafi Inga Skúlasyni í ferðaklæðnaði landsliðsins. A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on Jun 24, 2018 at 1:33pm PDTVerður að nýta sér vinsældirnar „Ég er mjög ánægð með þessa mynd, þetta er mjög góð mynd.“ Manúela Ósk benti svo á að ef að Rúrik hefði „taggað“ sólgleraugnamerkið myndu gleraugun sennilega seljast upp. Hún telur að ef Rúrik gerir hlutina rétt geti hann gert það mjög gott á Instagram. Hjörvar sagði í þættinum að kannski þyrfti Rúrik að hafa einhvern eins og Manúelu með sér í liði til að aðstoða með þessi mál og halda í höndina á honum. Þegar Manúela Ósk var beðin að útskýra fegurð og vinsældir Rúriks nefndi hún meðal annars augnsvipinn og hárið en líka skrokkinn og þá staðreynd að hann er góður í fótbolta líka.„Hann er bara hot.“ Manúela Ósk bendir á að ef Rúrik myndi birta myndir af sér berum að ofan þá myndi fylgjendahópurinn stækka enn frekar. Hún ráðleggur þessari óvæntu samfélagsmiðlastjörnu að velja vel hvaða fyrirtæki hann tengir sig við. „Hann verður að nýta sér þetta.“ Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan: Brennslan HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Rúrik kominn með milljón fylgjendur á Instagram í krafti einstakrar fegurðar Landsliðsmaðurinn snoppufríði Rúrik Gíslason er kominn með eina milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram. 23. júní 2018 22:19 Kynþokki Rúriks fer ekki framhjá neinum Rúrik Gíslason er kominn með milljón fylgjendur á Instagram. 24. júní 2018 10:30 „Hvað færðu út ef þú blandar saman Chris Hemsworth og Brad Pitt með dassi af Channing Tatum?“ Vinsældir Rúriks Gíslasonar leikmanns íslenska landsliðsins í fótbolta ætla engan enda að taka. Þann 16.júní síðastliðinn var Rúrik með um 40 þúsund fylgjendur á Instagram en þegar þetta er skrifað er hann komin með yfir 870 þúsund fylgjendur. 22. júní 2018 21:38 Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Sjá meira
„Þetta er bara rosalegt,“ sagði Manúela Ósk Harðardóttir í Brennslunni í dag um að Rúrik Gíslason sé kominn með yfir milljón fylgjendur á Instagram. „Ég hef bara aldrei séð annað eins og ég hef haft mikið gaman af því að fylgjast með þessu.“ Hún sagði að þetta væri svakalegt stökk á mjög skömmum tíma og fólk hafi oft mikið fyrir því að ná svona fylgi, sumir nái því samt aldrei.Af hverju er ekki meira í gangi? „Það er fólk út í heimi sem er með minna fylgi en þetta sem að þarf ekki einu sinni að vinna, sem að hefur Instagram sem sína aðaltekjulind.“ Manúela hrósaði útliti Rúriks í þættinum og sagði að hann væri sjarmerandi, mjög fallegur og hefði „allan pakkann.“ „Núna með þetta platform, hvað er hann að gera samt? Af hverju er ekki meira í gangi á Instagram? Það er það sem ég vil fá að sjá.“Þarf að vinna meira með story á Instagram Hjörvar og Kjartan Atli þáttastjórnendur Brennslunnar sögðu henni að HM keppnin væri líklega ástæðan fyrir því. Hjörvar velti því fyrir sér hvort að kannski vildi hann ekki stuða hinn venjulega stuðningsmann íslenska landsliðsins. „Lykillinn á samfélagsmiðlum er að þekkja „the audience“ og núna er hann kominn með, örugglega svona 95 prósent af fylgjendunum hans eru ungar suður-amerískar stelpur er það ekki?“ Manúelu Ósk finnst því að Rúrik þurfi að fara að hugsa sinn gang þegar kemur notkun sinni á samfélagsmiðlinum. „Hann mætti alveg vinna meira með story finnst mér, það er ekkert í story nema einhver flugvöllur.“ Hún hrósaði þó nýjustu mynd fótboltakappans á Instagram, sem hefur fengið meira en 378 þúsund „like“ síðan í gær. Rúrik birti mynd af sér með Ólafi Inga Skúlasyni í ferðaklæðnaði landsliðsins. A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on Jun 24, 2018 at 1:33pm PDTVerður að nýta sér vinsældirnar „Ég er mjög ánægð með þessa mynd, þetta er mjög góð mynd.“ Manúela Ósk benti svo á að ef að Rúrik hefði „taggað“ sólgleraugnamerkið myndu gleraugun sennilega seljast upp. Hún telur að ef Rúrik gerir hlutina rétt geti hann gert það mjög gott á Instagram. Hjörvar sagði í þættinum að kannski þyrfti Rúrik að hafa einhvern eins og Manúelu með sér í liði til að aðstoða með þessi mál og halda í höndina á honum. Þegar Manúela Ósk var beðin að útskýra fegurð og vinsældir Rúriks nefndi hún meðal annars augnsvipinn og hárið en líka skrokkinn og þá staðreynd að hann er góður í fótbolta líka.„Hann er bara hot.“ Manúela Ósk bendir á að ef Rúrik myndi birta myndir af sér berum að ofan þá myndi fylgjendahópurinn stækka enn frekar. Hún ráðleggur þessari óvæntu samfélagsmiðlastjörnu að velja vel hvaða fyrirtæki hann tengir sig við. „Hann verður að nýta sér þetta.“ Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan:
Brennslan HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Rúrik kominn með milljón fylgjendur á Instagram í krafti einstakrar fegurðar Landsliðsmaðurinn snoppufríði Rúrik Gíslason er kominn með eina milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram. 23. júní 2018 22:19 Kynþokki Rúriks fer ekki framhjá neinum Rúrik Gíslason er kominn með milljón fylgjendur á Instagram. 24. júní 2018 10:30 „Hvað færðu út ef þú blandar saman Chris Hemsworth og Brad Pitt með dassi af Channing Tatum?“ Vinsældir Rúriks Gíslasonar leikmanns íslenska landsliðsins í fótbolta ætla engan enda að taka. Þann 16.júní síðastliðinn var Rúrik með um 40 þúsund fylgjendur á Instagram en þegar þetta er skrifað er hann komin með yfir 870 þúsund fylgjendur. 22. júní 2018 21:38 Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Sjá meira
Rúrik kominn með milljón fylgjendur á Instagram í krafti einstakrar fegurðar Landsliðsmaðurinn snoppufríði Rúrik Gíslason er kominn með eina milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram. 23. júní 2018 22:19
Kynþokki Rúriks fer ekki framhjá neinum Rúrik Gíslason er kominn með milljón fylgjendur á Instagram. 24. júní 2018 10:30
„Hvað færðu út ef þú blandar saman Chris Hemsworth og Brad Pitt með dassi af Channing Tatum?“ Vinsældir Rúriks Gíslasonar leikmanns íslenska landsliðsins í fótbolta ætla engan enda að taka. Þann 16.júní síðastliðinn var Rúrik með um 40 þúsund fylgjendur á Instagram en þegar þetta er skrifað er hann komin með yfir 870 þúsund fylgjendur. 22. júní 2018 21:38