Fíflagangur í fótboltaleik með fílum leyndarmálið á bak við léttleika Króata Tómas Þór Þórðarson í Rostov við Don skrifar 25. júní 2018 14:00 Leyndarmálið er nýr króatískur tölvuleikur. Ekki segja neinum. vísri/getty Leikmenn króatíska landsliðsins í fótbolta virðast ekki fá nóg af því að spila fótbolta innan vallar heldur stunda þeir hann nú grimmt utan vallar. En, í símanum. Króatíska liðið er orðið háð nýjum símatölvuleik sem heitir Football Legends: El Magico. Króatarnir spila hann stanslaust á hótelinu, samkvæmt frétt króatíska miðilsins tportal.hr, og keppast við að vera ofar en næsti maður á skortöflunni. Króatískir fjölmiðlamenn hafa haft það á orði hversu létt er yfir liðinu og þegar að þeir fóru í gegnum Instagram-reikninga allra leikmanna sáu þeir hvern leikmanninn á fætur öðrum vera að tala um leikinn og setja inn myndir af afrekum sínum í honum.Luka Modric og Vedran Corluka eru báðir mjög góðir í El Magico.mynd/instagramModric bestur Þeir virðast líka vera að hjálpa samlöndum sínum að koma leiknum á framfæri en fyrirtækið sem býr hann til er króatískt og staðsett í Split. Leiknum hefur aðeins verið niðurhalað eitt þúsund sinnum en það gæti aukist eftir þessa auglýsingu króatísku landsliðsmannanna. Luka Modric er allra manna bestu í króatíska liðinu í El Magico en hann er á topp 20 í heiminum. Vedran Corluka er í 33. sæti og Ivan Rakitci í 44. sæti. Auk landsliðsmannanna eru aðrar króatískar fótboltastjörnur að spila leikinn eins og Slaven Bilic, Darko Stanic, Dario Simic og Stipe Pletikosa. El Magico þykir mjög ávanabindandi en þar er hægt að velja um 32 lið til að spila með og er hver leikur 90 sekúndur. Það þykir ansi erfitt að komast áfram í honum en alltaf reyna menn aftur. Allavega króatísku landsliðsmennirnir.Lítur vel út.mynd/el magicoFílabeins-fílar Ekki er spilað með fótboltaköllum heldur hefur hvert land sitt einkenni. Rússar eru babúskur, Bandaríkjamenn NFL-kallar og fótboltamenn Fílabeinsstrandarinnar eru einfaldlega fílar. Hress og skemmtilegur fíflagangur sem heldur allavega Króötum gangandi á bak við tjöldin. Króatarnir virðast svo jafn góðir innan vallar sem utan því þeir eru sama og búnir að vinna D-riðilinn á HM 2018. Ísland mætir Króatíu á morgun og þarf á sigri að halda til að komast áfram en Króatar munu gera nokkrar breytingar á sínu liði.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir um úrslitin í hinum leiknum: „Ef við þurfum upplýsingar þá fáum við þær“ Heimir Hallgrímsson segir að þjálfarateymið muni einblína á að vinna Króatíu en hugsa sem minnst um úrslitin í leik Argentínu og Nígeríu. 25. júní 2018 10:41 „Verðum við á forsíðunni á Bleiku og bláu?“ Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta skipti á Rostov Arena á morgun þegar Ísland mætir Króatíu. 25. júní 2018 11:04 Kínverjar skilja ekki að Íslendingar vilji vera í hitanum Kínverskir blaðamenn eru alveg undrandi á því að íslenska liðið kjósi að æfa alltaf í hádeginu í Rússlandi. 25. júní 2018 12:30 Aron Einar: Heyrum það á íslensku áhorfendunum ef það gerist eitthvað í hinum leiknum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þarf bæði að vinna Króatíu og treysta á úrslit úr hinum leik riðilsins til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum á HM í Rússlandi. 25. júní 2018 10:42 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Leikmenn króatíska landsliðsins í fótbolta virðast ekki fá nóg af því að spila fótbolta innan vallar heldur stunda þeir hann nú grimmt utan vallar. En, í símanum. Króatíska liðið er orðið háð nýjum símatölvuleik sem heitir Football Legends: El Magico. Króatarnir spila hann stanslaust á hótelinu, samkvæmt frétt króatíska miðilsins tportal.hr, og keppast við að vera ofar en næsti maður á skortöflunni. Króatískir fjölmiðlamenn hafa haft það á orði hversu létt er yfir liðinu og þegar að þeir fóru í gegnum Instagram-reikninga allra leikmanna sáu þeir hvern leikmanninn á fætur öðrum vera að tala um leikinn og setja inn myndir af afrekum sínum í honum.Luka Modric og Vedran Corluka eru báðir mjög góðir í El Magico.mynd/instagramModric bestur Þeir virðast líka vera að hjálpa samlöndum sínum að koma leiknum á framfæri en fyrirtækið sem býr hann til er króatískt og staðsett í Split. Leiknum hefur aðeins verið niðurhalað eitt þúsund sinnum en það gæti aukist eftir þessa auglýsingu króatísku landsliðsmannanna. Luka Modric er allra manna bestu í króatíska liðinu í El Magico en hann er á topp 20 í heiminum. Vedran Corluka er í 33. sæti og Ivan Rakitci í 44. sæti. Auk landsliðsmannanna eru aðrar króatískar fótboltastjörnur að spila leikinn eins og Slaven Bilic, Darko Stanic, Dario Simic og Stipe Pletikosa. El Magico þykir mjög ávanabindandi en þar er hægt að velja um 32 lið til að spila með og er hver leikur 90 sekúndur. Það þykir ansi erfitt að komast áfram í honum en alltaf reyna menn aftur. Allavega króatísku landsliðsmennirnir.Lítur vel út.mynd/el magicoFílabeins-fílar Ekki er spilað með fótboltaköllum heldur hefur hvert land sitt einkenni. Rússar eru babúskur, Bandaríkjamenn NFL-kallar og fótboltamenn Fílabeinsstrandarinnar eru einfaldlega fílar. Hress og skemmtilegur fíflagangur sem heldur allavega Króötum gangandi á bak við tjöldin. Króatarnir virðast svo jafn góðir innan vallar sem utan því þeir eru sama og búnir að vinna D-riðilinn á HM 2018. Ísland mætir Króatíu á morgun og þarf á sigri að halda til að komast áfram en Króatar munu gera nokkrar breytingar á sínu liði.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir um úrslitin í hinum leiknum: „Ef við þurfum upplýsingar þá fáum við þær“ Heimir Hallgrímsson segir að þjálfarateymið muni einblína á að vinna Króatíu en hugsa sem minnst um úrslitin í leik Argentínu og Nígeríu. 25. júní 2018 10:41 „Verðum við á forsíðunni á Bleiku og bláu?“ Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta skipti á Rostov Arena á morgun þegar Ísland mætir Króatíu. 25. júní 2018 11:04 Kínverjar skilja ekki að Íslendingar vilji vera í hitanum Kínverskir blaðamenn eru alveg undrandi á því að íslenska liðið kjósi að æfa alltaf í hádeginu í Rússlandi. 25. júní 2018 12:30 Aron Einar: Heyrum það á íslensku áhorfendunum ef það gerist eitthvað í hinum leiknum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þarf bæði að vinna Króatíu og treysta á úrslit úr hinum leik riðilsins til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum á HM í Rússlandi. 25. júní 2018 10:42 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Heimir um úrslitin í hinum leiknum: „Ef við þurfum upplýsingar þá fáum við þær“ Heimir Hallgrímsson segir að þjálfarateymið muni einblína á að vinna Króatíu en hugsa sem minnst um úrslitin í leik Argentínu og Nígeríu. 25. júní 2018 10:41
„Verðum við á forsíðunni á Bleiku og bláu?“ Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta skipti á Rostov Arena á morgun þegar Ísland mætir Króatíu. 25. júní 2018 11:04
Kínverjar skilja ekki að Íslendingar vilji vera í hitanum Kínverskir blaðamenn eru alveg undrandi á því að íslenska liðið kjósi að æfa alltaf í hádeginu í Rússlandi. 25. júní 2018 12:30
Aron Einar: Heyrum það á íslensku áhorfendunum ef það gerist eitthvað í hinum leiknum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þarf bæði að vinna Króatíu og treysta á úrslit úr hinum leik riðilsins til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum á HM í Rússlandi. 25. júní 2018 10:42