Möguleikar Íslands í kvöld: Erfitt að þurfa að treysta á Argentínu Tómas Þór Þórðarson í Rostov við Don skrifar 26. júní 2018 08:30 Það eru allar líkur á því að Messi velji sig í liðið. vísir/vilhelm Strákarnir okkar eru í erfiðri stöðu á HM 2018 í fótbolta fyrir lokaumferð D-riðils í kvöld en þeir mæta Króatíu í Rostov við Don klukkan 21.00 að rússneskum tíma. Ef Ísland ætlar áfram þarf liðið að vinna Króatíu í kvöld og treysta um leið á hagstæð úrslit í leik Argentínu og Nígeríu á sama tíma. Það gæti reynst banabiti Íslendinga því Argentínumenn eru ekki líklegir til afreka og Nígería má ekki vinna. Argentínska liðið er gjörsamlega í molum eftir að fá aðeins eitt stig úr fyrstu tveimur leikjum og hefur skuldinni nánast allri verið skellt á þjálfarann Jorge Sampaoli. Leikmenn hafa óskað eftir því að hann verði rekinn og hann missir starfið þegar HM er lokið. Argentínskir fjölmiðlar hafa greint frá því að leikmenn vilji sjálfir velja byrjunarliðið en þeir Lionel Messi og Javier Mascherano eiga að sjá um það. Allt saman mjög eðlilegt á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Hér að neðan eru möguleikar Íslands í kvöld en allir taka mið af því að Ísland vinni Króatíu enda fer liðið ekki áfram nema að vinna leikinn.Fagna þessir í Rostov við Don í kvöld?Vísir/VilhelmStaðan í D-riðli: 1. Króatía 6 stig (Markatala: 5-0) 2. Nígería 3 (2-2) 3. Ísland 1 (1-3) 4. Argentína 1 (1-4)Ef að Nígería vinnur Argentínu í kvöld er Ísland úr leik, óháð því hvernig okkar mönnum vegnar á þriðjudag.Ef að Nígería og Argentína gera jafntefli verða Ísland og Nígería jöfn með fjögur stig og mun þá markahlutfall ráða úrslitum um hvort lið fari áfram. Ísland þarf þá að vinna að minnsta kosti tveggja (helst þriggja) marka sigur á Króatíu á þriðjudag til að komast áfram.Ef að Argentínu vinnur Nígeríu verða Ísland og Argentína jöfn með fjögur stig. Þá mun baráttan um annað sætið líka ráðast af markatölu. Eins og sakir standa nú er Ísland með eitt mark „í forskot“ á Argentínu. Ef að bæði stigafjöldi og markahlutafall liða er jöfn mun fjöldi skoraðra marka ráða úrslitum. Ef enn er jafnt mun árangur í innbyrðisviðureign liðanna ráða og því næst svokölluð „Fair Play“ stig þar sem fjöldi gulra og rauðra spjalda hafa úrslitaáhrif. Semsagt, sigur Íslands á þriðjudag mun halda vonum strákanna okkar á lífi, en margt annað þarf að ganga þeim í hag þar að auki.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir eiga von á góðum stuðningi frá heimamönnum Það er alveg klárt að Ísland mun fá meiri stuðning en Króatía í leik liðanna í Rostov við Don í kvöld. 26. júní 2018 07:30 Þjóðin þarf að bíða í ofvæni í tvær vikur eftir Heimi ef Ísland fer ekki áfram í kvöld Erum við að horfa upp á síðasta leik Heimis Hallgrímssonar í kvöld? 26. júní 2018 08:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira
Strákarnir okkar eru í erfiðri stöðu á HM 2018 í fótbolta fyrir lokaumferð D-riðils í kvöld en þeir mæta Króatíu í Rostov við Don klukkan 21.00 að rússneskum tíma. Ef Ísland ætlar áfram þarf liðið að vinna Króatíu í kvöld og treysta um leið á hagstæð úrslit í leik Argentínu og Nígeríu á sama tíma. Það gæti reynst banabiti Íslendinga því Argentínumenn eru ekki líklegir til afreka og Nígería má ekki vinna. Argentínska liðið er gjörsamlega í molum eftir að fá aðeins eitt stig úr fyrstu tveimur leikjum og hefur skuldinni nánast allri verið skellt á þjálfarann Jorge Sampaoli. Leikmenn hafa óskað eftir því að hann verði rekinn og hann missir starfið þegar HM er lokið. Argentínskir fjölmiðlar hafa greint frá því að leikmenn vilji sjálfir velja byrjunarliðið en þeir Lionel Messi og Javier Mascherano eiga að sjá um það. Allt saman mjög eðlilegt á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Hér að neðan eru möguleikar Íslands í kvöld en allir taka mið af því að Ísland vinni Króatíu enda fer liðið ekki áfram nema að vinna leikinn.Fagna þessir í Rostov við Don í kvöld?Vísir/VilhelmStaðan í D-riðli: 1. Króatía 6 stig (Markatala: 5-0) 2. Nígería 3 (2-2) 3. Ísland 1 (1-3) 4. Argentína 1 (1-4)Ef að Nígería vinnur Argentínu í kvöld er Ísland úr leik, óháð því hvernig okkar mönnum vegnar á þriðjudag.Ef að Nígería og Argentína gera jafntefli verða Ísland og Nígería jöfn með fjögur stig og mun þá markahlutfall ráða úrslitum um hvort lið fari áfram. Ísland þarf þá að vinna að minnsta kosti tveggja (helst þriggja) marka sigur á Króatíu á þriðjudag til að komast áfram.Ef að Argentínu vinnur Nígeríu verða Ísland og Argentína jöfn með fjögur stig. Þá mun baráttan um annað sætið líka ráðast af markatölu. Eins og sakir standa nú er Ísland með eitt mark „í forskot“ á Argentínu. Ef að bæði stigafjöldi og markahlutafall liða er jöfn mun fjöldi skoraðra marka ráða úrslitum. Ef enn er jafnt mun árangur í innbyrðisviðureign liðanna ráða og því næst svokölluð „Fair Play“ stig þar sem fjöldi gulra og rauðra spjalda hafa úrslitaáhrif. Semsagt, sigur Íslands á þriðjudag mun halda vonum strákanna okkar á lífi, en margt annað þarf að ganga þeim í hag þar að auki.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir eiga von á góðum stuðningi frá heimamönnum Það er alveg klárt að Ísland mun fá meiri stuðning en Króatía í leik liðanna í Rostov við Don í kvöld. 26. júní 2018 07:30 Þjóðin þarf að bíða í ofvæni í tvær vikur eftir Heimi ef Ísland fer ekki áfram í kvöld Erum við að horfa upp á síðasta leik Heimis Hallgrímssonar í kvöld? 26. júní 2018 08:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira
Strákarnir eiga von á góðum stuðningi frá heimamönnum Það er alveg klárt að Ísland mun fá meiri stuðning en Króatía í leik liðanna í Rostov við Don í kvöld. 26. júní 2018 07:30
Þjóðin þarf að bíða í ofvæni í tvær vikur eftir Heimi ef Ísland fer ekki áfram í kvöld Erum við að horfa upp á síðasta leik Heimis Hallgrímssonar í kvöld? 26. júní 2018 08:00