Síðasti möguleiki gullkynslóðarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júní 2018 14:00 Luca Modric. Vísir/EPA Í fyrsta sinn síðan 1998 eru Króatar komnir í 16-liða úrslit á heimsmeistaramóti. Króatía gerði nóg til að vinna Nígeríu 2-0 í fyrsta leik sínum en rúllaði svo yfir Argentínu, 3-0, í öðrum leiknum. Staðan var markalaus í hálfleik en eftir hlé settu Króatar í fluggírinn og skoruðu þrjú mörk. Með sigrinum tryggði Króatía sér sæti í 16-liða úrslitum og liðið er svo gott sem búið að vinna D-riðilinn. Einhverjar hamfarir þurfa að eiga sér stað til að það gerist ekki. Króatar munu því nýta tækifærið gegn Íslendingum og hvíla lykilmenn í kvöld. Króatía sló í gegn á fyrstu tveimur stórmótunum eftir að landið fékk sjálfstæði. Króatar komust í 8-liða úrslit á EM 1996 og unnu brons á HM tveimur árum síðar. Frammistaðan á stórmótum síðan hefur hins vegar valdið vonbrigðum. Króatía komst í 8-liða úrslit á EM 2008 og 16-liða úrslit á EM 2016 en hefur annars alltaf fallið út í riðlakeppninni. Mannskapurinn og hæfileikarnir hafa aldrei verið vandamál hjá Króatíu og eru það svo sannarlega ekki núna. Í leiknum gegn Argentínu voru leikmenn frá Real Madrid, Barcelona, Juventus, Liverpool, Inter og Atlético Madrid í byrjunarliði Króatíu. Stærstu stjörnurnar verða hvíldar gegn Íslandi en það eru engir aukvisar sem koma inn. Og það eru leikmenn sem vilja sanna sig og sýna að þeir séu traustsins verðir. Líkt og íslenska liðið er það króatíska í eldri kantinum. Til marks um það var meðalaldur byrjunarliðsins gegn Argentínu næstum því 29 ár. Og kynslóðin frábæra sem kom fram á EM 2008 er því að renna út á tíma. Luka Modric, Ivan Rakitic og Mario Mandzukic hafa unnið allt sem hægt er að vinna með sínum félagsliðum en árangurinn með landsliðinu er heldur fátæklegur. Hluti ástæðunnar er að það hefur gengið erfiðlega að finna rétta þjálfarann fyrir þennan hóp. Síðan Slaven Bilic hætti eftir EM 2012 hefur Króatía haft fjóra þjálfara. Sá sem er nú við stjórnvölinn, Zlatko Dalic, var ráðinn rétt fyrir leikinn mikilvæga gegn Úkraínu í undankeppni HM og tókst ætlunarverkið; að koma Króötum til Rússlands. Dalic hefur gert vel hingað til en það ber að hafa í huga að Ante Cacic stýrði Króötum til sigurs í öllum leikjunum í riðlakeppni EM 2016 áður en liðið féll úr leik fyrir Portúgölum í 16-liða úrslitum. Það er því ekkert í hendi enn. Reynslan hefur kennt króatíska liðinu það. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Sjá meira
Í fyrsta sinn síðan 1998 eru Króatar komnir í 16-liða úrslit á heimsmeistaramóti. Króatía gerði nóg til að vinna Nígeríu 2-0 í fyrsta leik sínum en rúllaði svo yfir Argentínu, 3-0, í öðrum leiknum. Staðan var markalaus í hálfleik en eftir hlé settu Króatar í fluggírinn og skoruðu þrjú mörk. Með sigrinum tryggði Króatía sér sæti í 16-liða úrslitum og liðið er svo gott sem búið að vinna D-riðilinn. Einhverjar hamfarir þurfa að eiga sér stað til að það gerist ekki. Króatar munu því nýta tækifærið gegn Íslendingum og hvíla lykilmenn í kvöld. Króatía sló í gegn á fyrstu tveimur stórmótunum eftir að landið fékk sjálfstæði. Króatar komust í 8-liða úrslit á EM 1996 og unnu brons á HM tveimur árum síðar. Frammistaðan á stórmótum síðan hefur hins vegar valdið vonbrigðum. Króatía komst í 8-liða úrslit á EM 2008 og 16-liða úrslit á EM 2016 en hefur annars alltaf fallið út í riðlakeppninni. Mannskapurinn og hæfileikarnir hafa aldrei verið vandamál hjá Króatíu og eru það svo sannarlega ekki núna. Í leiknum gegn Argentínu voru leikmenn frá Real Madrid, Barcelona, Juventus, Liverpool, Inter og Atlético Madrid í byrjunarliði Króatíu. Stærstu stjörnurnar verða hvíldar gegn Íslandi en það eru engir aukvisar sem koma inn. Og það eru leikmenn sem vilja sanna sig og sýna að þeir séu traustsins verðir. Líkt og íslenska liðið er það króatíska í eldri kantinum. Til marks um það var meðalaldur byrjunarliðsins gegn Argentínu næstum því 29 ár. Og kynslóðin frábæra sem kom fram á EM 2008 er því að renna út á tíma. Luka Modric, Ivan Rakitic og Mario Mandzukic hafa unnið allt sem hægt er að vinna með sínum félagsliðum en árangurinn með landsliðinu er heldur fátæklegur. Hluti ástæðunnar er að það hefur gengið erfiðlega að finna rétta þjálfarann fyrir þennan hóp. Síðan Slaven Bilic hætti eftir EM 2012 hefur Króatía haft fjóra þjálfara. Sá sem er nú við stjórnvölinn, Zlatko Dalic, var ráðinn rétt fyrir leikinn mikilvæga gegn Úkraínu í undankeppni HM og tókst ætlunarverkið; að koma Króötum til Rússlands. Dalic hefur gert vel hingað til en það ber að hafa í huga að Ante Cacic stýrði Króötum til sigurs í öllum leikjunum í riðlakeppni EM 2016 áður en liðið féll úr leik fyrir Portúgölum í 16-liða úrslitum. Það er því ekkert í hendi enn. Reynslan hefur kennt króatíska liðinu það.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Sjá meira