Segir að Eden Hazard sé nú jafngóður og Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2018 14:00 Eden Hazard. Vísir/Getty Belgar hafa mikla trú á landsliðsfyrirliða sínum Eden Hazard og þá sérstaklega aðstoðarþjálfarinn Graeme Jones sem fær uppsláttinn í belgíska blaðinu Voetbalwereld í morgun. Graeme Jones segir í viðtalinu að Eden Hazard sé nú orðinn jafngóður leikamaður og Lionel Messi. Eden Hazard hefur vissulega átt mjög fínt heimsmeistaramót til þessa og Lionel Messi skoraði ekki sitt fyrsta mark fyrr en í leik upp á líf eða dauða í gærkvöldi. Eden Hazard sjálfur hefur alltaf hafnað slíkum samanburði og segir að Messi sé á annarri plánetu og því ósnertanlegur. Aðstoðarþjálfarinn vill hinsvegar ólmur bera þá saman og slá í. Þetta bendir belgíski blaðamaðurinn Kristof Terreur á eins og sjá má hér fyrir neðan. Það þarf ekki að skilja mikla flæmsku til að skilja opnufyrirsögn Voetbalwereld í morgun.Never compare a player with Lionel Messi, one of the , but Martínez’ assistant Graeme Jones has done it again: “Eden Hazard is now as good as Messi.” Eden will say Messi is still on another planet - rightly so. #cfc#bel#eng#worldcuppic.twitter.com/QT7d48Lxbl — Kristof Terreur (@HLNinEngeland) June 27, 2018 Eden Hazard skoraði tvö mörk í síðasta leik Belga og lagði upp eitt mark í þeim fyrsta. Hann er því búinn að koma að þremur mörkum í fyrstu tveimur leikjunum og Belgar eru með fullt hús sitga og markatöluna 8-2. Eden Hazard kom einnig að marki í tveimur síðustu undirbúningsleikjum belgíska liðsins fyrir HM sem voru öryggir sigrar á HM-liðum Egypta og Kosta Ríka. Eden Hazard skoraði líka sigurmark Chelsea í bikarúrslitaleiknum í maí og var með 12 mörk og 4 stoðsendingar í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Belgar hafa mikla trú á landsliðsfyrirliða sínum Eden Hazard og þá sérstaklega aðstoðarþjálfarinn Graeme Jones sem fær uppsláttinn í belgíska blaðinu Voetbalwereld í morgun. Graeme Jones segir í viðtalinu að Eden Hazard sé nú orðinn jafngóður leikamaður og Lionel Messi. Eden Hazard hefur vissulega átt mjög fínt heimsmeistaramót til þessa og Lionel Messi skoraði ekki sitt fyrsta mark fyrr en í leik upp á líf eða dauða í gærkvöldi. Eden Hazard sjálfur hefur alltaf hafnað slíkum samanburði og segir að Messi sé á annarri plánetu og því ósnertanlegur. Aðstoðarþjálfarinn vill hinsvegar ólmur bera þá saman og slá í. Þetta bendir belgíski blaðamaðurinn Kristof Terreur á eins og sjá má hér fyrir neðan. Það þarf ekki að skilja mikla flæmsku til að skilja opnufyrirsögn Voetbalwereld í morgun.Never compare a player with Lionel Messi, one of the , but Martínez’ assistant Graeme Jones has done it again: “Eden Hazard is now as good as Messi.” Eden will say Messi is still on another planet - rightly so. #cfc#bel#eng#worldcuppic.twitter.com/QT7d48Lxbl — Kristof Terreur (@HLNinEngeland) June 27, 2018 Eden Hazard skoraði tvö mörk í síðasta leik Belga og lagði upp eitt mark í þeim fyrsta. Hann er því búinn að koma að þremur mörkum í fyrstu tveimur leikjunum og Belgar eru með fullt hús sitga og markatöluna 8-2. Eden Hazard kom einnig að marki í tveimur síðustu undirbúningsleikjum belgíska liðsins fyrir HM sem voru öryggir sigrar á HM-liðum Egypta og Kosta Ríka. Eden Hazard skoraði líka sigurmark Chelsea í bikarúrslitaleiknum í maí og var með 12 mörk og 4 stoðsendingar í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira