Tite, þjálfari brasilíska landsliðsins í knattspyrnu, segir að liðið geti ekki sett alla ábyrgðina á dýrasta knattspyrnumann heims, Neymar.
Neymar hefur verið að berjast við meiðsli og spilaði ekkert með liði sínu, PSG, frá því í mars á þessu ári. Hann hefur þó spilað fyrstu tvo leikina með Brasilíu á HM og er að komast í betra form.
„Neymar er í endurhæfingarferli. Hann er hæfileikaríkur leikmaður en þetta tekur tíma,” sagði Tite í samtali við brasilíska fjölmiðla fyrir leikinn gegn Serbíu í dag.
„Ef þú lítur á stöðurnar hans frá fyrstu tveimur leikjunum þá hefur hann bætt sig frá leik til leiks. Kannski nær hann sínum besta leik í lokaleiknum.”
„Við ættum ekki að setja alla ábyrgðina á hans herðar,” sagði Tite og tók mestu ábyrgðina af Neymar.
Brasilía vann mikilvægan sigur á Ekvador í leik númer tvö á HM eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við Sviss í fyrsta leiknum.
„Ég vill segja við alla brasilísku þjóðina; ég grét þegar ég talaði við konuna mína eftir sigurinn gegn Ekvador. Bara því ég var ánægður.”
„Ég er mjög passasamur þegar ég tala um tilfinningar. Það koma upp augnablik er þú verður að halda haus og vera rólegu,” sagði Tite og bætti við að lokum:
„Við erum meðvitaðir um tilfinningarnar og pressuna.”
Tite: Getum ekki sett alla pressuna á Neymar
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn

„Ég tek þetta bara á mig“
Íslenski boltinn