Ólafur skapar listaverk fyrir nýjan og rándýran heimavöll NBA-meistaranna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júní 2018 14:00 Golden State Warriors er á mikilli siglingu. Vísir/Getty Ríkjandi NBA-meistarar Golden State Warriors hafa fengið listamanninn Ólaf Elíasson til þess að skapa „einkennandi“ listaverk fyrir nýjan og rándýran heimavöll liðsins sem nú er í byggingu í San Francisco í Bandaríkjunum. Framkvæmdir hófust árið 2016 og standa vonir til þess að heimavöllurinn, sem nefnist Chase Arena, verði tekinn í notkun á næsta ári. Framkvæmdirnar eru umfangsmiklar og er verðmiðinn á þeim um einn milljarður dollara, um 100 milljarðar króna.Ólafur ElíassonFréttablaðið/Andri MarinóStaðarblaðið San Francisco Chronicle greinir frá því að sem hluti af samningum liðsins við borgaryfirvöld vegna framkvæmdanna þurfi eitt prósent af framkvæmdarkostnaði að renna til þess að koma upp listaverkum í almenningsrými í tengslum við byggingu hins nýja heimavallar. Sem hluti af því hafa forsvarsmenn félagsins nú staðfest að Ólafur Elíasson hafi verið fenginn til þess að hanna listaverk sem eigi að vera „einkennandi“ fyrir svæðið. Í tilkynningu frá NBA-liðinu er haft eftir Rick Welts, forseta liðsins, að liðið sé hæstánægt með það að hafa fengið Ólaf til verksins auk þess sem að kallað verði eftir tillögum og hugmyndum frá listamönnum í borginni sjálfri. Samkvæmt heimildum blaðsins stendur mikið til og þar segir að NBA-liðið ætli sér að eyða milljónum dollara til þess að gera svæðið fyrir utan heimavöllinn sem hið glæsilegasta og að litið sé til Ólafs til þess að búa til, líkt og áður sagði, einkennandi listaverk. Tengdar fréttir Ikea og Ólafur Elíasson taka höndum saman Sænski verslunarrisinn Ikea og listamaðurinn Ólafur Elíasson hafa tekið höndum saman og munu vinna saman að þvi að framleiða ódýrar sólarknúnar vörur til heimilisnota. 11. júní 2018 10:41 Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ríkjandi NBA-meistarar Golden State Warriors hafa fengið listamanninn Ólaf Elíasson til þess að skapa „einkennandi“ listaverk fyrir nýjan og rándýran heimavöll liðsins sem nú er í byggingu í San Francisco í Bandaríkjunum. Framkvæmdir hófust árið 2016 og standa vonir til þess að heimavöllurinn, sem nefnist Chase Arena, verði tekinn í notkun á næsta ári. Framkvæmdirnar eru umfangsmiklar og er verðmiðinn á þeim um einn milljarður dollara, um 100 milljarðar króna.Ólafur ElíassonFréttablaðið/Andri MarinóStaðarblaðið San Francisco Chronicle greinir frá því að sem hluti af samningum liðsins við borgaryfirvöld vegna framkvæmdanna þurfi eitt prósent af framkvæmdarkostnaði að renna til þess að koma upp listaverkum í almenningsrými í tengslum við byggingu hins nýja heimavallar. Sem hluti af því hafa forsvarsmenn félagsins nú staðfest að Ólafur Elíasson hafi verið fenginn til þess að hanna listaverk sem eigi að vera „einkennandi“ fyrir svæðið. Í tilkynningu frá NBA-liðinu er haft eftir Rick Welts, forseta liðsins, að liðið sé hæstánægt með það að hafa fengið Ólaf til verksins auk þess sem að kallað verði eftir tillögum og hugmyndum frá listamönnum í borginni sjálfri. Samkvæmt heimildum blaðsins stendur mikið til og þar segir að NBA-liðið ætli sér að eyða milljónum dollara til þess að gera svæðið fyrir utan heimavöllinn sem hið glæsilegasta og að litið sé til Ólafs til þess að búa til, líkt og áður sagði, einkennandi listaverk.
Tengdar fréttir Ikea og Ólafur Elíasson taka höndum saman Sænski verslunarrisinn Ikea og listamaðurinn Ólafur Elíasson hafa tekið höndum saman og munu vinna saman að þvi að framleiða ódýrar sólarknúnar vörur til heimilisnota. 11. júní 2018 10:41 Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ikea og Ólafur Elíasson taka höndum saman Sænski verslunarrisinn Ikea og listamaðurinn Ólafur Elíasson hafa tekið höndum saman og munu vinna saman að þvi að framleiða ódýrar sólarknúnar vörur til heimilisnota. 11. júní 2018 10:41