Innipúkinn á sínum stað í ár Stefán Þór Hjartarson skrifar 28. júní 2018 08:00 Frá uppsetningu útitorgsins í fyrra þar sem myndast alltaf góð stemming. Fréttablaðið/laufey Innipúkinn er orðin ein elsta tónlistarhátíð landsins en hún var fyrst haldin árið 2002. Öll þessi ár hefur hátíðin verið ákveðið skjól fyrir þá sem nenna ekki að standa í neinum ferðalögum um verslunarmannahelgina og einnig mikilvægur vettvangur fyrir innlenda tónlistarmenn. „Innipúkinn er þannig hátíð að það vilja allir spila á henni og spyrja engra spurninga – þetta er orðin ein elsta tónlistarhátíð landsins og skipulagið á hátíðinni er eiginlega sjálfseignarstofnun þannig að það á enginn Innipúkann og öllum hagnaði er skipt jafnt á milli allra bandanna sem þar koma fram og þá skiptir engu hvort þú ert Mugison eða GDRN. Miðaverði er stillt í hóf og við erum með frábæra styrktaraðila. Svo eru þessir tónleikastaðir tveir sem mér að minnsta kosti finnst skipta mestu máli í miðbænum – Húrra og Gaukur á Stöng sem hjálpa okkur mjög mikið. Vegna allra þessara atriða og hvernig allir koma saman þá myndast þetta skemmtilega andrúmsloft sem gerir okkur tónleikahöldurum mjög auðvelt fyrir, “ segir Ásgeir Guðmundsson, einn skipuleggjenda Innipúkans. Ásgeir segir hátíðina verða með svipuðu sniði og áður – enda segir hann Innipúkann ekki hafa áhuga á því að breyta því sem þarf ekki að breyta. Hátíðin fer fram á Húrra og Gauki á Stöng og stendur í þrjá daga – föstudag, laugardag og sunnudag og grasrótinni verður gefið sitt pláss.Rari boys, Geisha Cartel og Yung Nigo Drippin spila saman. Fréttablaðið/eyþór„Grasrótinni er alltaf gefinn góður séns og við höfum reynt að hafa það þannig. Fyrir mjög marga hefur þetta verið hátíðin sem hefur fyrsta „breikið“ – fyrsta hátíðin sem margir spila á áður en lengra er haldið.“ Síðustu ár hefur Innipúkanum fylgt útisvæði – Naustunum, götunni fyrir framan tónleikastaði hátíðarinnar, er lokað og grasþökum rúllað yfir malbikið. Þarna hafa verið haldnar myndlistarsýningar, bingó og myndast fjölskyldustemming á daginn. Þó hefur ekki borist leyfi fyrir þessari lokun í ár. „Við erum búin að sækja um að loka aftur þessari götu. Það hefur auðvitað myndast góð og þversagnakennd stemming þar – útisvæði á Innipúkanum. En við lendum hins vegar núna í því að fyrstu viðbrögð frá umhverfis- og skipulagssviði, sem sér um að deila út þessum afnotaleyfum, eru bara „nei.“ Þetta er smá svona „computer says no“ vegna þessara framkvæmda sem eru þarna við enda Hafnarstrætisins við Lækjargötu. Vegna þess að það er einhver lokun þar þá þurfi að beina umferð um þessa götu, sem ég er ekki sammála að þurfi. Þetta er frekar vélrænt svar sem ég er náttúrulega búinn að andmæla og gerði fyrir löngu, borgin er með þetta í skoðun, við erum bjartsýn á að þetta komi í gegn.“ Ásgeir segist vonast til þess að þessu svari verði snúið við enda séu að hans mati sterk rök fyrir því að torgið fái að standa akkúrat þessa helgi. „Við vonumst nú bara til þess að þetta séu fyrstu viðbrögð, sérstaklega í ljósi mikilvægis þess að vinna með okkur og öðrum sem vilja standa að því að gæða borgina lífi þessa helgi þar sem er kannski ekki mikið að frétta í þessari borg – það eru svo margir sem af einhverjum ástæðum kjósa að fara út á land á sama tíma og allir aðrir gera það. Innipúkatorgið hefur verið ansi mikilvægur partur af þessari stemmingu.“ Miðasala hefst í dag klukkan 10 á tix.is. Listamenn sem eru kynntir til sögunnar í dag: JóiPé og Króli GDRN Bjartar sveiflur HATARI Girl Power Svala Björgvinsdóttir Logi Pedro Une misère Mugison Sykur BRÍET Yung Nigo Drippin, RARI BOYS og Geisha Cartel (í sameiningu) Prins Póló Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
Innipúkinn er orðin ein elsta tónlistarhátíð landsins en hún var fyrst haldin árið 2002. Öll þessi ár hefur hátíðin verið ákveðið skjól fyrir þá sem nenna ekki að standa í neinum ferðalögum um verslunarmannahelgina og einnig mikilvægur vettvangur fyrir innlenda tónlistarmenn. „Innipúkinn er þannig hátíð að það vilja allir spila á henni og spyrja engra spurninga – þetta er orðin ein elsta tónlistarhátíð landsins og skipulagið á hátíðinni er eiginlega sjálfseignarstofnun þannig að það á enginn Innipúkann og öllum hagnaði er skipt jafnt á milli allra bandanna sem þar koma fram og þá skiptir engu hvort þú ert Mugison eða GDRN. Miðaverði er stillt í hóf og við erum með frábæra styrktaraðila. Svo eru þessir tónleikastaðir tveir sem mér að minnsta kosti finnst skipta mestu máli í miðbænum – Húrra og Gaukur á Stöng sem hjálpa okkur mjög mikið. Vegna allra þessara atriða og hvernig allir koma saman þá myndast þetta skemmtilega andrúmsloft sem gerir okkur tónleikahöldurum mjög auðvelt fyrir, “ segir Ásgeir Guðmundsson, einn skipuleggjenda Innipúkans. Ásgeir segir hátíðina verða með svipuðu sniði og áður – enda segir hann Innipúkann ekki hafa áhuga á því að breyta því sem þarf ekki að breyta. Hátíðin fer fram á Húrra og Gauki á Stöng og stendur í þrjá daga – föstudag, laugardag og sunnudag og grasrótinni verður gefið sitt pláss.Rari boys, Geisha Cartel og Yung Nigo Drippin spila saman. Fréttablaðið/eyþór„Grasrótinni er alltaf gefinn góður séns og við höfum reynt að hafa það þannig. Fyrir mjög marga hefur þetta verið hátíðin sem hefur fyrsta „breikið“ – fyrsta hátíðin sem margir spila á áður en lengra er haldið.“ Síðustu ár hefur Innipúkanum fylgt útisvæði – Naustunum, götunni fyrir framan tónleikastaði hátíðarinnar, er lokað og grasþökum rúllað yfir malbikið. Þarna hafa verið haldnar myndlistarsýningar, bingó og myndast fjölskyldustemming á daginn. Þó hefur ekki borist leyfi fyrir þessari lokun í ár. „Við erum búin að sækja um að loka aftur þessari götu. Það hefur auðvitað myndast góð og þversagnakennd stemming þar – útisvæði á Innipúkanum. En við lendum hins vegar núna í því að fyrstu viðbrögð frá umhverfis- og skipulagssviði, sem sér um að deila út þessum afnotaleyfum, eru bara „nei.“ Þetta er smá svona „computer says no“ vegna þessara framkvæmda sem eru þarna við enda Hafnarstrætisins við Lækjargötu. Vegna þess að það er einhver lokun þar þá þurfi að beina umferð um þessa götu, sem ég er ekki sammála að þurfi. Þetta er frekar vélrænt svar sem ég er náttúrulega búinn að andmæla og gerði fyrir löngu, borgin er með þetta í skoðun, við erum bjartsýn á að þetta komi í gegn.“ Ásgeir segist vonast til þess að þessu svari verði snúið við enda séu að hans mati sterk rök fyrir því að torgið fái að standa akkúrat þessa helgi. „Við vonumst nú bara til þess að þetta séu fyrstu viðbrögð, sérstaklega í ljósi mikilvægis þess að vinna með okkur og öðrum sem vilja standa að því að gæða borgina lífi þessa helgi þar sem er kannski ekki mikið að frétta í þessari borg – það eru svo margir sem af einhverjum ástæðum kjósa að fara út á land á sama tíma og allir aðrir gera það. Innipúkatorgið hefur verið ansi mikilvægur partur af þessari stemmingu.“ Miðasala hefst í dag klukkan 10 á tix.is. Listamenn sem eru kynntir til sögunnar í dag: JóiPé og Króli GDRN Bjartar sveiflur HATARI Girl Power Svala Björgvinsdóttir Logi Pedro Une misère Mugison Sykur BRÍET Yung Nigo Drippin, RARI BOYS og Geisha Cartel (í sameiningu) Prins Póló
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira