Rashida Jones leikstýrði auglýsingunni og leikarinn Daniel Glover talar inn á hana.Vísir/Getty
Time‘s Up samtökin sem stofnuð voru í MeToo byltingunni sendu frá sér auglýsingu í gær. Rashida Jones leikstýrði auglýsingunni og leikarinn Daniel Glover talar inn á hana. Auglýsingin útskýrir í einföldu máli kynferðislega áreitni á vinnustöðum, því fólki á að líða vel í vinnunni og allir eiga að upplifa þar virðingu og öryggi.
„Hefur nýleg bylgja kynferðislegrar áreitni valdið þér ótta, ruglingi eða reiði? Er menningin að breytast svo hratt að þú nærð ekki að skilja? Eða veist þú kannski ekki lengur hvernig þú átt að hegða þér í vinnunni?“
Svona byrjar auglýsingin, sem er öll teiknuð á einfaldan hátt svo boðskapurinn ætti ekki að fara framhjá neinum.
Óskarsverðlaunaleikarinn er meðal annars sakaður um að snert aðstoðarkonu gegn vilja hennar og að láta konum líða illa á vinnustað með athugasemdum um vöxt þeirra og klæðaburð.