Morgundagurinn er frídagur á HM þar sem enginn leikur fer fram. 16-liða úrslitin hefjast svo á laugardag með tveimur leikjum.
16-liða úrslitin byrja með látum, því fyrsti leikurinn er viðureign Frakklands og Argentínu. Argentína hefur ekki verið sérstaklega sannfærandi á mótinu og munaði minnstu að Ísland væri á leið í þennan leik en ekki Argentína. Liðið er þó gríðarsterkt og með einn besta leikmann fótboltasögunnar innanborðs. Frakkar eru einnig með frábært lið og töpuðu ekki leik í riðlakeppninni.
Margar aðrar stórar viðureignir fara fram í 16-liða úrslitunum, til að mynda leikur Brasilíu og Mexíkó og Úrúgvæ og Portúgal.
16-liða úrslit HM:
Laugardagur 30. júní:
14:00 Frakkland - Argentína
18:00 Úrúgvæ - Portúgal
Sunnudagur 1. júlí:
14:00 Spánn - Rússland
18:00 Króatía - Danmörk
Mánudagur 2. júlí:
14:00 Brasilía - Mexíkó
18:00 Belgía - Japan
Þriðjudagur 3. júlí:
14:00 Svíþjóð - Sviss
18:00 Kólumbía - England
So...#URUPOR#ESPRUS#FRAARG#CRODEN#BRAMEX#SWESUI#BELJPN#COLENG
Excited? #WorldCuppic.twitter.com/Kll9X54wbO
— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) June 28, 2018