Hættur í landsliðinu: Segir allar svívirðingarnar vera ástæðuna fyrir veikindum móður sinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2018 10:30 Ramin Rezaeian sést hér reyna hughreysta Sardar Azmoun. Það gekk ýmislegt á hjá Sardar Azmou á HM. Vísir/Getty Hann hefur verið kallaður Írans-Messi og var að flestra mati framtíðarstjarna íranska landsliðsins enda ennþá bara 23 ára gamall. Nú er útlit fyrir að landsleikirnir verði ekki fleiri. BBC segir frá. Íranar voru hársbreidd frá því að komast áfram í sextán liða úrslitin á HM í fótbolta í Rússlandi en eru núna komnir til sín heima eins og íslensku strákarnir og fjórtán aðrar þjóðir. Hinn 23 ára gamli Sardar Azmoun var búinn að skora 23 mörk í 33 landsleikjum fyrir HM í Rússlandi og landar hans bjuggust við miklu af honum í keppninni. Sardar Azmoun náði hinsvegar ekki að skora mark í heimsmeistarakeppninni þar sem íranska landsliðið vantaði bara eitt mark í viðbót. Sardar Azmoun kom síðan flestum á óvart með því að tilkynna það við heimkomuna til Írans að hann væri hættur í íranska landsliðinu þó hann ætti ennþá sjö ár í þrítugsafmælið sitt. Ástæðan er ómakleg og hörð gagnrýni á sig þar sem hann kennir öllum svívirðingunum um það að veikindi tóku sig upp hjá móður hans.Our thoughts are with Iran #WorldCup striker Sardar Azmoun, who has retired from international football at the age of 23. He has revealed his mother has become seriously ill because of the insults he has received.https://t.co/f9nXjtppHc#bbcworldcuppic.twitter.com/YHG0ToFkD3 — BBC Sport (@BBCSport) June 28, 2018 „Móðir minn var búin að sigrast á veikindum sínum og ég var mjög ánægður,“ sagði Sardar Azmoun sem spilar með rússneska félagsliðinu Rubin Kazan. „Til allrar óhamingju þá sá mannvoska fólks og svívirðingar þeirra til þess að móðir mín veiktist aftur. Ég og liðsfélagar mínir áttum þetta ekki skilið og þetta hefur bitnað mjög hart á móður minni,“ sagði Azmoun. „Þetta hefur sett mig í mjög erfiða stöðu og nú verð ég bara að velja á milli. Ég hef því ákveðið að velja móður mína yfir landsliðið,“ sagði Azmoun. Sardar Azmoun fór á kostum í undankeppni HM þar sem hann var með 11 mörk í 14 leikjum. Hann spilaði allar 90 mínúturnar í öllum þremur leikjum Írans í lokakeppninni en náði ekki að skora. Liðið vann Marokkó, tapaði fyrir Spáni og gerði síðan jafntefli við Portúgal. Sardar Azmoun er í fimmta sæti yfir markahæstu landsliðsmenn Íran frá upphafi og hefur verið borinn saman í heimalandinu við goðsögnina Ali Daei. Ali Daei skoraði á sínum tíma 109 mörk í 149 landsleikjum eða fleiri landsliðsmörk en nokkur annar í knattspyrnusögunni. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira
Hann hefur verið kallaður Írans-Messi og var að flestra mati framtíðarstjarna íranska landsliðsins enda ennþá bara 23 ára gamall. Nú er útlit fyrir að landsleikirnir verði ekki fleiri. BBC segir frá. Íranar voru hársbreidd frá því að komast áfram í sextán liða úrslitin á HM í fótbolta í Rússlandi en eru núna komnir til sín heima eins og íslensku strákarnir og fjórtán aðrar þjóðir. Hinn 23 ára gamli Sardar Azmoun var búinn að skora 23 mörk í 33 landsleikjum fyrir HM í Rússlandi og landar hans bjuggust við miklu af honum í keppninni. Sardar Azmoun náði hinsvegar ekki að skora mark í heimsmeistarakeppninni þar sem íranska landsliðið vantaði bara eitt mark í viðbót. Sardar Azmoun kom síðan flestum á óvart með því að tilkynna það við heimkomuna til Írans að hann væri hættur í íranska landsliðinu þó hann ætti ennþá sjö ár í þrítugsafmælið sitt. Ástæðan er ómakleg og hörð gagnrýni á sig þar sem hann kennir öllum svívirðingunum um það að veikindi tóku sig upp hjá móður hans.Our thoughts are with Iran #WorldCup striker Sardar Azmoun, who has retired from international football at the age of 23. He has revealed his mother has become seriously ill because of the insults he has received.https://t.co/f9nXjtppHc#bbcworldcuppic.twitter.com/YHG0ToFkD3 — BBC Sport (@BBCSport) June 28, 2018 „Móðir minn var búin að sigrast á veikindum sínum og ég var mjög ánægður,“ sagði Sardar Azmoun sem spilar með rússneska félagsliðinu Rubin Kazan. „Til allrar óhamingju þá sá mannvoska fólks og svívirðingar þeirra til þess að móðir mín veiktist aftur. Ég og liðsfélagar mínir áttum þetta ekki skilið og þetta hefur bitnað mjög hart á móður minni,“ sagði Azmoun. „Þetta hefur sett mig í mjög erfiða stöðu og nú verð ég bara að velja á milli. Ég hef því ákveðið að velja móður mína yfir landsliðið,“ sagði Azmoun. Sardar Azmoun fór á kostum í undankeppni HM þar sem hann var með 11 mörk í 14 leikjum. Hann spilaði allar 90 mínúturnar í öllum þremur leikjum Írans í lokakeppninni en náði ekki að skora. Liðið vann Marokkó, tapaði fyrir Spáni og gerði síðan jafntefli við Portúgal. Sardar Azmoun er í fimmta sæti yfir markahæstu landsliðsmenn Íran frá upphafi og hefur verið borinn saman í heimalandinu við goðsögnina Ali Daei. Ali Daei skoraði á sínum tíma 109 mörk í 149 landsleikjum eða fleiri landsliðsmörk en nokkur annar í knattspyrnusögunni.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira