Ómar: Tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur Henry Birgir Gunnarsson í Rússlandi skrifar 10. júní 2018 10:00 Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi og markaðsstjóri KSÍ. visir/vilhelm Það er í mörg horn að líta hjá Ómari Smárasyni í Rússlandi enda sér hann um samskipti við fjölmiðla og margir sem vilja heyra í og fylgjast með okkar mönnum. „Það gengur prýðilega enn sem komið er. Það eru margir miðlar komnir hingað og ansi margt fólk," segir Ómar en langar vegalengdir gera það að verkum að hingað koma færri en fleiri fjölmiðlar. „Ég veit ekki hversu margir erlendir miðlar eru komnir en það er gríðarlega mikið um fyrirspurnir. Það er mikið að gera bæði í símanum og að svara tölvupóstum. Við reynum að hafa sem mest af upplýsingum inn á vefnum okkar svo hægt sé að fækka fyrirspurnum." Ómar og félagar þurfa að vera vel skipulagðir enda ýmislegt sem getur komið upp á. „Við undirbúum okkur á kvöldin fyrir komandi dag. Svo þarf að mæta snemma á svæðið til þess að undirbúa fjölmiðlaviðburð dagsins. Svo er kannski smá hvíld áður en við gerum það sama næsta dag," segir Ómar og veit sem er að álagið mun aukast eftir því sem líður á. „Það er smá pressa fyrst og framkvæmdaaðilarnir frá FIFA eru svolítið stressaðir. Samstarfið við heimamenn getur verið strembið því það eru ekki margir sem tala ensku. Það eru kannski 2-3 sem tala ensku sem betur fer og allt hefst þetta á endanum. Svæðið lítur vel út hérna og allt að verða klárt. Við getum ekki kvartað." Landsliðið lenti í Gelendzhik klukkan korter í níu í gærkvöldi á rússneskum tíma, eftir um sex klukkutíma flug. Því næst var ferðinni heitið á hótelið sem landsliðið dvelur í á meðan mótinu stendur, en þar fékk hópurinn höfðinglegar móttökur. „Héraðsstjórinn í Gelendzhik tók á móti okkur og einhver sendinefnd frá honum. Við fengum að smakka á einhverju brauði dýft í salt og olíu. Það voru tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur, þetta var bara mjög skemmtilegt,“ segir Ómar Smárason.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Það er í mörg horn að líta hjá Ómari Smárasyni í Rússlandi enda sér hann um samskipti við fjölmiðla og margir sem vilja heyra í og fylgjast með okkar mönnum. „Það gengur prýðilega enn sem komið er. Það eru margir miðlar komnir hingað og ansi margt fólk," segir Ómar en langar vegalengdir gera það að verkum að hingað koma færri en fleiri fjölmiðlar. „Ég veit ekki hversu margir erlendir miðlar eru komnir en það er gríðarlega mikið um fyrirspurnir. Það er mikið að gera bæði í símanum og að svara tölvupóstum. Við reynum að hafa sem mest af upplýsingum inn á vefnum okkar svo hægt sé að fækka fyrirspurnum." Ómar og félagar þurfa að vera vel skipulagðir enda ýmislegt sem getur komið upp á. „Við undirbúum okkur á kvöldin fyrir komandi dag. Svo þarf að mæta snemma á svæðið til þess að undirbúa fjölmiðlaviðburð dagsins. Svo er kannski smá hvíld áður en við gerum það sama næsta dag," segir Ómar og veit sem er að álagið mun aukast eftir því sem líður á. „Það er smá pressa fyrst og framkvæmdaaðilarnir frá FIFA eru svolítið stressaðir. Samstarfið við heimamenn getur verið strembið því það eru ekki margir sem tala ensku. Það eru kannski 2-3 sem tala ensku sem betur fer og allt hefst þetta á endanum. Svæðið lítur vel út hérna og allt að verða klárt. Við getum ekki kvartað." Landsliðið lenti í Gelendzhik klukkan korter í níu í gærkvöldi á rússneskum tíma, eftir um sex klukkutíma flug. Því næst var ferðinni heitið á hótelið sem landsliðið dvelur í á meðan mótinu stendur, en þar fékk hópurinn höfðinglegar móttökur. „Héraðsstjórinn í Gelendzhik tók á móti okkur og einhver sendinefnd frá honum. Við fengum að smakka á einhverju brauði dýft í salt og olíu. Það voru tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur, þetta var bara mjög skemmtilegt,“ segir Ómar Smárason.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira