Fótbolti

Albert í hópi með Mbappe og Gabriel Jesus

Einar Sigurvinsson skrifar
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Knattspyrnumiðillinn Goal setur Albert Guðmundsson, leikmann íslenska landsliðsins og PSV, í áttunda sæti yfir unga leikmenn á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi sem vert er að fylgjast með.

Í umfjölluninni segir að ef Albert fær einhverju ráðið, er íslenska liðið hvergi nærri hætt gera stórbrotna hluti.

„Með miklum hreyfanleika og vilja til þess að spila hratt, hefur vinstri kantmanninum tekist að færast ofar í goggunarröðinni hjá PSV. Auk þess er hann góður í að klára færi sín þegar tækifæri gefst.“

Efstur á lista Goal er franski sóknarmaður Kylian Mbappe sem spilar fyrir Paris Saint-Germain. Brasilíumaðurinn Gabriel Jesus sem skoraði 17 mörk fyrir Mancester City á síðasta tímabili er í 2. sæti listans.

Albert kom við sögu í níu leikjum PSV á síðasta tímabili. Í eitt skipti fékk hann tækifæri í byrjunarliðinu en átta sinnum kom hann inn af bekknum þar hann lék að meðaltali í 12 mínútur. Á þeim 176 mínútum sem hann spilaði fyrir PSV gaf hann þrjár stoðsendingar.

Albert var síðan sjóðheitur með varaliði PSV, sem leikur í hollensku 1. deildinni. Í 15 leikjum fyrir liðið skoraði hann níu mörk og gaf átta stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×