Fyrirliðinn, Alfreð og Birkir Bjarna tóku því rólega Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 10. júní 2018 10:45 Birkir Bjarnason, í íþróttaskóm, á léttu skokki með Friðriki Ellerti Jónssyni, sjúkraþjálfara liðsins. Vísir/Vilhelm Í kringum eitt þúsund manns fylgdust með æfingu strákanna okkar fyrir opnum tjöldum í Gelendzhik í dag. Sólin skein og iðagrænt og nývökvað gras beið leikmanna landsliðsins. Tuttugu af tuttugu og þremur leikmönnum landsliðsins tóku þátt af fullum krafti en þrír voru á séræfingum vegna meiðsla sinna. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði glímir við meiðsli og tók því rólega á æfingunni. Sömu sögu er að segja um Alfreð Finnbogason og Birki Bjarnason sem einnig virðast glíma við smávægileg meiðsli. Birkir Bjarnason var í æfingum hjá Friðrik Ellerti Jónssyni og Aron Einar notaði líka tímann til að fara yfir málin með formanni landsliðsnefndar, Magnúsi Gylfasyni. Æfingin stóð yfir í tæpa tvo tíma. Strákarnir byrjuðu á léttri upphitun með teygju- og styrktaræfingum. Í framhaldinu voru sendinga- og skotæfingar áður en spil á háu tempói á stuttum velli tók við. Mikill hiti er í bænum eða tæplega 30 stig en hún hófst klukkan 11:30 að staðartíma. Strákarnir eru duglegir að vökva sig og nota sólarvörn. Ágæt stemmning var í stúkunni við æfingasvæðið þar sem fólk á öllum aldri lét stundum ágætlega í sér heyra. Þó vantaði tilfinnanlega einhvern til að stjórna stemmningunni. Ungir iðkendur frá fótboltaskólanum Volna fylgdust spenntir með kempunum.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Reglulegt bransatal við flugmennina í háloftunum Það tók strákana okkar tíu klukkustundir að komast til Kabardinka. 10. júní 2018 07:30 Ómar: Tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur Íslenski hópurinn fékk höfðinglegar móttökur þegar hann mætti til Gelendzhik í gærkvöldi. 10. júní 2018 10:00 Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Í kringum eitt þúsund manns fylgdust með æfingu strákanna okkar fyrir opnum tjöldum í Gelendzhik í dag. Sólin skein og iðagrænt og nývökvað gras beið leikmanna landsliðsins. Tuttugu af tuttugu og þremur leikmönnum landsliðsins tóku þátt af fullum krafti en þrír voru á séræfingum vegna meiðsla sinna. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði glímir við meiðsli og tók því rólega á æfingunni. Sömu sögu er að segja um Alfreð Finnbogason og Birki Bjarnason sem einnig virðast glíma við smávægileg meiðsli. Birkir Bjarnason var í æfingum hjá Friðrik Ellerti Jónssyni og Aron Einar notaði líka tímann til að fara yfir málin með formanni landsliðsnefndar, Magnúsi Gylfasyni. Æfingin stóð yfir í tæpa tvo tíma. Strákarnir byrjuðu á léttri upphitun með teygju- og styrktaræfingum. Í framhaldinu voru sendinga- og skotæfingar áður en spil á háu tempói á stuttum velli tók við. Mikill hiti er í bænum eða tæplega 30 stig en hún hófst klukkan 11:30 að staðartíma. Strákarnir eru duglegir að vökva sig og nota sólarvörn. Ágæt stemmning var í stúkunni við æfingasvæðið þar sem fólk á öllum aldri lét stundum ágætlega í sér heyra. Þó vantaði tilfinnanlega einhvern til að stjórna stemmningunni. Ungir iðkendur frá fótboltaskólanum Volna fylgdust spenntir með kempunum.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Reglulegt bransatal við flugmennina í háloftunum Það tók strákana okkar tíu klukkustundir að komast til Kabardinka. 10. júní 2018 07:30 Ómar: Tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur Íslenski hópurinn fékk höfðinglegar móttökur þegar hann mætti til Gelendzhik í gærkvöldi. 10. júní 2018 10:00 Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Reglulegt bransatal við flugmennina í háloftunum Það tók strákana okkar tíu klukkustundir að komast til Kabardinka. 10. júní 2018 07:30
Ómar: Tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur Íslenski hópurinn fékk höfðinglegar móttökur þegar hann mætti til Gelendzhik í gærkvöldi. 10. júní 2018 10:00