Braut eigin vinnureglu til að hjálpa Frederik að gleyma mistökunum Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 10. júní 2018 10:52 Frederik Schram er kominn yfir mistökin segir Guðmundur. vísir/Vilhelm Guðmundur Hreiðarsson, markvarðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var að vanda hinn hressasti eftir æfingu strákanna okkar í Kabardinka í dag. Þetta var fyrsta æfingin liðsins eftir komuna til Rússlands en Guðmundur lét markverðina hafa fyrir hlutunum til að koma þeim aftur í gang eftir ferðalagið í gær. „Strákarnir eru bara í topp standi. Það situr smá ferðaþreyta í okkur þrátt fyrir að ég hafi aldrei farið í eins þægilegt ferðalag sem er skrítið í ljósi þess hvar við erum. Þjónustan var frábær,“ segir Guðmundur. Allir í vélinni fengu bestu meðferð hjá Icelandair. Maturinn var frábær en hægt var að velja á milli nautakjöts eða kjúklings. „Ég tók nautið. Það kom seint en það var rosalega vel þegið þegar að það kom,“ segir Guðmundur og hlær við, en hvað var uppleggið á æfingunni í dag? „Við erum bara aðeins að vekja menn. Aðeins að fá fæturnar í gang og láta þá verja nokkur skot. Svo keyrum við hefðbundna rútínu í gang á morgun. Þá mætum við markverðirnir hálftíma fyrr.“Hannes Þór Halldórsson ræðir við markverðina ásamt Guðmundi Hreiðarssyni.vísri/vilhelmTæmdu pokann Guðmundur vill að markverðirnir séu ein heild. Þeir hafa verið í mikilli baráttu um sæti í goggunarröðinni undanfarnar vikur og því þurfti aðeins að funda í dag. Hannes Þór Halldórsson sá um það. „Þegar að menn eru allir að stefna í sömu átt eru menn stundum með fulla poka af grjóti að reyna að sanna sig. Við sturtuðum úr þeim poka áðan. Það var Hannes sem átti frumkvæðið að því,“ segir Guðmundur. „Við erum að peppa hvorn annan upp. Þetta snýst um að við séum allir saman og erum ein stór fjölskylda. Það var það sem að tókst á þessari æfingu. Maður sá bara hvað gerðist. Pokinn tæmdist og allir voru léttari á eftir. Við erum saman í þessu. Annað er ekki hægt,“ segir hann. Frederik Schram gerði skelfileg mistök í vináttuleik á móti Noregi á dögunum sem kostuðu mark. Til þess að láta það ekki sitja of lengi í honum braut Guðmundur eigin vinnureglu. „Ég hef yfirleitt þá vinnureglu að láta menn nánast í friði strax eftir leik og þangað til daginn eftir. Ég leyfi mönnum að melta hlutina. En, þegar að menn upplifa hlutina eins og hann gerði þarna þá vék ég aðeins frá reglunni,“ segir hann. „Við vorum í sambandi tíu mínútur í tólf og ákváðum að afgreiða málið fyrir svefninn. Þá var hann búinn að taka til og fara yfir þetta eins og hann sá hlutina. Það var mjög gott. Við grófum þetta bara og sem betur fer kemur alltaf nýr dagur,“ segir Guðmundur Hreiðarsson.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Fyrirliðinn, Alfreð og Birkir Bjarna tóku því rólega Boðið var upp á steikjandi hita og sól á æfingasvæði strákanna í dag. 10. júní 2018 10:45 Sjáðu stemninguna á fyrstu æfingu strákanna | Myndband Bara Rússar mættu til að sjá strákana. 10. júní 2018 09:30 HM í dag: Sólin heilsar strákunum í Kabardinka Sjónvarpsþátturinn HM í dag verður á dagskrá Vísis næstu vikurnar og fyrsti þáttur fer í loftið í dag. 10. júní 2018 09:00 Ómar: Tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur Íslenski hópurinn fékk höfðinglegar móttökur þegar hann mætti til Gelendzhik í gærkvöldi. 10. júní 2018 10:00 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira
Guðmundur Hreiðarsson, markvarðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var að vanda hinn hressasti eftir æfingu strákanna okkar í Kabardinka í dag. Þetta var fyrsta æfingin liðsins eftir komuna til Rússlands en Guðmundur lét markverðina hafa fyrir hlutunum til að koma þeim aftur í gang eftir ferðalagið í gær. „Strákarnir eru bara í topp standi. Það situr smá ferðaþreyta í okkur þrátt fyrir að ég hafi aldrei farið í eins þægilegt ferðalag sem er skrítið í ljósi þess hvar við erum. Þjónustan var frábær,“ segir Guðmundur. Allir í vélinni fengu bestu meðferð hjá Icelandair. Maturinn var frábær en hægt var að velja á milli nautakjöts eða kjúklings. „Ég tók nautið. Það kom seint en það var rosalega vel þegið þegar að það kom,“ segir Guðmundur og hlær við, en hvað var uppleggið á æfingunni í dag? „Við erum bara aðeins að vekja menn. Aðeins að fá fæturnar í gang og láta þá verja nokkur skot. Svo keyrum við hefðbundna rútínu í gang á morgun. Þá mætum við markverðirnir hálftíma fyrr.“Hannes Þór Halldórsson ræðir við markverðina ásamt Guðmundi Hreiðarssyni.vísri/vilhelmTæmdu pokann Guðmundur vill að markverðirnir séu ein heild. Þeir hafa verið í mikilli baráttu um sæti í goggunarröðinni undanfarnar vikur og því þurfti aðeins að funda í dag. Hannes Þór Halldórsson sá um það. „Þegar að menn eru allir að stefna í sömu átt eru menn stundum með fulla poka af grjóti að reyna að sanna sig. Við sturtuðum úr þeim poka áðan. Það var Hannes sem átti frumkvæðið að því,“ segir Guðmundur. „Við erum að peppa hvorn annan upp. Þetta snýst um að við séum allir saman og erum ein stór fjölskylda. Það var það sem að tókst á þessari æfingu. Maður sá bara hvað gerðist. Pokinn tæmdist og allir voru léttari á eftir. Við erum saman í þessu. Annað er ekki hægt,“ segir hann. Frederik Schram gerði skelfileg mistök í vináttuleik á móti Noregi á dögunum sem kostuðu mark. Til þess að láta það ekki sitja of lengi í honum braut Guðmundur eigin vinnureglu. „Ég hef yfirleitt þá vinnureglu að láta menn nánast í friði strax eftir leik og þangað til daginn eftir. Ég leyfi mönnum að melta hlutina. En, þegar að menn upplifa hlutina eins og hann gerði þarna þá vék ég aðeins frá reglunni,“ segir hann. „Við vorum í sambandi tíu mínútur í tólf og ákváðum að afgreiða málið fyrir svefninn. Þá var hann búinn að taka til og fara yfir þetta eins og hann sá hlutina. Það var mjög gott. Við grófum þetta bara og sem betur fer kemur alltaf nýr dagur,“ segir Guðmundur Hreiðarsson.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Fyrirliðinn, Alfreð og Birkir Bjarna tóku því rólega Boðið var upp á steikjandi hita og sól á æfingasvæði strákanna í dag. 10. júní 2018 10:45 Sjáðu stemninguna á fyrstu æfingu strákanna | Myndband Bara Rússar mættu til að sjá strákana. 10. júní 2018 09:30 HM í dag: Sólin heilsar strákunum í Kabardinka Sjónvarpsþátturinn HM í dag verður á dagskrá Vísis næstu vikurnar og fyrsti þáttur fer í loftið í dag. 10. júní 2018 09:00 Ómar: Tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur Íslenski hópurinn fékk höfðinglegar móttökur þegar hann mætti til Gelendzhik í gærkvöldi. 10. júní 2018 10:00 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira
Fyrirliðinn, Alfreð og Birkir Bjarna tóku því rólega Boðið var upp á steikjandi hita og sól á æfingasvæði strákanna í dag. 10. júní 2018 10:45
Sjáðu stemninguna á fyrstu æfingu strákanna | Myndband Bara Rússar mættu til að sjá strákana. 10. júní 2018 09:30
HM í dag: Sólin heilsar strákunum í Kabardinka Sjónvarpsþátturinn HM í dag verður á dagskrá Vísis næstu vikurnar og fyrsti þáttur fer í loftið í dag. 10. júní 2018 09:00
Ómar: Tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur Íslenski hópurinn fékk höfðinglegar móttökur þegar hann mætti til Gelendzhik í gærkvöldi. 10. júní 2018 10:00