Fótbolti

Blaðamennirnir sem voru reknir af hóteli íslenska liðsins sverja af sér sakirnar

Arnar Björnsson í Kabardinka skrifar
„Argentína nær ekki sama árangri núna og fyrir fjórum árum liðið fer ekki í úrslit“, segir Tomas Maria Bence fréttamaður argentínska blaðsins La Nacion.  Hann ásamt myndatökumanninum Santiago Lucas Filipuzzi fylgist með íslenska landsliðinu og eftir leik Strákanna okkar gegn Messi og félögum fara þeir og skoða næstu mótherja Argentínu, Nígeríu og Króatíu.

Tomas var ekki hrifinn af síðustu leikjum argentínska liðsins.  „Við erum með góða einstaklinga en liðsheildin er ekki góð.“  

Hvaða væntingar eru gerðar til liðsins á HM í Rússlandi?

„Allir eru spenntir og vilja sjá liðið komast í úrslit en árangurinn undanfarið hefur ekkert verið sérstakur, tíð þjálfaraskipti og margir leikmenn hafa fengið tækifæri. Ég held að fólk reikni ekki með því að við komust í úrslit“, segir Tomas.

Verður leikurinn gegn Íslandi auðveldur?

„Ég vona það en ég held að svo verði ekki.  Ég hef verið að fylgjast með íslenska liðinu og ég held það eigi möguleika,“ segir Filipuzzi.  

Þið voruð reknir út af hótelinu þar sem íslensku leikmennirnir dvelja?

„Já, lögreglan hér er að flækja hlutina of mikið. Við reyndum að taka myndir á hótelinu en fengum það ekki. Við erum ekki á þessu hóteli og því henti löggan okkur út“.  

Þannig að þið eruð glæpamenn?

Nei segja þeir báðir skellihlæjandi, „kannski í augum lögreglunnar en við erum það alls ekki. Við viljum bara fjalla um íslenska liðið, við erum engir njósnarar.“

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari gaf sér tíma til að spjalla við þessa geðþekku Argentínumenn í lok æfingar í morgun.

Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×