Southgate: Gerum hið ómögulega mögulegt Einar Sigurvinsson skrifar 10. júní 2018 14:00 Gareth Southgate. vísir/getty „Þeir eru ungir og hungraðir, þeir eru með eldmóðinn og ekkert lítið af gæðum,“ segir Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, en hann hefur mikla trú á sínum mönnum á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Enska landsliðið æltar sér stóra hluti á mótinu, en á dögunum sagði Harry Kane, fyrirliði liðsins og framherji Tottenham, að enska liðið gæti vel staðið uppi sem sigurvegari á mótinu. Undir þetta tók samherji hans hjá Lundúnarliðinu, Dele Alli, sem sagði að silfur á mótinu myndi vera vonbrigði fyrir Englendinga. „Af hverju ætti ég að setja takmörk á það sem þeir hafa trú á? Starf mitt er að gefa fólki færi á að láta sig dreyma. Hvert er orðatiltækið? Gerum hið ómögulega mögulegt. Þeir eru ungir og hungraðir, þeir eru með eldmóðinn og ekkert lítið af gæðum,“ segir Southgate, hann er þó ögn raunsærri en Tottenham mennirnir tveir. „En við verðum að bæta okkur til þess að ná á seinni stig mótsins og það mun krefjast mikillar vinnu og ábyrgðar, en ég sé dæmi þess að menn geta tekist á við þessa áskorun.“ Hugsa ekki um tapið gegn ÍslandiSíðasta stórmót endaði illa fyrir Englendinga þar sem liðið tapaði fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum. Á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu fyrir fjórum árum síðan endaði England í neðsta sæti síns riðils með eitt stig. Southgate telur ekki rétt að horfa mikið á fyrra gengi liðsins á stórmótum. „Fortíðin getur upplýst og hjálpað okkur, en hún ætti ekki að móta okkur. Við verðum að vera okkar eigið lið.“ „Þetta er fjölbreytt lið með hæfileika á misjöfnum sviðum. Þeir fá tækifæri til þess að skrifa sína eigin sögu. Í hvert sinn sem þú ferð í ensku treyjuna færðu tækifæri til þess að gera eitthvað sögulegt,“ segir landsliðsþjálfarinn. Fyrsti leikur enska landsliðsins á HM er gegn Túnis, mánudaginn 18. júní. Auk Túnis er enska liðið með Panama og Belgíu í G-riðli. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alli: Ætlum að vinna HM Það verður ekki tekið af ungstirni enska landsliðsins, Dele Alli, að hann mætir á HM með sjálfstraustið í botni og ætlar sér stóra hluti. 6. júní 2018 08:00 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
„Þeir eru ungir og hungraðir, þeir eru með eldmóðinn og ekkert lítið af gæðum,“ segir Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, en hann hefur mikla trú á sínum mönnum á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Enska landsliðið æltar sér stóra hluti á mótinu, en á dögunum sagði Harry Kane, fyrirliði liðsins og framherji Tottenham, að enska liðið gæti vel staðið uppi sem sigurvegari á mótinu. Undir þetta tók samherji hans hjá Lundúnarliðinu, Dele Alli, sem sagði að silfur á mótinu myndi vera vonbrigði fyrir Englendinga. „Af hverju ætti ég að setja takmörk á það sem þeir hafa trú á? Starf mitt er að gefa fólki færi á að láta sig dreyma. Hvert er orðatiltækið? Gerum hið ómögulega mögulegt. Þeir eru ungir og hungraðir, þeir eru með eldmóðinn og ekkert lítið af gæðum,“ segir Southgate, hann er þó ögn raunsærri en Tottenham mennirnir tveir. „En við verðum að bæta okkur til þess að ná á seinni stig mótsins og það mun krefjast mikillar vinnu og ábyrgðar, en ég sé dæmi þess að menn geta tekist á við þessa áskorun.“ Hugsa ekki um tapið gegn ÍslandiSíðasta stórmót endaði illa fyrir Englendinga þar sem liðið tapaði fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum. Á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu fyrir fjórum árum síðan endaði England í neðsta sæti síns riðils með eitt stig. Southgate telur ekki rétt að horfa mikið á fyrra gengi liðsins á stórmótum. „Fortíðin getur upplýst og hjálpað okkur, en hún ætti ekki að móta okkur. Við verðum að vera okkar eigið lið.“ „Þetta er fjölbreytt lið með hæfileika á misjöfnum sviðum. Þeir fá tækifæri til þess að skrifa sína eigin sögu. Í hvert sinn sem þú ferð í ensku treyjuna færðu tækifæri til þess að gera eitthvað sögulegt,“ segir landsliðsþjálfarinn. Fyrsti leikur enska landsliðsins á HM er gegn Túnis, mánudaginn 18. júní. Auk Túnis er enska liðið með Panama og Belgíu í G-riðli.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alli: Ætlum að vinna HM Það verður ekki tekið af ungstirni enska landsliðsins, Dele Alli, að hann mætir á HM með sjálfstraustið í botni og ætlar sér stóra hluti. 6. júní 2018 08:00 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Alli: Ætlum að vinna HM Það verður ekki tekið af ungstirni enska landsliðsins, Dele Alli, að hann mætir á HM með sjálfstraustið í botni og ætlar sér stóra hluti. 6. júní 2018 08:00
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti