Sumir horfðu á strákana okkar en flestir skelltu sér á ströndina Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 10. júní 2018 19:45 Á annað þúsund manns mættu á opna æfingu íslenska karlalandsliðsins í Rússlandi í dag. Æfingin fór fram í steikjandi hita en strákarnir okkar dvelja á vinsælum ferðamannastað Rússa. Okkar menn fengu góðar móttökur hjá heimamönnum. Fólk á öllum aldri horfði á æfinguna sem stóð yfir í um tvo tíma og lét vel í sér heyra, eitthvað sem fáir landslðsmenn eiga að venjast - að vera hvattir áfram á æfingum. „Nei það er ekki oft sem er full stúka á æfingu. Það hefur oft verið uppselt á leikina hjá þessum strákum en ég held að aldrei hafi verið uppselt á æfingu hjá okkur. Gaman að vera á skotæfingu og skora og það er klappað í stúkunni fyrir hvert mark sem maður skorar,“ segir Heimir Hallgrímsson. Landsliðið dvelur á fimm stjörnu hóteli í þorpinu Kabardinka sem telur um átta þúsund manns. Þorpið hefur í raun runnið saman við stærri bæ, Gelendzhik í Krasnodar héraði. Gelendzhik stendur við norðaustanvert Svarthaf og er rússneskur ferðamannabær enda geta gestir treyst á að finna hér sól og blíðu. Eðli málsins samkvæmt eru það efnameiri Rússar sem gera sér ferðalag hingað til að njóta lífsins. Hitinn fór í 28 stig í dag og veðurspáin út vikuna hljóðar upp á það sama. Bærinn teygir sig yfir 100 kílómetra svæði meðfram ströndinni þar sem fólk baðar sig í sólinni eða skellir sér í einn þriggja vatnsrennibrautagarða á svæðinu. En hvað okkur Íslendinga varðar skiptir bærinn bara máli að því leyti að hann verður heimavöllur strákanna okkar í tæpar þrjár vikur hið minnsta, og byrjunin lofar góðu. „Þau eru stolt af því að hafa okkur hérna og vonandi getum við haldið áfram að gera þau ennþá stoltari,“ segir Heimir landsliðsþjálfari. Strákarnir eru aðeins rúmar fimm mínútur í rútu á leiðinni frá hótelinu sínu á æfingasvæðið. Völlurinn er svo í kílómetra fjarlægð frá ströndinni þar sem iðar af mannlífi og fólk baðar sig í Svartahafi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Fleiri fréttir Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Sjá meira
Á annað þúsund manns mættu á opna æfingu íslenska karlalandsliðsins í Rússlandi í dag. Æfingin fór fram í steikjandi hita en strákarnir okkar dvelja á vinsælum ferðamannastað Rússa. Okkar menn fengu góðar móttökur hjá heimamönnum. Fólk á öllum aldri horfði á æfinguna sem stóð yfir í um tvo tíma og lét vel í sér heyra, eitthvað sem fáir landslðsmenn eiga að venjast - að vera hvattir áfram á æfingum. „Nei það er ekki oft sem er full stúka á æfingu. Það hefur oft verið uppselt á leikina hjá þessum strákum en ég held að aldrei hafi verið uppselt á æfingu hjá okkur. Gaman að vera á skotæfingu og skora og það er klappað í stúkunni fyrir hvert mark sem maður skorar,“ segir Heimir Hallgrímsson. Landsliðið dvelur á fimm stjörnu hóteli í þorpinu Kabardinka sem telur um átta þúsund manns. Þorpið hefur í raun runnið saman við stærri bæ, Gelendzhik í Krasnodar héraði. Gelendzhik stendur við norðaustanvert Svarthaf og er rússneskur ferðamannabær enda geta gestir treyst á að finna hér sól og blíðu. Eðli málsins samkvæmt eru það efnameiri Rússar sem gera sér ferðalag hingað til að njóta lífsins. Hitinn fór í 28 stig í dag og veðurspáin út vikuna hljóðar upp á það sama. Bærinn teygir sig yfir 100 kílómetra svæði meðfram ströndinni þar sem fólk baðar sig í sólinni eða skellir sér í einn þriggja vatnsrennibrautagarða á svæðinu. En hvað okkur Íslendinga varðar skiptir bærinn bara máli að því leyti að hann verður heimavöllur strákanna okkar í tæpar þrjár vikur hið minnsta, og byrjunin lofar góðu. „Þau eru stolt af því að hafa okkur hérna og vonandi getum við haldið áfram að gera þau ennþá stoltari,“ segir Heimir landsliðsþjálfari. Strákarnir eru aðeins rúmar fimm mínútur í rútu á leiðinni frá hótelinu sínu á æfingasvæðið. Völlurinn er svo í kílómetra fjarlægð frá ströndinni þar sem iðar af mannlífi og fólk baðar sig í Svartahafi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Fleiri fréttir Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Sjá meira