Reiknum með Aroni gegn Argentínu Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. júní 2018 08:00 Aron Einar Gunnarsson rölti um grasið með Magnúsi Gylfasyni í gær. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti á fyrstu æfingu sína í Karbardinka í gær en tæplega tvö þúsund manns voru á opinni æfingu liðsins að sögn Guðna Bergssonar, formanns KSÍ. Aðstæður voru hinar bestu en það voru nokkrir leikmenn auk fyrirliðans, Arons Einars Gunnarssonar sem tóku létta æfingu í gær. Ragnar Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og Birkir Bjarnason tóku létta æfingu í sólinni enda langt ferðalag að baki daginn áður. Aron Einar tók aðeins létta upphitun með liðsfélögum sínum en fylgdist vandlega með æfingaleik sem fór fram á æfingasvæðinu. Heimir Hallgrímsson, þjálfari landsliðsins, sagði að fjarvera leikmannanna ætti sér eðlilega skýringu þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „Það var stífleiki og þreyta ennþá eftir leikinn gegn Gana, það fengu nokkrir leikmenn krampa þann daginn og við vildum ekki taka neina óþarfa áhættu,“ sagði Heimir og bætti við: „Fyrsta æfingin er alltaf svolítið hættuleg, leikmenn eru eins og beljur á vorin. Það er gott gras, góðar aðstæður og menn verða full ákafir en það var mjög klókt af þeim að taka bara létta æfingu og vera með sjúkraþjálfaranum í dag. Ég á svo von á því að þeir taki fullan þátt á morgun.“ Hann er enn vongóður um að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson taki þátt í leiknum gegn Argentínu í Moskvu eftir sex daga. „Ég er mjög vongóður, miðað við hvernig staðan er í dag eru allar líkur á því að hann spili. Hins vegar þurfum við að fara varlega með æfingarnar hans, ef við förum of geyst af stað getur komið eitthvert bakslag í þetta. Eins og staðan er í dag reiknum við með að hann spili gegn Argentínu.“ Heimir hrósaði Rússum fyrir uppbygginguna á æfingasvæðinu en hann segir miklar framfarir hafa orðið á einu ári. „Það verður að hrósa þeim fyrir það, fyrir ári var þetta svæði einfaldlega í rúst en það er allt í toppstandi í dag, völlurinn og allt saman. Fyrstu viðbrögð okkar eru góð og það situr oft í manni og það er gott að það var jákvæð upplifun,“ sagði Heimir sem tók góða veðrinu fagnandi. „Ég hef komið hingað áður og kann vel við allt saman hérna en ég verð að segja að þetta lítur betur út að sumri til. Maður kann betur við allt saman þegar sólin kemur fram og hitastigið hækkar,“ sagði Heimir glaðbeittur að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Blaðamennirnir sem voru reknir af hóteli íslenska liðsins sverja af sér sakirnar Við reyndum að taka myndir á hótelinu en fengum það ekki. Við erum ekki á þessu hóteli og því henti löggan okkur út, segja tveir blaðamenn frá Argentínu. 11. júní 2018 07:30 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti á fyrstu æfingu sína í Karbardinka í gær en tæplega tvö þúsund manns voru á opinni æfingu liðsins að sögn Guðna Bergssonar, formanns KSÍ. Aðstæður voru hinar bestu en það voru nokkrir leikmenn auk fyrirliðans, Arons Einars Gunnarssonar sem tóku létta æfingu í gær. Ragnar Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og Birkir Bjarnason tóku létta æfingu í sólinni enda langt ferðalag að baki daginn áður. Aron Einar tók aðeins létta upphitun með liðsfélögum sínum en fylgdist vandlega með æfingaleik sem fór fram á æfingasvæðinu. Heimir Hallgrímsson, þjálfari landsliðsins, sagði að fjarvera leikmannanna ætti sér eðlilega skýringu þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „Það var stífleiki og þreyta ennþá eftir leikinn gegn Gana, það fengu nokkrir leikmenn krampa þann daginn og við vildum ekki taka neina óþarfa áhættu,“ sagði Heimir og bætti við: „Fyrsta æfingin er alltaf svolítið hættuleg, leikmenn eru eins og beljur á vorin. Það er gott gras, góðar aðstæður og menn verða full ákafir en það var mjög klókt af þeim að taka bara létta æfingu og vera með sjúkraþjálfaranum í dag. Ég á svo von á því að þeir taki fullan þátt á morgun.“ Hann er enn vongóður um að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson taki þátt í leiknum gegn Argentínu í Moskvu eftir sex daga. „Ég er mjög vongóður, miðað við hvernig staðan er í dag eru allar líkur á því að hann spili. Hins vegar þurfum við að fara varlega með æfingarnar hans, ef við förum of geyst af stað getur komið eitthvert bakslag í þetta. Eins og staðan er í dag reiknum við með að hann spili gegn Argentínu.“ Heimir hrósaði Rússum fyrir uppbygginguna á æfingasvæðinu en hann segir miklar framfarir hafa orðið á einu ári. „Það verður að hrósa þeim fyrir það, fyrir ári var þetta svæði einfaldlega í rúst en það er allt í toppstandi í dag, völlurinn og allt saman. Fyrstu viðbrögð okkar eru góð og það situr oft í manni og það er gott að það var jákvæð upplifun,“ sagði Heimir sem tók góða veðrinu fagnandi. „Ég hef komið hingað áður og kann vel við allt saman hérna en ég verð að segja að þetta lítur betur út að sumri til. Maður kann betur við allt saman þegar sólin kemur fram og hitastigið hækkar,“ sagði Heimir glaðbeittur að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Blaðamennirnir sem voru reknir af hóteli íslenska liðsins sverja af sér sakirnar Við reyndum að taka myndir á hótelinu en fengum það ekki. Við erum ekki á þessu hóteli og því henti löggan okkur út, segja tveir blaðamenn frá Argentínu. 11. júní 2018 07:30 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Blaðamennirnir sem voru reknir af hóteli íslenska liðsins sverja af sér sakirnar Við reyndum að taka myndir á hótelinu en fengum það ekki. Við erum ekki á þessu hóteli og því henti löggan okkur út, segja tveir blaðamenn frá Argentínu. 11. júní 2018 07:30