Styrkur Argentínumanna hefur ekkert breyst Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2018 22:30 Lionel Messi er fyrirliði argentínska landsliðsins og langbesti leikmaður. Vísir/Getty Það var létt yfir Helga Kolviðssyni aðstoðarlandsliðsþjálfara þegar hann ræddi við blaðamann Fréttablaðsins eftir fyrstu æfingu íslenska liðsins eftir komuna til Rússlands. Um 2.000 manns fylgdust með æfingunni sem fór fram í Kabardinka, bæ skammt frá Gelendzhik þar sem landsliðið dvelur. „Við komum með mikinn farangur í gær og þurftum að koma honum í gegnum tollinn. Þetta var mikil vinna og það voru margir sem sváfu lítið í nótt,“ sagði Helgi eftir æfinguna. Hann segir að fyrsta æfing í Rússlandi hafi farið í það að koma mönnum aftur í gang eftir langt ferðalag, hrista skankana og átta sig á aðstæðum. Taktík hafi ekkert komið við sögu. „Þetta var opin æfing og við gerðum ekkert sem við munum gera í leikjum. Við vorum bara að koma mönnum af stað, aðlagast hitanum og tímamismuninum,“ sagði Helgi. Öll orka þjálfarateymisins fer nú í að undirbúa leikinn gegn Argentínu í Moskvu 16. júní. „Einbeitingin fer algjörlega á Argentínuleikinn. Við æfðum mikið áður en við komum og nú er að fara enn betur yfir leik Argentínu. Það styttist óðum í hann,“ sagði Helgi.Argentínska liðið kom til Rússlands á laugardaginn, líkt og það íslenska. Það hefur gengið á ýmsu í undirbúningi Argentínumanna fyrir HM en tveir leikmenn sem hefðu væntanlega verið í byrjunarliðinu í Rússlandi, Sergio Romero og Manuel Lanzini, meiddust og verða ekkert með á mótinu. Þá hætti Argentína við að mæta Ísrael í vináttulandsleik sem átti að fara fram í Jerúsalem á laugardaginn af pólitískum ástæðum. „Það er verra fyrir okkur, að sjá þá ekki einu sinni í viðbót. En hvort það breyti einhverju veit ég ekki. Við höfum séð marga leiki með þeim og það á ekki að vera margt sem ætti að koma okkur á óvart. Við vitum allt um styrkleika þeirra. Þeir hafa ekkert breyst þótt þeir hafi sleppt þessum leik,“ sagði Helgi að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Það var létt yfir Helga Kolviðssyni aðstoðarlandsliðsþjálfara þegar hann ræddi við blaðamann Fréttablaðsins eftir fyrstu æfingu íslenska liðsins eftir komuna til Rússlands. Um 2.000 manns fylgdust með æfingunni sem fór fram í Kabardinka, bæ skammt frá Gelendzhik þar sem landsliðið dvelur. „Við komum með mikinn farangur í gær og þurftum að koma honum í gegnum tollinn. Þetta var mikil vinna og það voru margir sem sváfu lítið í nótt,“ sagði Helgi eftir æfinguna. Hann segir að fyrsta æfing í Rússlandi hafi farið í það að koma mönnum aftur í gang eftir langt ferðalag, hrista skankana og átta sig á aðstæðum. Taktík hafi ekkert komið við sögu. „Þetta var opin æfing og við gerðum ekkert sem við munum gera í leikjum. Við vorum bara að koma mönnum af stað, aðlagast hitanum og tímamismuninum,“ sagði Helgi. Öll orka þjálfarateymisins fer nú í að undirbúa leikinn gegn Argentínu í Moskvu 16. júní. „Einbeitingin fer algjörlega á Argentínuleikinn. Við æfðum mikið áður en við komum og nú er að fara enn betur yfir leik Argentínu. Það styttist óðum í hann,“ sagði Helgi.Argentínska liðið kom til Rússlands á laugardaginn, líkt og það íslenska. Það hefur gengið á ýmsu í undirbúningi Argentínumanna fyrir HM en tveir leikmenn sem hefðu væntanlega verið í byrjunarliðinu í Rússlandi, Sergio Romero og Manuel Lanzini, meiddust og verða ekkert með á mótinu. Þá hætti Argentína við að mæta Ísrael í vináttulandsleik sem átti að fara fram í Jerúsalem á laugardaginn af pólitískum ástæðum. „Það er verra fyrir okkur, að sjá þá ekki einu sinni í viðbót. En hvort það breyti einhverju veit ég ekki. Við höfum séð marga leiki með þeim og það á ekki að vera margt sem ætti að koma okkur á óvart. Við vitum allt um styrkleika þeirra. Þeir hafa ekkert breyst þótt þeir hafi sleppt þessum leik,“ sagði Helgi að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira