Árleg vorhreinsun Elliðaánna á morgun. Karl Lúðvíksson skrifar 11. júní 2018 11:30 Mynd: www.laxfiskar.is Árleg hreinsun Elliðaánna verður þriðjudaginn 12. júní nk. og veitir Elliðaárnefnd Stangaveiðifélags Reykjavíkur þessu verkefni forystu eins og undanfarna áratugi. Væntir SVFR þess að félagsmenn og aðrir velunnarar félagsins og Elliðaánna leggi þessu árlega hreinsunarátaki lið. Elliðaárnar eru bakbein SVFR og gríðarlega mikilvægar fyrir félagið og er árlegt hreinsunarátak félagsins er einn mikilvægasti þáttur þessa verkefnis. Mæting er við veiðihúsið kl. 17 þar sem skipt verður liði og allt rusl hreinsað af árbökkunum og úr ánni sjálfri allt frá Elliðavatni og niður í ós. Gert er ráð fyrir að hreinsunin taki um tvær og hálfa klukkustund. Undanfarin ár hafa áhugamenn um Elliðaárnar tekið vel tilmælum um að taka þátt í hreinsun ánna, enda tilvalið að kynnast Elliðaánum á þennan hátt í fylgd með kunnugum, en fáir þekkja Elliðaárnar betur en árnefndarmenn sem fara munu fyrir hreinsunarátakinu eins og endranær. Elliðaárnar opna síðan með viðhöfn kl. 7 miðvikudaginn 20. júní eins og endranær. Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Flott skot í Blöndu IV Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði
Árleg hreinsun Elliðaánna verður þriðjudaginn 12. júní nk. og veitir Elliðaárnefnd Stangaveiðifélags Reykjavíkur þessu verkefni forystu eins og undanfarna áratugi. Væntir SVFR þess að félagsmenn og aðrir velunnarar félagsins og Elliðaánna leggi þessu árlega hreinsunarátaki lið. Elliðaárnar eru bakbein SVFR og gríðarlega mikilvægar fyrir félagið og er árlegt hreinsunarátak félagsins er einn mikilvægasti þáttur þessa verkefnis. Mæting er við veiðihúsið kl. 17 þar sem skipt verður liði og allt rusl hreinsað af árbökkunum og úr ánni sjálfri allt frá Elliðavatni og niður í ós. Gert er ráð fyrir að hreinsunin taki um tvær og hálfa klukkustund. Undanfarin ár hafa áhugamenn um Elliðaárnar tekið vel tilmælum um að taka þátt í hreinsun ánna, enda tilvalið að kynnast Elliðaánum á þennan hátt í fylgd með kunnugum, en fáir þekkja Elliðaárnar betur en árnefndarmenn sem fara munu fyrir hreinsunarátakinu eins og endranær. Elliðaárnar opna síðan með viðhöfn kl. 7 miðvikudaginn 20. júní eins og endranær.
Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Flott skot í Blöndu IV Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði