Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 11. júní 2018 08:30 Hannes þór Halldórsson fer yfir málin með strákunum á æfingunni í gær. vísir/vilhelm Eins og kom fram í máli Guðmundar Hreiðarssonar, markvarðaþjálfara íslenska landsliðsins í fótbolta, fundaði markvarðaherinn á æfingu liðsins í gær að frumkvæði Hannesar Þórs Halldórssonar. Honum fannst hafa verið þungt yfir mönnum upp á síðkastið og æfingarnar því ekki á pari við það sem þær geta verið. „Þetta hafði ekkert með ferðalagið að gera eða neitt svoleiðis. Mér fannst bara þyngsli í mönnum þegar að æfingin rúllaði af stað og enginn léttleiki yfir mönnum,“ segir Hannes við Vísi en hann var til viðtals fyrir æfingu liðsins í morgun. „Upp á síðkastið hafa menn verið svolítið alvarlegir og þrúgaðir á þessum markmannsæfingum. Ég veit ekki hvort það er eitthvað stress í mönnum með HM framundan.“Hannes Þór Halldórsson á æfingunni í dag.vísir/vilhelmHannes er ellefu árum eldri en þeir Rúnar Alex og Frederik Schram og því ábyrgðin hjá aðalmarkverðinum að tæma pokann eins og Guðmundur komst að orði í gær. „Mér fannst ég bara þurfa að segja nokkur orð. Ég gerði það og við töluðum saman. Það létti yfir mannskapnum og nú erum við brosandi og í góðum gír,“ segir Hannes. „Ég hef verið í þessum aðstæðum áður og farið í mörg landsliðsverkefni. Ég veit hvað þessi þáttur skiptir miklu máli. Við æfum saman á hverjum degi og vinnum mikið saman.“ „Það skemmtilegasta sem maður getur gert er að fara á markmannsæfingu og sérstaklega í svona aðstæðum. Maður á að hafa þetta sem skemmtilegast til að fá sem mest út úr æfingunni. Maður á að brosa og mynda stemningu. Það voru skilaboðin mín og ég held að þau hafi alveg náð í gegn,“ segir Hannes Þór Halldórsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslenskt rok í Kabardinka Íslensku strákarnir verða á heimavelli á æfingu sinni í Rússlandi á eftir því það blæs ansi kröftuglega í sjávarbænum Kabardinka í dag. 11. júní 2018 07:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Sjá meira
Eins og kom fram í máli Guðmundar Hreiðarssonar, markvarðaþjálfara íslenska landsliðsins í fótbolta, fundaði markvarðaherinn á æfingu liðsins í gær að frumkvæði Hannesar Þórs Halldórssonar. Honum fannst hafa verið þungt yfir mönnum upp á síðkastið og æfingarnar því ekki á pari við það sem þær geta verið. „Þetta hafði ekkert með ferðalagið að gera eða neitt svoleiðis. Mér fannst bara þyngsli í mönnum þegar að æfingin rúllaði af stað og enginn léttleiki yfir mönnum,“ segir Hannes við Vísi en hann var til viðtals fyrir æfingu liðsins í morgun. „Upp á síðkastið hafa menn verið svolítið alvarlegir og þrúgaðir á þessum markmannsæfingum. Ég veit ekki hvort það er eitthvað stress í mönnum með HM framundan.“Hannes Þór Halldórsson á æfingunni í dag.vísir/vilhelmHannes er ellefu árum eldri en þeir Rúnar Alex og Frederik Schram og því ábyrgðin hjá aðalmarkverðinum að tæma pokann eins og Guðmundur komst að orði í gær. „Mér fannst ég bara þurfa að segja nokkur orð. Ég gerði það og við töluðum saman. Það létti yfir mannskapnum og nú erum við brosandi og í góðum gír,“ segir Hannes. „Ég hef verið í þessum aðstæðum áður og farið í mörg landsliðsverkefni. Ég veit hvað þessi þáttur skiptir miklu máli. Við æfum saman á hverjum degi og vinnum mikið saman.“ „Það skemmtilegasta sem maður getur gert er að fara á markmannsæfingu og sérstaklega í svona aðstæðum. Maður á að hafa þetta sem skemmtilegast til að fá sem mest út úr æfingunni. Maður á að brosa og mynda stemningu. Það voru skilaboðin mín og ég held að þau hafi alveg náð í gegn,“ segir Hannes Þór Halldórsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslenskt rok í Kabardinka Íslensku strákarnir verða á heimavelli á æfingu sinni í Rússlandi á eftir því það blæs ansi kröftuglega í sjávarbænum Kabardinka í dag. 11. júní 2018 07:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Sjá meira
Íslenskt rok í Kabardinka Íslensku strákarnir verða á heimavelli á æfingu sinni í Rússlandi á eftir því það blæs ansi kröftuglega í sjávarbænum Kabardinka í dag. 11. júní 2018 07:00