Þegar tveir góðir menn hittast í messu hjá Rikka G þá fæðast oft góðar hugmyndir.
Benedikt Valsson og sérfræðingar Stöðvar tvö verða með messuhöld í allt sumar í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport.
Sumarmessan mun fjalla ítarlega um gang mála á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sem hefst á fimmtudaginn kemur.
Sumarmessan er á kvöldi allra leikdaga og þar má líka finna allt það sem gerist í herbúðum íslenska landsliðsins í Rússlandi.
Sumarmessan verður í beinu sambandi við strákana í íslenska landsliðinu í gegnum fréttamenn Stöðvar tvö og Vísis sem eru út i Rússlandi.
Hjövar Hafliðason er aðalsérfræðingur Sumarmessunnar og hann fékk góða hugmynd af auglýsingu fyrir þáttinn þegar hann og Benedikt voru mættir í messu hjá Rikka G á dögunum.
Hugmynd Hjörvars og auglýsinguna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Hjörvar fékk góða hugmynd til að auglýsa Sumarmessuna
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti




„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn



„Við bara brotnum“
Körfubolti
