3 dagar í HM: Fékk skó lánaða hjá varamanni og setti markamet sem verður líklega aldrei slegið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2018 12:00 Just Fontaine. Vísir/Getty Þrettán mörk í sex leikjum. Flest liðin á HM í Rússlandi væru eflaust mjög sátt með slíkt markaskor í heimsmeistarakeppninni sem hefst á fimmtudaginn. Það er því ekkert skrýtið að knattspyrnuspekingar tali jafnan um markametið sem verður líklega aldrei slegið. Franski framherjinn Just Fontaine átti ótrúlega tuttugu daga í Svíþjóð sumarið 1958. Það mun líklega enginn stiga aftur í þá markaskó, sem Fontaine komst í á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð 1958. Það vita kannski færri að þessir skórnir voru í raun ekki skórnir hans. Just Fontaine lenti í því að fótboltaskórnir hans eyðilögðust á æfingu skömmu fyrir mótið. Nú voru góð ráð dýr því þetta voru einu skórnir sem hann var með í ferðinni enda voru engir skósamningar í þá daga. Just Fontaine hafði hinsvegar heppnina með sér því einn af varamönnum franska liðsins, Stephane Bruey, notaði sömu stærð af skóm og var tilbúinn að lána honum sína skó. Stéphane Bruey var líka framherji en hann fékk ekki mínútu á mótinu. Kannski skiljanlega vegna þess að Just Fontaine var í skónum hans. Í þessum skóm skoraði Just Fontaine í hverjum leik þar af fleiri en eitt mark í fjórum þeirra.Just Fontaine fékk sérstak heiðursskó afhentan frá FIFA árið 2014.Vísir/GettyÞað voru fleiri tilvanir í aðdraganda mótsins. Just Fontaine var langt frá því að vera öruggur með sæti í HM-hóp Frakka hvað þá í byrjunarliðinu og hann var nánast óþekkt nafn utan Frakklands fyrir heimsmeistaramótið. Flestir bjuggust við því að René Bilard myndi byrja frammi með hinum magnaað Raymond Kopa. Örlögin höguðu sér hinsvegar þannig að Bilard meiddist í undirbúningsleik og Fontaine fékk tækifærið sem hann nýtt sér heldur betur. Fontaine hafði vissulega átt mjög gott tímabil með Stade de Reims og skoraði 34 mörk í 26 leikjum í frönsku deildinni tímabilið á undan. Hann mætti því sjóðheitur til leiks í Svíþjóð. Fontaine hefur talað um það að hann hafi líka verið óþreyttur af því að meiðsli á tímabilinu urðu til þess að hann fékk gott vetrarfrí. Hann fór í hnéaðgerð í desember og kom aftur í febrúar. „Þetta þýddi að ég var ferskari en hinir,“ sagði Just Fontaine í viðtali við heimasíðu FIFA.Vísir/GettyStrax frá og með fyrsta leik small samvinna Fontaine og Raymonds Kopa saman og eftir það var ekki aftur snúið. Fontaine skoraði þrennu í fyrsta leik og endaði mótið með því að tryggja Frökkum bronsverðlaunin með fernu í lokaleiknum á móti Vestur-Þjóðverjum. Fontaine skoraði 13 mörk í 6 leikjum eða á þeim 540 mínútum sem hann spilaði. Það gerir mark á 42 mínútna fresti. Enginn hafði náð að skora fleiri mörk í HM hvorki á ferli né í einni keppni en 16 árum seinna skoraði Gerd Muller sitt fjórtánda HM- mark og komst þar með upp fyrir Fontaine. Eftir mótið þá skilaði Fontaine aftur skónum til Stéphane Bruey. Það fylgir þó sögunni að Bruey skoraði ekkert fleiri mörk í framhaldinu. Fontaine var 24 ára gamall þegar hann blómstraði á HMN 1958 og átti því að eiga flest sín bestu ár eftir. Lukkan var aftur á móti ekki með honum í liði. Hann varð fyrir því óláni að fótbrotna mjög illa í leik í mars 1960 og fótbrotnaði síðan aftur í janúar árið eftir. Þessi slæmu meiðsli urðu síðan til þess að hann lagði skóna á hilluna í júlí 1962 þegar hann var aðeins 28 ára gamall. Fontaine spilaði því aldrei aftur á HM en þegar hann lagði skóna á hilluna þá hafi hann skorað 30 mörk í aðeins 21 landsleik. Enginn í heiminum státar af jafnmörgum mörkum í leik með landsliði af þeim sem hafa náð að skora 30 landsliðsmörk. Markamet Just Fontaine er nánast ósnertanlegt. Hann bætti þarna markmet Ungverjans Sándor Kocsis sem hafði skorað 11 mörk fjórum árum fyrr. Markakóngar síðustu ellefu heimsmeistarakeppna hafa verið að skora á bilinu fimmt til átta mörk og oftast sex eða færri. Fontaine sjálfur býst heldur ekki sjálfur við því að metið falli. „Þrettán mörk eru svakalegur fjöldi. Getur einhver bætt metið mitt? Ég held að enginn eigi eftir að ná því,“ sagði Just Fontaine einu sinni í viðtali. Það fer hann með engar fleipur. Þetta er eitt öruggasta metið í fótboltaheiminum í dag.Vísir/GettyJust FontaineVísir/Gett HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 13 dagar í HM: Þegar Norðmenn unnu Brasilíumenn á HM Ísland mætir Noregi á Laugardalsvellinum annað kvöld. Íslenska karlalandsliðið er á leið á HM í Rússlandi en norsku landsliðsmennirnir þurfa að sætta sig við það að horfa HM heima í sófanum. 1. júní 2018 11:00 16 dagar í HM: Whiteside sá yngsti til þess að spila á HM Norður-Írinn Norman Whiteside bætti met Pelé er hann varð sá yngsti til þess að spila á HM árið 1982. Hann átti þá framtíðina fyrir sér en fótboltaferillinn varð ekki eins glæstur og vonir stóðu til um. 29. maí 2018 13:00 10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? James Rodríguez skoraði tvö af þremur flottustu mörkum HM 2014 í Brasilíu. 4. júní 2018 11:00 15 dagar í HM: Þegar Zenga lokaði búrinu á heimavelli Ítalski markvörðurinn Walter Zenga setti met á HM 1990 á Ítalíu sem stendur enn. Þá virtist hreinlega ekki vera hægt að skora hjá honum. 30. maí 2018 13:30 6 dagar í HM: Skoraði sjálfsmark og var myrtur er hann snéri heim Saga Kólumbíumannsins Andres Escobar er ein sú sorglegasta sem tengist HM. 8. júní 2018 12:00 14 dagar í HM: Þegar Nígeríumenn urðu óvænt heitasta og skemmtilegasta liðið á HM Íslendingar eru að fara að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í Rússlandi eftir tvær vikur og mæta þar meðal annars Nígeríumönnum í riðlinum. Nígeríumenn voru í sömu stöðu á HM í Bandaríkjunum 1994 og slógu þá í gegn enda með yfirlýst markmið að ætla sér að skemmta fólki. 31. maí 2018 11:00 7 dagar í HM: Brasilíski nuddarinn sem stal senunni og boltanum í úrslitaleik HM Pele varð þrisvar sinnum heimsmeistari með Brasilíumönnum á árunum 1958 til 1970 og er sá eini sem hefur verið hluti af þremur heimsmeistaraliðum. Það vita kannski mun færri af annarri brasilískri goðsögn sem tók þátt í öllum þremur þremur titlunum. 7. júní 2018 11:00 8 dagar í HM: Kúveitar fengu mark skráð af Frökkum með því að hóta að ganga af velli Dómari leiksins á Spáni fyrir 36 árum síðan flautaði ekki aftur í flautu inn á fótboltavelli. 6. júní 2018 12:00 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Þrettán mörk í sex leikjum. Flest liðin á HM í Rússlandi væru eflaust mjög sátt með slíkt markaskor í heimsmeistarakeppninni sem hefst á fimmtudaginn. Það er því ekkert skrýtið að knattspyrnuspekingar tali jafnan um markametið sem verður líklega aldrei slegið. Franski framherjinn Just Fontaine átti ótrúlega tuttugu daga í Svíþjóð sumarið 1958. Það mun líklega enginn stiga aftur í þá markaskó, sem Fontaine komst í á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð 1958. Það vita kannski færri að þessir skórnir voru í raun ekki skórnir hans. Just Fontaine lenti í því að fótboltaskórnir hans eyðilögðust á æfingu skömmu fyrir mótið. Nú voru góð ráð dýr því þetta voru einu skórnir sem hann var með í ferðinni enda voru engir skósamningar í þá daga. Just Fontaine hafði hinsvegar heppnina með sér því einn af varamönnum franska liðsins, Stephane Bruey, notaði sömu stærð af skóm og var tilbúinn að lána honum sína skó. Stéphane Bruey var líka framherji en hann fékk ekki mínútu á mótinu. Kannski skiljanlega vegna þess að Just Fontaine var í skónum hans. Í þessum skóm skoraði Just Fontaine í hverjum leik þar af fleiri en eitt mark í fjórum þeirra.Just Fontaine fékk sérstak heiðursskó afhentan frá FIFA árið 2014.Vísir/GettyÞað voru fleiri tilvanir í aðdraganda mótsins. Just Fontaine var langt frá því að vera öruggur með sæti í HM-hóp Frakka hvað þá í byrjunarliðinu og hann var nánast óþekkt nafn utan Frakklands fyrir heimsmeistaramótið. Flestir bjuggust við því að René Bilard myndi byrja frammi með hinum magnaað Raymond Kopa. Örlögin höguðu sér hinsvegar þannig að Bilard meiddist í undirbúningsleik og Fontaine fékk tækifærið sem hann nýtt sér heldur betur. Fontaine hafði vissulega átt mjög gott tímabil með Stade de Reims og skoraði 34 mörk í 26 leikjum í frönsku deildinni tímabilið á undan. Hann mætti því sjóðheitur til leiks í Svíþjóð. Fontaine hefur talað um það að hann hafi líka verið óþreyttur af því að meiðsli á tímabilinu urðu til þess að hann fékk gott vetrarfrí. Hann fór í hnéaðgerð í desember og kom aftur í febrúar. „Þetta þýddi að ég var ferskari en hinir,“ sagði Just Fontaine í viðtali við heimasíðu FIFA.Vísir/GettyStrax frá og með fyrsta leik small samvinna Fontaine og Raymonds Kopa saman og eftir það var ekki aftur snúið. Fontaine skoraði þrennu í fyrsta leik og endaði mótið með því að tryggja Frökkum bronsverðlaunin með fernu í lokaleiknum á móti Vestur-Þjóðverjum. Fontaine skoraði 13 mörk í 6 leikjum eða á þeim 540 mínútum sem hann spilaði. Það gerir mark á 42 mínútna fresti. Enginn hafði náð að skora fleiri mörk í HM hvorki á ferli né í einni keppni en 16 árum seinna skoraði Gerd Muller sitt fjórtánda HM- mark og komst þar með upp fyrir Fontaine. Eftir mótið þá skilaði Fontaine aftur skónum til Stéphane Bruey. Það fylgir þó sögunni að Bruey skoraði ekkert fleiri mörk í framhaldinu. Fontaine var 24 ára gamall þegar hann blómstraði á HMN 1958 og átti því að eiga flest sín bestu ár eftir. Lukkan var aftur á móti ekki með honum í liði. Hann varð fyrir því óláni að fótbrotna mjög illa í leik í mars 1960 og fótbrotnaði síðan aftur í janúar árið eftir. Þessi slæmu meiðsli urðu síðan til þess að hann lagði skóna á hilluna í júlí 1962 þegar hann var aðeins 28 ára gamall. Fontaine spilaði því aldrei aftur á HM en þegar hann lagði skóna á hilluna þá hafi hann skorað 30 mörk í aðeins 21 landsleik. Enginn í heiminum státar af jafnmörgum mörkum í leik með landsliði af þeim sem hafa náð að skora 30 landsliðsmörk. Markamet Just Fontaine er nánast ósnertanlegt. Hann bætti þarna markmet Ungverjans Sándor Kocsis sem hafði skorað 11 mörk fjórum árum fyrr. Markakóngar síðustu ellefu heimsmeistarakeppna hafa verið að skora á bilinu fimmt til átta mörk og oftast sex eða færri. Fontaine sjálfur býst heldur ekki sjálfur við því að metið falli. „Þrettán mörk eru svakalegur fjöldi. Getur einhver bætt metið mitt? Ég held að enginn eigi eftir að ná því,“ sagði Just Fontaine einu sinni í viðtali. Það fer hann með engar fleipur. Þetta er eitt öruggasta metið í fótboltaheiminum í dag.Vísir/GettyJust FontaineVísir/Gett
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 13 dagar í HM: Þegar Norðmenn unnu Brasilíumenn á HM Ísland mætir Noregi á Laugardalsvellinum annað kvöld. Íslenska karlalandsliðið er á leið á HM í Rússlandi en norsku landsliðsmennirnir þurfa að sætta sig við það að horfa HM heima í sófanum. 1. júní 2018 11:00 16 dagar í HM: Whiteside sá yngsti til þess að spila á HM Norður-Írinn Norman Whiteside bætti met Pelé er hann varð sá yngsti til þess að spila á HM árið 1982. Hann átti þá framtíðina fyrir sér en fótboltaferillinn varð ekki eins glæstur og vonir stóðu til um. 29. maí 2018 13:00 10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? James Rodríguez skoraði tvö af þremur flottustu mörkum HM 2014 í Brasilíu. 4. júní 2018 11:00 15 dagar í HM: Þegar Zenga lokaði búrinu á heimavelli Ítalski markvörðurinn Walter Zenga setti met á HM 1990 á Ítalíu sem stendur enn. Þá virtist hreinlega ekki vera hægt að skora hjá honum. 30. maí 2018 13:30 6 dagar í HM: Skoraði sjálfsmark og var myrtur er hann snéri heim Saga Kólumbíumannsins Andres Escobar er ein sú sorglegasta sem tengist HM. 8. júní 2018 12:00 14 dagar í HM: Þegar Nígeríumenn urðu óvænt heitasta og skemmtilegasta liðið á HM Íslendingar eru að fara að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í Rússlandi eftir tvær vikur og mæta þar meðal annars Nígeríumönnum í riðlinum. Nígeríumenn voru í sömu stöðu á HM í Bandaríkjunum 1994 og slógu þá í gegn enda með yfirlýst markmið að ætla sér að skemmta fólki. 31. maí 2018 11:00 7 dagar í HM: Brasilíski nuddarinn sem stal senunni og boltanum í úrslitaleik HM Pele varð þrisvar sinnum heimsmeistari með Brasilíumönnum á árunum 1958 til 1970 og er sá eini sem hefur verið hluti af þremur heimsmeistaraliðum. Það vita kannski mun færri af annarri brasilískri goðsögn sem tók þátt í öllum þremur þremur titlunum. 7. júní 2018 11:00 8 dagar í HM: Kúveitar fengu mark skráð af Frökkum með því að hóta að ganga af velli Dómari leiksins á Spáni fyrir 36 árum síðan flautaði ekki aftur í flautu inn á fótboltavelli. 6. júní 2018 12:00 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
13 dagar í HM: Þegar Norðmenn unnu Brasilíumenn á HM Ísland mætir Noregi á Laugardalsvellinum annað kvöld. Íslenska karlalandsliðið er á leið á HM í Rússlandi en norsku landsliðsmennirnir þurfa að sætta sig við það að horfa HM heima í sófanum. 1. júní 2018 11:00
16 dagar í HM: Whiteside sá yngsti til þess að spila á HM Norður-Írinn Norman Whiteside bætti met Pelé er hann varð sá yngsti til þess að spila á HM árið 1982. Hann átti þá framtíðina fyrir sér en fótboltaferillinn varð ekki eins glæstur og vonir stóðu til um. 29. maí 2018 13:00
10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? James Rodríguez skoraði tvö af þremur flottustu mörkum HM 2014 í Brasilíu. 4. júní 2018 11:00
15 dagar í HM: Þegar Zenga lokaði búrinu á heimavelli Ítalski markvörðurinn Walter Zenga setti met á HM 1990 á Ítalíu sem stendur enn. Þá virtist hreinlega ekki vera hægt að skora hjá honum. 30. maí 2018 13:30
6 dagar í HM: Skoraði sjálfsmark og var myrtur er hann snéri heim Saga Kólumbíumannsins Andres Escobar er ein sú sorglegasta sem tengist HM. 8. júní 2018 12:00
14 dagar í HM: Þegar Nígeríumenn urðu óvænt heitasta og skemmtilegasta liðið á HM Íslendingar eru að fara að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í Rússlandi eftir tvær vikur og mæta þar meðal annars Nígeríumönnum í riðlinum. Nígeríumenn voru í sömu stöðu á HM í Bandaríkjunum 1994 og slógu þá í gegn enda með yfirlýst markmið að ætla sér að skemmta fólki. 31. maí 2018 11:00
7 dagar í HM: Brasilíski nuddarinn sem stal senunni og boltanum í úrslitaleik HM Pele varð þrisvar sinnum heimsmeistari með Brasilíumönnum á árunum 1958 til 1970 og er sá eini sem hefur verið hluti af þremur heimsmeistaraliðum. Það vita kannski mun færri af annarri brasilískri goðsögn sem tók þátt í öllum þremur þremur titlunum. 7. júní 2018 11:00
8 dagar í HM: Kúveitar fengu mark skráð af Frökkum með því að hóta að ganga af velli Dómari leiksins á Spáni fyrir 36 árum síðan flautaði ekki aftur í flautu inn á fótboltavelli. 6. júní 2018 12:00