Alisson Becker, markvörður Brasilíu, vonast til þess að framtíð hans verði ráðin áður en HM í Rússlandi hefst.
„Ég vil að framtíð mín verði ráðin áður en HM hefst. Ég get engu svarað sjálfur en mitt fólk er að vinna í þessum málum. Ef það verður ekki frágengið fyrir HM þarf það að bíða þar til eftir keppni því ég vil hafa fulla einbeitingu á mótinu,“ segir Alisson í samtali við AS.
Talið er líklegt að hann muni hefja leik á milli stanganna og hafa þar með betur í samkeppni við Ederson, markvörð Man City, en fyrsti leikur Brasilíu er gegn Sviss næstkomandi sunnudag.
Alisson hefur verið orðaður sterklega við Liverpool en einnig er talið að Evrópumeistarar Real Madrid hafi áhuga á þessum 25 ára markverði sem útilokar ekki að vera áfram í Róm.
„Við höfum nokkra möguleika í stöðunni og erum að velta þeim öllum fyrir okkur, líka Roma. Sjáum hvort eitthvað gerist í vikunni,“ segir Alisson.
Alisson vonast til að semja áður en HM hefst
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn