„Kannski enda ég í vinstri bakverði þegar ég kem heim“ Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 11. júní 2018 16:00 Birkir Már á æfingu landsliðsins úti í Kapardinka. Vísir/Vilhelm Valsmenn unnu sinn þriðja leik í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið lagði KA 3-1 í gærkvöldi. Íslandsmeistararnir fóru heldur rólega af stað á Íslandsmótinu en eru nú eftir átta umferðir og þrjá sigra í röð komnir á toppinn, á sama tíma og Birkir Már Sævarsson hefur verið frá keppni vegna undirbúnings landsliðsins fyrir HM. „Við unnum samt fyrsta leikinn áður en ég fór líka, ég verð að taka það fram,“ segir Birkir Már léttur. Birkir kom á sínum tíma nokkuð óvænt inn í Valssliðið sumarið 2006 og stimplaði sig inn í hægri bakvörðinn í fjarveru Steinþórs Gíslason sem var meiddur. Þegar Steinþór náði sér af meiðslunum varð hann að gjöra svo vel að læra á stöðu vinstri bakvarðar. Sem hann gerði að sinni.Steinþór Gíslason, fagstjóri hjá EFLU, er mörgum knattspyrnuunnendum að góðu kunnur í bakvarðarstöðunni á árum áður hjá Víkingi og Val.Raunar vill Steinþór meina að hann sé ekki síður miðjumaður en bakvörður þótt örlögin hafi leitt hann í stöðu bakvarðar lungann af ferlinum. Kappinn starfar í dag sem verkfræðingur. En ætli það verði örlög Birkis Más? Að þurfa að breyta til í ljósi þess að Arnar Sveinn Geirsson hefur verið að spila afar vel í stöðu hægri bakvarðar í fjarveru Birkis Más? „Kannski enda ég í vinstri bakverði þegar ég kem heim og slæ Bjarna út úr liðinu í staðinn,“ segir Birkir og hlær. „Nei nei, vonandi vinnum við alla leiki á meðan ég er í burtu og þá er bara að koma sér aftur í liðið þegar ég kem til baka.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Valsmenn unnu sinn þriðja leik í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið lagði KA 3-1 í gærkvöldi. Íslandsmeistararnir fóru heldur rólega af stað á Íslandsmótinu en eru nú eftir átta umferðir og þrjá sigra í röð komnir á toppinn, á sama tíma og Birkir Már Sævarsson hefur verið frá keppni vegna undirbúnings landsliðsins fyrir HM. „Við unnum samt fyrsta leikinn áður en ég fór líka, ég verð að taka það fram,“ segir Birkir Már léttur. Birkir kom á sínum tíma nokkuð óvænt inn í Valssliðið sumarið 2006 og stimplaði sig inn í hægri bakvörðinn í fjarveru Steinþórs Gíslason sem var meiddur. Þegar Steinþór náði sér af meiðslunum varð hann að gjöra svo vel að læra á stöðu vinstri bakvarðar. Sem hann gerði að sinni.Steinþór Gíslason, fagstjóri hjá EFLU, er mörgum knattspyrnuunnendum að góðu kunnur í bakvarðarstöðunni á árum áður hjá Víkingi og Val.Raunar vill Steinþór meina að hann sé ekki síður miðjumaður en bakvörður þótt örlögin hafi leitt hann í stöðu bakvarðar lungann af ferlinum. Kappinn starfar í dag sem verkfræðingur. En ætli það verði örlög Birkis Más? Að þurfa að breyta til í ljósi þess að Arnar Sveinn Geirsson hefur verið að spila afar vel í stöðu hægri bakvarðar í fjarveru Birkis Más? „Kannski enda ég í vinstri bakverði þegar ég kem heim og slæ Bjarna út úr liðinu í staðinn,“ segir Birkir og hlær. „Nei nei, vonandi vinnum við alla leiki á meðan ég er í burtu og þá er bara að koma sér aftur í liðið þegar ég kem til baka.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira