Hannes: Ósanngjarnt að bera þetta saman við paradís á jörð Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 11. júní 2018 18:30 Hannes Þór Halldórsson á æfingu liðsins í dag. vísir/vilhelm Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta er hrifinn af dvalarstað íslenska liðsins í Rússlandi en þeir æfa og dvelja í Kabardinka í Gelendzhik þar sem vel fer um okkar menn. Hann, eins og aðrir leikmenn liðsins, er kominn með HM-fiðringinn.Sjá einnig:Hannes: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ „Þetta er búið að vera óraunverulegt í langan tíma en núna allt í einu er þetta orðið raunverulegt og er bara að byrja. Það er mikil ánægja með það. Það er gaman að vera mættir hérna og þá bara keyrum við þetta í gang,“ segir Hannes. Aðstæður í Annecy í Frakklandi fyrir tveimur árum voru ekkert slor og bærinn töluvert flottari en í Gelendzhik. Okkar menn eru samt ekkert að kvarta enda búið að gera allt sem mögulegt er svo dvöl þeirra verði sem best. „Völlurinn er frábær og hótelið mjög fínt. Það er ósanngjarnt að vera að bera þetta saman við Annecy sem var algjör paradís á jörð. Það breytir því ekki að hér er allt virkilega fínt og það er búið að gera allt sem hægt er þannig að okkur líði vel,“ segir Hannes, en að þessu sinni eru þeir ekki með allt hótelið sitt út af fyrir sig. „Þetta truflar okkur ekki. Maður finnur ekkert fyrir því að það sé annað fólk á hótelinu. Við erum með okkar eigin hæð og erum út af fyrir okkur en það truflar okkur ekkert þó svo að það sé einn og einn hótelgestur á stangli,“ segir Hannes. Fyrsta æfing strákanna í Kabardinka var opin og fylgdust um 2.000 manns með íslenska liðinu fara í gegnum fyrstu æfinguna. Mikil stemning ríkti og var klappað fyrir góðum mörkum og góðum markvörslum. „Þetta var öðruvísi upplifun og bara mjög gaman. Það var í gær sem maður virkilega áttaði sig á því að maður er kominn á heimsmeistaramótið. Maður fann ekki alveg fyrir því þegar að við komum á hótelið. Það voru sumir sem að höfðu orð á því. En, svo þegar að við mættum á æfingasvæðið og maður sá alla veggi með FIFA-merkinu og myndum fór maður að átta sig á þessu,“ segir Hannes Þór Halldórsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. 11. júní 2018 13:00 Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Hannes Þór Halldórsson fór aðeins yfir málin með markvörðum íslenska liðsins. 11. júní 2018 08:30 Aron, Alfreð og Birkir æfðu allir í morgun Það er allt að smella hjá strákunum okkar á lokasprettinum fyrir HM. Það gátu allir tekið þátt á æfingunni í dag. Líka fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 11. júní 2018 10:35 Raggi Sig tók með sér bækur til Rússlands Ragnar Sigurðsson spilar núna með þriðja liðinu í Rússlandi. Hann lék fyrst með Krasnodar og var í fyrra í láni hjá Rubin Kazan en í janúar í ár fór hann til Rostov. Með því liði spila einnig Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson. 11. júní 2018 19:15 Rúllar Gylfa upp í borðtennis og þakkar guði fyrir skort á golfvöllum Jóhann Berg Guðmundsson var frábær á síðustu leiktíð með Burnley í ensku úrvalsdeildinni. Hlutverk hans með landsliðinu verður alltaf stærra og stærra. Hann er ánægður með aðstöðuna sem liðinu eru búin. 11. júní 2018 21:45 Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta er hrifinn af dvalarstað íslenska liðsins í Rússlandi en þeir æfa og dvelja í Kabardinka í Gelendzhik þar sem vel fer um okkar menn. Hann, eins og aðrir leikmenn liðsins, er kominn með HM-fiðringinn.Sjá einnig:Hannes: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ „Þetta er búið að vera óraunverulegt í langan tíma en núna allt í einu er þetta orðið raunverulegt og er bara að byrja. Það er mikil ánægja með það. Það er gaman að vera mættir hérna og þá bara keyrum við þetta í gang,“ segir Hannes. Aðstæður í Annecy í Frakklandi fyrir tveimur árum voru ekkert slor og bærinn töluvert flottari en í Gelendzhik. Okkar menn eru samt ekkert að kvarta enda búið að gera allt sem mögulegt er svo dvöl þeirra verði sem best. „Völlurinn er frábær og hótelið mjög fínt. Það er ósanngjarnt að vera að bera þetta saman við Annecy sem var algjör paradís á jörð. Það breytir því ekki að hér er allt virkilega fínt og það er búið að gera allt sem hægt er þannig að okkur líði vel,“ segir Hannes, en að þessu sinni eru þeir ekki með allt hótelið sitt út af fyrir sig. „Þetta truflar okkur ekki. Maður finnur ekkert fyrir því að það sé annað fólk á hótelinu. Við erum með okkar eigin hæð og erum út af fyrir okkur en það truflar okkur ekkert þó svo að það sé einn og einn hótelgestur á stangli,“ segir Hannes. Fyrsta æfing strákanna í Kabardinka var opin og fylgdust um 2.000 manns með íslenska liðinu fara í gegnum fyrstu æfinguna. Mikil stemning ríkti og var klappað fyrir góðum mörkum og góðum markvörslum. „Þetta var öðruvísi upplifun og bara mjög gaman. Það var í gær sem maður virkilega áttaði sig á því að maður er kominn á heimsmeistaramótið. Maður fann ekki alveg fyrir því þegar að við komum á hótelið. Það voru sumir sem að höfðu orð á því. En, svo þegar að við mættum á æfingasvæðið og maður sá alla veggi með FIFA-merkinu og myndum fór maður að átta sig á þessu,“ segir Hannes Þór Halldórsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. 11. júní 2018 13:00 Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Hannes Þór Halldórsson fór aðeins yfir málin með markvörðum íslenska liðsins. 11. júní 2018 08:30 Aron, Alfreð og Birkir æfðu allir í morgun Það er allt að smella hjá strákunum okkar á lokasprettinum fyrir HM. Það gátu allir tekið þátt á æfingunni í dag. Líka fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 11. júní 2018 10:35 Raggi Sig tók með sér bækur til Rússlands Ragnar Sigurðsson spilar núna með þriðja liðinu í Rússlandi. Hann lék fyrst með Krasnodar og var í fyrra í láni hjá Rubin Kazan en í janúar í ár fór hann til Rostov. Með því liði spila einnig Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson. 11. júní 2018 19:15 Rúllar Gylfa upp í borðtennis og þakkar guði fyrir skort á golfvöllum Jóhann Berg Guðmundsson var frábær á síðustu leiktíð með Burnley í ensku úrvalsdeildinni. Hlutverk hans með landsliðinu verður alltaf stærra og stærra. Hann er ánægður með aðstöðuna sem liðinu eru búin. 11. júní 2018 21:45 Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. 11. júní 2018 13:00
Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Hannes Þór Halldórsson fór aðeins yfir málin með markvörðum íslenska liðsins. 11. júní 2018 08:30
Aron, Alfreð og Birkir æfðu allir í morgun Það er allt að smella hjá strákunum okkar á lokasprettinum fyrir HM. Það gátu allir tekið þátt á æfingunni í dag. Líka fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 11. júní 2018 10:35
Raggi Sig tók með sér bækur til Rússlands Ragnar Sigurðsson spilar núna með þriðja liðinu í Rússlandi. Hann lék fyrst með Krasnodar og var í fyrra í láni hjá Rubin Kazan en í janúar í ár fór hann til Rostov. Með því liði spila einnig Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson. 11. júní 2018 19:15
Rúllar Gylfa upp í borðtennis og þakkar guði fyrir skort á golfvöllum Jóhann Berg Guðmundsson var frábær á síðustu leiktíð með Burnley í ensku úrvalsdeildinni. Hlutverk hans með landsliðinu verður alltaf stærra og stærra. Hann er ánægður með aðstöðuna sem liðinu eru búin. 11. júní 2018 21:45
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn