Þolinmæði þrautir vinnur allar Hjörvar Ólafsson skrifar 12. júní 2018 08:15 Glódís Perla Viggósdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fagna marki þeirrar fyrrnefndu fyrir Ísland þegar liðið lagði Slóveníu að velli í leik liðanna í undankeppni HM 2019 á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Vísir/Andri Marinó Ísland er komið á topp riðils síns í undankeppni HM 2019 í knattspyrnu kvenna, en liðið tyllti sér á toppinn með 2-0 sigri gegn Slóveníu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Mörk Íslands komu úr nokkuð óvæntri átt, en það var Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður liðsins, sem skoraði bæði mörkin. Hún hefur nú skorað fimm mörk í 68 landsleikjum, en þetta voru fyrstu mörk hennar í þessari undankeppni. Ísland lék í fyrsta skipti án fyrirliða síns, Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, í mótsleik síðan hún gat ekki leikið með liðinu vegna veikinda þegar liðið mætti Frakklandi haustið 2009 í leik í undankeppni HM 2011. Guðbjörg Gunnarsdóttir tók við stöðu Söru Bjarkar sem fyrirliði liðsins og Selma Sól Magnúsdóttir leysti hana af inni á miðsvæðinu. Selma Sól var að byrja sinn fyrsta mótsleik fyrir íslenska liðið, en hún kom inn á sem varamaður í fyrri leik liðanna í Slóveníu og hefur þess utan leikið fjóra vináttulandsleiki. Selma spilaði vel inni á miðsvæðinu og kórónaði svo flottan leik sinn með því að leggja upp annað mark Íslands í leiknum. Hornspyrna hennar rataði beint á kollinn á Glódísi Perlu sem stangaði boltann í netið. Íslenska liðinu gekk illa að skapa sér opin marktækifæri framan af leiknum, en Harpa Þorsteinsdóttir fékk besta færi liðsins í fyrri hálfleik. Skot hennar af stuttu færi eftir góðan undirbúning Ingibjargar Sigurðardóttur hafnaði í fanginu á Zölu Mersnik, hinum 17 ára gamla markverði slóvenska liðsins. Uppspilið gekk ekki nógu smurt hjá leikmönnum íslenska liðsins í fyrri hálfleik og oft og tíðum vantaði vandvirkni í sendingar þegar svæði sköpuðust til þess að spila inn í. Ísland fékk aftur á móti fjölmörg horn og föst leikatriði í fyrri hálfleik sem liðið náði hins vegar ekki að nýta. Ingibjörgu og Öglu Maríu tókst best upp í því að finna svæði bak við þéttan varnarmúr Slóveníu í fyrri hálfleik, en samherjum þeirra tókst ekki að færa sér fyrirgjafir þeirra í nyt. Leikmenn íslenska liðsins mættu hins vegar af meiri krafti inn í seinni hálfleikinn og Glódís Perla kom Íslandi yfir eftir um það bil tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Hún fékk þá góða fyrirgjöf frá Hallberu Gísladóttur og skoraði af miklu harðfylgi. Það hlaut svo að koma að því að Íslandi næði að nýta eina af þeim fjölmörgu hornspyrnum sem liðið fékk í leiknum, en annað mark liðsins kom eftir eina slíka rúmum tíu mínútum síðar. Ísland komst upp fyrir Þýskaland með þessum sigri, en íslenska liðið hefur 16 stig í toppsætinu og Þýskaland er í öðru sæti riðilsins með 15 stig. Liðin mætast í toppslag riðilsins á Laugardalsvellinum 1. september næstkomandi. Ísland vann frækinn sigur þegar liðið mætti Þjóðverjum í fyrri leik liðanna í undankeppninni. Liðið sem verður í efsta sæti riðilsins kemst beint í lokakeppni HM, en þau fjögur með bestan árangur í riðlunum sjö í undankeppninni fara svo í umspil um tvö laus sæti. Ísland hefur aldrei komist í lokakeppni HM í knattspyrnu kvenna, en liðið er í fínni stöðu til þess að brjóta blað í sögu íslenskrar kvennaknattspyrnu. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Sjá meira
Ísland er komið á topp riðils síns í undankeppni HM 2019 í knattspyrnu kvenna, en liðið tyllti sér á toppinn með 2-0 sigri gegn Slóveníu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Mörk Íslands komu úr nokkuð óvæntri átt, en það var Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður liðsins, sem skoraði bæði mörkin. Hún hefur nú skorað fimm mörk í 68 landsleikjum, en þetta voru fyrstu mörk hennar í þessari undankeppni. Ísland lék í fyrsta skipti án fyrirliða síns, Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, í mótsleik síðan hún gat ekki leikið með liðinu vegna veikinda þegar liðið mætti Frakklandi haustið 2009 í leik í undankeppni HM 2011. Guðbjörg Gunnarsdóttir tók við stöðu Söru Bjarkar sem fyrirliði liðsins og Selma Sól Magnúsdóttir leysti hana af inni á miðsvæðinu. Selma Sól var að byrja sinn fyrsta mótsleik fyrir íslenska liðið, en hún kom inn á sem varamaður í fyrri leik liðanna í Slóveníu og hefur þess utan leikið fjóra vináttulandsleiki. Selma spilaði vel inni á miðsvæðinu og kórónaði svo flottan leik sinn með því að leggja upp annað mark Íslands í leiknum. Hornspyrna hennar rataði beint á kollinn á Glódísi Perlu sem stangaði boltann í netið. Íslenska liðinu gekk illa að skapa sér opin marktækifæri framan af leiknum, en Harpa Þorsteinsdóttir fékk besta færi liðsins í fyrri hálfleik. Skot hennar af stuttu færi eftir góðan undirbúning Ingibjargar Sigurðardóttur hafnaði í fanginu á Zölu Mersnik, hinum 17 ára gamla markverði slóvenska liðsins. Uppspilið gekk ekki nógu smurt hjá leikmönnum íslenska liðsins í fyrri hálfleik og oft og tíðum vantaði vandvirkni í sendingar þegar svæði sköpuðust til þess að spila inn í. Ísland fékk aftur á móti fjölmörg horn og föst leikatriði í fyrri hálfleik sem liðið náði hins vegar ekki að nýta. Ingibjörgu og Öglu Maríu tókst best upp í því að finna svæði bak við þéttan varnarmúr Slóveníu í fyrri hálfleik, en samherjum þeirra tókst ekki að færa sér fyrirgjafir þeirra í nyt. Leikmenn íslenska liðsins mættu hins vegar af meiri krafti inn í seinni hálfleikinn og Glódís Perla kom Íslandi yfir eftir um það bil tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Hún fékk þá góða fyrirgjöf frá Hallberu Gísladóttur og skoraði af miklu harðfylgi. Það hlaut svo að koma að því að Íslandi næði að nýta eina af þeim fjölmörgu hornspyrnum sem liðið fékk í leiknum, en annað mark liðsins kom eftir eina slíka rúmum tíu mínútum síðar. Ísland komst upp fyrir Þýskaland með þessum sigri, en íslenska liðið hefur 16 stig í toppsætinu og Þýskaland er í öðru sæti riðilsins með 15 stig. Liðin mætast í toppslag riðilsins á Laugardalsvellinum 1. september næstkomandi. Ísland vann frækinn sigur þegar liðið mætti Þjóðverjum í fyrri leik liðanna í undankeppninni. Liðið sem verður í efsta sæti riðilsins kemst beint í lokakeppni HM, en þau fjögur með bestan árangur í riðlunum sjö í undankeppninni fara svo í umspil um tvö laus sæti. Ísland hefur aldrei komist í lokakeppni HM í knattspyrnu kvenna, en liðið er í fínni stöðu til þess að brjóta blað í sögu íslenskrar kvennaknattspyrnu.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Sjá meira