Ísland aðeins sjö prósentum frá öðru sæti riðilsins í útreikningum Opta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2018 16:00 Hvernig ætli Gylfa Þór Sigurðssyni lítist á þessa spá. Vísir/EPA Fjölmiðlar og tölfræðiþjónustur keppast nú við að spá fyrir um gang mála í riðlakeppni HM í fótbolta í Rússlandi sem hefst seinna í vikunni og það er alltaf fróðlegt að skoða hvaða trú þessir aðilar hafa á íslensku strákunum. Ísland rekur sem dæmi lestina í spá íþróttatölfræðiþjónustunnar Opta um lokastöðuna í D-riðli HM í fótbolta í Rússlandi en íslensku strákarnir eru samt ekki langt frá öðru sætinu sem myndi gefa sæti í sextán liða úrslitunum. Argentínumenn eiga að vinna yfirburðarsigur í D-riðlinum en það eru 75,7 prósent líkur á því að þeir komist áfram í útsláttarkeppnina. Öll hin þrjú liðin í riðlinum eru með minna en 50 prósent líkur á því að enda í öðru af tveimur efstu sætum riðilsins. Króatar eru með 45,2 prósent líkur á því að komast áfram, líkur nígeríska landsliðsins eru 40,6 prósent og íslensku strákarnir eru að lokum með 38,5 prósent líkur á sæti í sextán liða úrslitunum. Þetta þýðir um leið að strákarnir eru innan við sjö prósentum frá öðru sæti riðilsins samkvæmt útreikningum Opta. Samkvæmt þessu má búast við mjög spennandi keppni í D-riðlinum sem margir fjölmiðlar hafa litið á sem einn þann jafnasta í heimsmeistarakeppninni í ár. Spá Opta í D-riðli má sjá hér fyrir neðan.D - Based on our World Cup predictor, Opta give Argentina (75.7%) the best chance of progressing from Group D at the 2018 @FIFAWorldCup. Wisdom. For more info on the how the Opta Predictor is calculated, click here: https://t.co/O5yVz0Y0Zl#ARG#CRO#NGA#ISLpic.twitter.com/lh5MHw9Ksa — OptaJoe (@OptaJoe) June 12, 2018Það eru síðan aðeins 1,3 prósent líkur á því að strákarnir okkar verði heimsmeistarar í ár en brasilíska landsliðið er sigurstranglegast eins og sjá má hér fyrir neðan.13.2% - Based on our World Cup predictor, Opta give Brazil the highest chance of winning the 2018 World Cup (13.2%), followed by Germany (10.7%) & Argentina (10.1%). Probability. For more info on the how the Opta Predictor is calculated, click here: https://t.co/O5yVz0Y0Zlpic.twitter.com/MOjnESld6Z — OptaJoe (@OptaJoe) June 12, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Sjá meira
Fjölmiðlar og tölfræðiþjónustur keppast nú við að spá fyrir um gang mála í riðlakeppni HM í fótbolta í Rússlandi sem hefst seinna í vikunni og það er alltaf fróðlegt að skoða hvaða trú þessir aðilar hafa á íslensku strákunum. Ísland rekur sem dæmi lestina í spá íþróttatölfræðiþjónustunnar Opta um lokastöðuna í D-riðli HM í fótbolta í Rússlandi en íslensku strákarnir eru samt ekki langt frá öðru sætinu sem myndi gefa sæti í sextán liða úrslitunum. Argentínumenn eiga að vinna yfirburðarsigur í D-riðlinum en það eru 75,7 prósent líkur á því að þeir komist áfram í útsláttarkeppnina. Öll hin þrjú liðin í riðlinum eru með minna en 50 prósent líkur á því að enda í öðru af tveimur efstu sætum riðilsins. Króatar eru með 45,2 prósent líkur á því að komast áfram, líkur nígeríska landsliðsins eru 40,6 prósent og íslensku strákarnir eru að lokum með 38,5 prósent líkur á sæti í sextán liða úrslitunum. Þetta þýðir um leið að strákarnir eru innan við sjö prósentum frá öðru sæti riðilsins samkvæmt útreikningum Opta. Samkvæmt þessu má búast við mjög spennandi keppni í D-riðlinum sem margir fjölmiðlar hafa litið á sem einn þann jafnasta í heimsmeistarakeppninni í ár. Spá Opta í D-riðli má sjá hér fyrir neðan.D - Based on our World Cup predictor, Opta give Argentina (75.7%) the best chance of progressing from Group D at the 2018 @FIFAWorldCup. Wisdom. For more info on the how the Opta Predictor is calculated, click here: https://t.co/O5yVz0Y0Zl#ARG#CRO#NGA#ISLpic.twitter.com/lh5MHw9Ksa — OptaJoe (@OptaJoe) June 12, 2018Það eru síðan aðeins 1,3 prósent líkur á því að strákarnir okkar verði heimsmeistarar í ár en brasilíska landsliðið er sigurstranglegast eins og sjá má hér fyrir neðan.13.2% - Based on our World Cup predictor, Opta give Brazil the highest chance of winning the 2018 World Cup (13.2%), followed by Germany (10.7%) & Argentina (10.1%). Probability. For more info on the how the Opta Predictor is calculated, click here: https://t.co/O5yVz0Y0Zlpic.twitter.com/MOjnESld6Z — OptaJoe (@OptaJoe) June 12, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Sjá meira