Frederik Schram: Ef þú ræður ekki við ábyrgðina hefurðu ekkert að gera sem markvörður Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 12. júní 2018 14:00 Frederik Schram á landsliðsæfingu í dag. vísri/vilhelm Frederik Schram, danski Íslendingurinn í landsliðinu í fótbolta, er mættur á HM ásamt strákunum okkar en hann berst um varamarkvarðarstöðuna við Rúnar Alex Rúnarsson. Strákarnir hafa notið sín á fyrstu dögunum í Gelendzhik en æfingasvæði í Kabardinka er með flottasta móti og völlurinn alveg frábær. „Hingað til hafa æfingar verið góðar og aðstæður frábærar þannig þetta er allt í topp málum,“ segir Frederik á frábærri ensku. Hann vill frekar tala ensku í lengri viðtölum en hann verður betri í íslensku með hverjum deginum.Frederik Schram á æfingu með Rúnari Alex.vísir/vilhelmBara jákvæðir hlutir Eins og greint var frá í gær fundaði Hannes Þór Halldórsson með íslenska markvarðateyminum því honum fannst ansi þungt yfir mönnum á æfingum. Rúnar Alex talaði einnig um fundinn í fyrr í dag en hvað fannst Frederik? „Hannes kom að máli við okkur og sagði við Gumma, Alex og mig að við þurfum að njóta þess að vera hérna. Þetta er stærsta mót heims og því þurfum við að sýna að við höfum gaman að því að vera hérna. Hann sagði bara jákvæða hluti,“ segir Frederik. „Við hlökkum allir til fyrsta leiksins. Við æfum vel og reynum að halda gleðinni. Stemningin og orkan hefur verið mikil í herbúðum markvarðanna og vonandi verður það þannig áfram,“ segir hann. Frederik gerði slæm mistök í vináttuleiknum á móti Noregi á dögunum þegar að hann reyndi að leika á framherja gestanna með þeim afleiðingum að boltinn var hirtur af honum og settur í netið. Nóttin eftir mistökin var erfið.Hannes Þór fór aðeins yfir málin með strákunum.vísri/vilhelmSvaf lítið „Augljóslega svaf ég ekki vel því þetta voru stór mistök. Þetta var stórt fyrir mig því ég vildi sýna hversu góður ég er. Maður fær bara 90 mínútur í einu til að sýna sig og ef þú gerir það ekki er það næsti leikur,“ segir Frederik. „Svona er lífið sem markvörður og sérstaklega þegar að þú ert kominn svona langt. Ef þú ræður ekki við þetta áttu ekki að vera markvörður. Það er mikil ábyrgð að vera markvörður og ég elska ábyrgðina. Ef maður ræður ekki við ábyrgðina á maður ekki að standa í marki.“ „Ég er sterkur andlega og get því alveg ráðið við svona. Ég kem aftur sterkari. Ég er ekki einu sinni að hugsa um þetta núna því mistök gerast á stærstu sviðum fótboltans. Það sáum við bara í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ég er ekki slakur markvörður vegna þess að ég gerði ein slæm mistök. Ég veit að þetta verður ekki minn síðasti landsleikur,“ segir Frederik Schram.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Rúnar Alex væri til í að fá skýrari svör um hvort hann er númer tvö eða þrjú Rúnar Alex Rúnarsson er klár ef kallið kemur og undirbýr sig þannig fyrir alla leiki. 12. júní 2018 11:30 Hár, bros og takkaskór Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var með puttana á myndavélinni á æfingu strákanna og myndaði það helsta. 12. júní 2018 12:30 Dúllan bjargaði landsliðsfyrirliðanum | Myndir Þegar neyðin er stærst þá er Siggi dúlla næst. Það þekkja strákarnir í fótboltalandsliðinu vel. 12. júní 2018 10:30 HM í dag: Tómar fær aldrei nóg af uppáhaldinu hennar Klöru Þriðji þáttur HM í dag kominn í loftið. 12. júní 2018 09:00 Stelast til að horfa á og mynda strákana á æfingum Ekki allir íbúar Kabardinka fara eftir fyrirmælum yfirvalda. 12. júní 2018 10:00 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Frederik Schram, danski Íslendingurinn í landsliðinu í fótbolta, er mættur á HM ásamt strákunum okkar en hann berst um varamarkvarðarstöðuna við Rúnar Alex Rúnarsson. Strákarnir hafa notið sín á fyrstu dögunum í Gelendzhik en æfingasvæði í Kabardinka er með flottasta móti og völlurinn alveg frábær. „Hingað til hafa æfingar verið góðar og aðstæður frábærar þannig þetta er allt í topp málum,“ segir Frederik á frábærri ensku. Hann vill frekar tala ensku í lengri viðtölum en hann verður betri í íslensku með hverjum deginum.Frederik Schram á æfingu með Rúnari Alex.vísir/vilhelmBara jákvæðir hlutir Eins og greint var frá í gær fundaði Hannes Þór Halldórsson með íslenska markvarðateyminum því honum fannst ansi þungt yfir mönnum á æfingum. Rúnar Alex talaði einnig um fundinn í fyrr í dag en hvað fannst Frederik? „Hannes kom að máli við okkur og sagði við Gumma, Alex og mig að við þurfum að njóta þess að vera hérna. Þetta er stærsta mót heims og því þurfum við að sýna að við höfum gaman að því að vera hérna. Hann sagði bara jákvæða hluti,“ segir Frederik. „Við hlökkum allir til fyrsta leiksins. Við æfum vel og reynum að halda gleðinni. Stemningin og orkan hefur verið mikil í herbúðum markvarðanna og vonandi verður það þannig áfram,“ segir hann. Frederik gerði slæm mistök í vináttuleiknum á móti Noregi á dögunum þegar að hann reyndi að leika á framherja gestanna með þeim afleiðingum að boltinn var hirtur af honum og settur í netið. Nóttin eftir mistökin var erfið.Hannes Þór fór aðeins yfir málin með strákunum.vísri/vilhelmSvaf lítið „Augljóslega svaf ég ekki vel því þetta voru stór mistök. Þetta var stórt fyrir mig því ég vildi sýna hversu góður ég er. Maður fær bara 90 mínútur í einu til að sýna sig og ef þú gerir það ekki er það næsti leikur,“ segir Frederik. „Svona er lífið sem markvörður og sérstaklega þegar að þú ert kominn svona langt. Ef þú ræður ekki við þetta áttu ekki að vera markvörður. Það er mikil ábyrgð að vera markvörður og ég elska ábyrgðina. Ef maður ræður ekki við ábyrgðina á maður ekki að standa í marki.“ „Ég er sterkur andlega og get því alveg ráðið við svona. Ég kem aftur sterkari. Ég er ekki einu sinni að hugsa um þetta núna því mistök gerast á stærstu sviðum fótboltans. Það sáum við bara í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ég er ekki slakur markvörður vegna þess að ég gerði ein slæm mistök. Ég veit að þetta verður ekki minn síðasti landsleikur,“ segir Frederik Schram.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Rúnar Alex væri til í að fá skýrari svör um hvort hann er númer tvö eða þrjú Rúnar Alex Rúnarsson er klár ef kallið kemur og undirbýr sig þannig fyrir alla leiki. 12. júní 2018 11:30 Hár, bros og takkaskór Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var með puttana á myndavélinni á æfingu strákanna og myndaði það helsta. 12. júní 2018 12:30 Dúllan bjargaði landsliðsfyrirliðanum | Myndir Þegar neyðin er stærst þá er Siggi dúlla næst. Það þekkja strákarnir í fótboltalandsliðinu vel. 12. júní 2018 10:30 HM í dag: Tómar fær aldrei nóg af uppáhaldinu hennar Klöru Þriðji þáttur HM í dag kominn í loftið. 12. júní 2018 09:00 Stelast til að horfa á og mynda strákana á æfingum Ekki allir íbúar Kabardinka fara eftir fyrirmælum yfirvalda. 12. júní 2018 10:00 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Rúnar Alex væri til í að fá skýrari svör um hvort hann er númer tvö eða þrjú Rúnar Alex Rúnarsson er klár ef kallið kemur og undirbýr sig þannig fyrir alla leiki. 12. júní 2018 11:30
Hár, bros og takkaskór Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var með puttana á myndavélinni á æfingu strákanna og myndaði það helsta. 12. júní 2018 12:30
Dúllan bjargaði landsliðsfyrirliðanum | Myndir Þegar neyðin er stærst þá er Siggi dúlla næst. Það þekkja strákarnir í fótboltalandsliðinu vel. 12. júní 2018 10:30
HM í dag: Tómar fær aldrei nóg af uppáhaldinu hennar Klöru Þriðji þáttur HM í dag kominn í loftið. 12. júní 2018 09:00
Stelast til að horfa á og mynda strákana á æfingum Ekki allir íbúar Kabardinka fara eftir fyrirmælum yfirvalda. 12. júní 2018 10:00
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn