„Þeir hefðu allir viljað vera í þessum hópi“ Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 13. júní 2018 11:30 Albert gæti orðið leiðtogi í íslenska landsliðinu einn daginn en miklar vonir eru bundnar við hann í framtíðinni. Vísir/Vilhelm Albert Guðmundsson er einn efnilegasti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Þetta er niðustaða Goal.com sem setti KR-inginn uppalda í áttunda sæti listans sem franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe leiðir. Albert segir lífið í Rússlandi rólegt en skemmtilegt. Það sé gott að vera kominn út, hér sé einbeitingin alfarið á verkefnið frekar en heima fyrir brottför þar sem áreitið var mikið. Á hótelinu sé allt til alls. „Staffið er að gera allt sitt besta svo við þurfum ekki að gera handtak,“ segir Albert. Ekkert hafi komið á óvart en sem komið en Albert á von á að það breytist þegar nær dregur leikjunum. „Þetta verður augljóslega stórt en þetta verður bara gaman.“Strákarnir á æfingu í Kabardinka í Gelendzhik þar sem sólin er alltaf í heimsókn.Vísir/VilhelmHann telur auðveldara fyrir íslenska liðið að undirbúa sig fyrir að mæta Argentínu en öfugt. „Við höfum séð þessa gæja spila í bestu liðum í Evrópu. Við vitum hvernig týpur þeir eru,“ segir Albert. Þeir séu kandídatar í að verða heimsmeistarar. „Já, þess vegna en ef þú hefðir spurt hvort við værum það hefði ég sagt það um okkur.“ Hann segist gera sér vonir um að spila í öllum leikjum. Þannig vilji hann undirbúa sig fyrir leiki og vera klár, ef og þegar kallið kemur. Frekar en að reikna ekki með mínútum og vera ekki klár á því augnabliki sem hans krafta er þörf.Þorgrímur Þráinsson og Ríkharður Daðason eru strákunum til halds og trausts.Vísir/VilhelmÁ hótelinu stytta strákarnir sér stundir í „players lounge“. „Þar erum við að chilla nokkrir saman. Þar erum við með pool borð, borðtennisborð, pílukast og bíósal,“ segir framherjinn og þar drepi þeir tíma. Svo er einhver rússneskur pool leikur sem fáir sklja nokkuð í. Kristinn V. Jóhannsson búningastjóri hefur sagt vandamálið það að kúlurnar séu stærri en vasarnir sem þær eigi að fara ofan í. „Það er mjög erfitt að ná tökum á þessum leik, mjög erfitt að skora,“ segir Albert. Leikmennirnir þrír sem búa og spila fótbolta í Rússlandi geti lítið hjálpað þeim. „Þeir hafa ekki kynnt sér þetta nógu vel því það leit ekkert sérstaklega út þegar þeir voru að reyna að kenna okkur þetta,“ segir Albert. Björn Bergmann, Ragnar og Sverrir Ingi spila með liði Rostov í samnefndri borg.Blaðamaður Goal.com bendir réttilega á að Albert verður 21 árs þann 15. júní.Goal.comAlbert var í áttunda sæti á lista Goal.com á dögunum yfir efnilegustu leikmenn á HM. „Það er auðvitað mikill heiður að vera í þessum flotta hóp. Ég sá hann einmitt en þetta er ekkert sem er að fara að slá mig útaf laginu. Ég held mínum fókus og einbeiti mér að verkefninu,“ segir Albert. Í landsliðinu er grínast um allt og ekkert en Albert segir ekkert hafa verið skotið á hann útaf listanum góða. „Nei, ekki þannig. Ég held að þeir hefðu allir viljað vera í þessum hópi. Það er samt banter allan daginn en ekki beint um þetta,“ segir Albert. Honum líður vel í Rússlandi og til marks um það sefur hann afar vel. „Ég sef bara eins og barnið sem ég kannski er.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Sjá meira
Albert Guðmundsson er einn efnilegasti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Þetta er niðustaða Goal.com sem setti KR-inginn uppalda í áttunda sæti listans sem franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe leiðir. Albert segir lífið í Rússlandi rólegt en skemmtilegt. Það sé gott að vera kominn út, hér sé einbeitingin alfarið á verkefnið frekar en heima fyrir brottför þar sem áreitið var mikið. Á hótelinu sé allt til alls. „Staffið er að gera allt sitt besta svo við þurfum ekki að gera handtak,“ segir Albert. Ekkert hafi komið á óvart en sem komið en Albert á von á að það breytist þegar nær dregur leikjunum. „Þetta verður augljóslega stórt en þetta verður bara gaman.“Strákarnir á æfingu í Kabardinka í Gelendzhik þar sem sólin er alltaf í heimsókn.Vísir/VilhelmHann telur auðveldara fyrir íslenska liðið að undirbúa sig fyrir að mæta Argentínu en öfugt. „Við höfum séð þessa gæja spila í bestu liðum í Evrópu. Við vitum hvernig týpur þeir eru,“ segir Albert. Þeir séu kandídatar í að verða heimsmeistarar. „Já, þess vegna en ef þú hefðir spurt hvort við værum það hefði ég sagt það um okkur.“ Hann segist gera sér vonir um að spila í öllum leikjum. Þannig vilji hann undirbúa sig fyrir leiki og vera klár, ef og þegar kallið kemur. Frekar en að reikna ekki með mínútum og vera ekki klár á því augnabliki sem hans krafta er þörf.Þorgrímur Þráinsson og Ríkharður Daðason eru strákunum til halds og trausts.Vísir/VilhelmÁ hótelinu stytta strákarnir sér stundir í „players lounge“. „Þar erum við að chilla nokkrir saman. Þar erum við með pool borð, borðtennisborð, pílukast og bíósal,“ segir framherjinn og þar drepi þeir tíma. Svo er einhver rússneskur pool leikur sem fáir sklja nokkuð í. Kristinn V. Jóhannsson búningastjóri hefur sagt vandamálið það að kúlurnar séu stærri en vasarnir sem þær eigi að fara ofan í. „Það er mjög erfitt að ná tökum á þessum leik, mjög erfitt að skora,“ segir Albert. Leikmennirnir þrír sem búa og spila fótbolta í Rússlandi geti lítið hjálpað þeim. „Þeir hafa ekki kynnt sér þetta nógu vel því það leit ekkert sérstaklega út þegar þeir voru að reyna að kenna okkur þetta,“ segir Albert. Björn Bergmann, Ragnar og Sverrir Ingi spila með liði Rostov í samnefndri borg.Blaðamaður Goal.com bendir réttilega á að Albert verður 21 árs þann 15. júní.Goal.comAlbert var í áttunda sæti á lista Goal.com á dögunum yfir efnilegustu leikmenn á HM. „Það er auðvitað mikill heiður að vera í þessum flotta hóp. Ég sá hann einmitt en þetta er ekkert sem er að fara að slá mig útaf laginu. Ég held mínum fókus og einbeiti mér að verkefninu,“ segir Albert. Í landsliðinu er grínast um allt og ekkert en Albert segir ekkert hafa verið skotið á hann útaf listanum góða. „Nei, ekki þannig. Ég held að þeir hefðu allir viljað vera í þessum hópi. Það er samt banter allan daginn en ekki beint um þetta,“ segir Albert. Honum líður vel í Rússlandi og til marks um það sefur hann afar vel. „Ég sef bara eins og barnið sem ég kannski er.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Sjá meira