Pabbi gamli fyrirliði alltaf til staðar og veitti ómetanlega hjálp Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 13. júní 2018 12:30 Hólmar Örn Eyjólfsson var flottur í nýju jakkafötunum eins og hinir strákarnir á leiðinni til Rússlands. Vísir/Vilhelm Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður og glærný samkeppni í hægri bakverðinum hjá íslenska landsliðinu, á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana. Faðir hans Eyjólfur Gjafar Sverrisson spilaði á sínum tíma 66 landsleiki og skoraði í þeim tíu mörk, bar fyrirliðabandið oftar en einu sinni. Hann komst samt aldrei á HM. „Hann er bara hrikalega sáttur með þetta. Hann er bara að reyna að stimpla því inn í mig að njóta þess. Þetta er stórt, hann fékk aldrei að upplifa þetta. Hann er að reyna að segja mér að taka þetta inn. „Algjörlega. Ég held að það sé honum mikið að þakka því að atvinnumennskan er svo miklu meira en að vera góður í að taka á móti og senda bolta. Það er svo margt andlegt sem kemur inn í þetta. Hann hafði upplifað þetta allt áður.“Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 árs landsliðsins og fyrrverandi landsliðsfyrirliði.KSÍ„Það voru ýmsar stöður sem maður lenti í þegar maður var yngri og óreyndari. Nú er maður orðinn aðeins sjóaðri sjálfur og veit hvernig þetta virkar oft. Þá var hann alltaf til staðar til að útskýra fyrir manni hvað gæti legið að baki ýmsum ákvörðunum hér og þar. Hann er búinn að vera ómetanleg hjálp.“ Breytingin er mikil eftir að skrefið er tekið í atvinnumennskuna að sögn Hólmars.Hólmar Örn bregður á leik í Rússlandi.Vísir/Vilhelm„Þetta er öðruvísi umhverfi sem þú lendir í. Ferð frá Íslandi 17 ára úr mjög vernduðu umhverfi þar sem allir eru vinir þínir og mikil liðsheild og svo er það bara algjör undantekning að hafa svoleðis úti því samkeppnin er svo mikil. Menn eru fyrst og fremst að hugsa um sjálfan sig. Þetta er bara vinna og þeir hæfustu lifa af.“ Það var hrikalega gott að hafa hann til að segja manni einmitt það. Það eru ekki allir með þetta íslenska vinahugarfar.“ Margir hafa á orði að atvinnumennskan geti verið einmanaleg. „Þetta er highly competitive og þótt maður sé í liði með einhverjum er hann í þínu stöðu og að berjast við þig um sæti í liðinu. Það er einmitt það sem við höufm ekki hér Við erum hérna sem lið og þeir sem spila eru með 100 prósent stuðning frá hinum. Það er stórt partur af því sem gerir liðið svona sérstakt.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður og glærný samkeppni í hægri bakverðinum hjá íslenska landsliðinu, á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana. Faðir hans Eyjólfur Gjafar Sverrisson spilaði á sínum tíma 66 landsleiki og skoraði í þeim tíu mörk, bar fyrirliðabandið oftar en einu sinni. Hann komst samt aldrei á HM. „Hann er bara hrikalega sáttur með þetta. Hann er bara að reyna að stimpla því inn í mig að njóta þess. Þetta er stórt, hann fékk aldrei að upplifa þetta. Hann er að reyna að segja mér að taka þetta inn. „Algjörlega. Ég held að það sé honum mikið að þakka því að atvinnumennskan er svo miklu meira en að vera góður í að taka á móti og senda bolta. Það er svo margt andlegt sem kemur inn í þetta. Hann hafði upplifað þetta allt áður.“Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 árs landsliðsins og fyrrverandi landsliðsfyrirliði.KSÍ„Það voru ýmsar stöður sem maður lenti í þegar maður var yngri og óreyndari. Nú er maður orðinn aðeins sjóaðri sjálfur og veit hvernig þetta virkar oft. Þá var hann alltaf til staðar til að útskýra fyrir manni hvað gæti legið að baki ýmsum ákvörðunum hér og þar. Hann er búinn að vera ómetanleg hjálp.“ Breytingin er mikil eftir að skrefið er tekið í atvinnumennskuna að sögn Hólmars.Hólmar Örn bregður á leik í Rússlandi.Vísir/Vilhelm„Þetta er öðruvísi umhverfi sem þú lendir í. Ferð frá Íslandi 17 ára úr mjög vernduðu umhverfi þar sem allir eru vinir þínir og mikil liðsheild og svo er það bara algjör undantekning að hafa svoleðis úti því samkeppnin er svo mikil. Menn eru fyrst og fremst að hugsa um sjálfan sig. Þetta er bara vinna og þeir hæfustu lifa af.“ Það var hrikalega gott að hafa hann til að segja manni einmitt það. Það eru ekki allir með þetta íslenska vinahugarfar.“ Margir hafa á orði að atvinnumennskan geti verið einmanaleg. „Þetta er highly competitive og þótt maður sé í liði með einhverjum er hann í þínu stöðu og að berjast við þig um sæti í liðinu. Það er einmitt það sem við höufm ekki hér Við erum hérna sem lið og þeir sem spila eru með 100 prósent stuðning frá hinum. Það er stórt partur af því sem gerir liðið svona sérstakt.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira