Sagður hafa misnotað sér hrumleika Stan Lee Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júní 2018 08:43 Stan Lee sést hér með umboðsmanni sínum Keya Morgan. Vísir/Getty Umboðsmaður Stan Lee, stofnanda teiknimyndasögufyrirtækisins Marvel, er sagður hafa misnotað sér bágt heilsuástand umbjóðanda síns. Lögmaður Lee hefur fengið tímabundið nálgunarbann gegn umboðsmanninum, sem hefur í raun gegnt umönnunarhlutverki í lífi hins 95 ára gamla Lee á síðustu misserum. Umboðsmaðurinn, Keya Morgan, er sagður í frétt breska ríkisútvarpsins hafa gert sig gildandi í lífi Lee eftir að eiginkona teiknimyndasögugoðsagnarinnar lést í fyrra. Morgan hafi í raun „troðið sér inn“ í tómarúmið sem hún skildi eftir sig eins og það er orðað. Í nálgunarbannsbeiðninni er Morgan sagður ráða nær öllu er viðkemur lífi Lee, til að mynda hvar hann er búsettur og hver fái að hitta hann. Þannig hafi hann til að mynda þvingað hinn aldraða Lee til flytja af heimili sínu í fyrra. „Morgan hefur því haft óeðlileg áhrif á Lee og einangrað hann,“ segir í beiðninni. Það kemur svo í ljós í byrjun júlí hvort að nálgunarbann Lee gegn Morgan verði varanlegt. Morgan var handtekinn á mánudag vegna gruns um að hann hafi kallað eftir aðstoð lögreglunnar að ósekju. Hann er sagður hafa tilkynnt lögreglunni að brotist hafa verið inn á heimili Lee. „Innbrotsþjófarnir“ reyndust vera tvær rannsóknarlögreglumenn og einn starfsmaður félagsþjónustunnar sem komið höfðu til að kanna aðstæður Lee. Eftir að Morgan var sleppt úr haldi, gegn greiðslu tryggingar, birti Lee eftirfarandi myndband á samfélagsmiðlum. Í því segir hann að Morgan sé í raun eini samstarfs- og umboðsmaður hans. Stan Lee er einn dáðasti framleiðandi teiknimynda í sögunni en eftir hann liggja ótal bækur og myndir um hetjur á borð við Köngulóarmanninn, Jarfinn og Þrumuguðinn Þór.My only partner and business manager is @KeyaMorgan not all the other people making false claims. pic.twitter.com/JKUT1BZNI7— stan lee (@TheRealStanLee) June 10, 2018 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Sjá meira
Umboðsmaður Stan Lee, stofnanda teiknimyndasögufyrirtækisins Marvel, er sagður hafa misnotað sér bágt heilsuástand umbjóðanda síns. Lögmaður Lee hefur fengið tímabundið nálgunarbann gegn umboðsmanninum, sem hefur í raun gegnt umönnunarhlutverki í lífi hins 95 ára gamla Lee á síðustu misserum. Umboðsmaðurinn, Keya Morgan, er sagður í frétt breska ríkisútvarpsins hafa gert sig gildandi í lífi Lee eftir að eiginkona teiknimyndasögugoðsagnarinnar lést í fyrra. Morgan hafi í raun „troðið sér inn“ í tómarúmið sem hún skildi eftir sig eins og það er orðað. Í nálgunarbannsbeiðninni er Morgan sagður ráða nær öllu er viðkemur lífi Lee, til að mynda hvar hann er búsettur og hver fái að hitta hann. Þannig hafi hann til að mynda þvingað hinn aldraða Lee til flytja af heimili sínu í fyrra. „Morgan hefur því haft óeðlileg áhrif á Lee og einangrað hann,“ segir í beiðninni. Það kemur svo í ljós í byrjun júlí hvort að nálgunarbann Lee gegn Morgan verði varanlegt. Morgan var handtekinn á mánudag vegna gruns um að hann hafi kallað eftir aðstoð lögreglunnar að ósekju. Hann er sagður hafa tilkynnt lögreglunni að brotist hafa verið inn á heimili Lee. „Innbrotsþjófarnir“ reyndust vera tvær rannsóknarlögreglumenn og einn starfsmaður félagsþjónustunnar sem komið höfðu til að kanna aðstæður Lee. Eftir að Morgan var sleppt úr haldi, gegn greiðslu tryggingar, birti Lee eftirfarandi myndband á samfélagsmiðlum. Í því segir hann að Morgan sé í raun eini samstarfs- og umboðsmaður hans. Stan Lee er einn dáðasti framleiðandi teiknimynda í sögunni en eftir hann liggja ótal bækur og myndir um hetjur á borð við Köngulóarmanninn, Jarfinn og Þrumuguðinn Þór.My only partner and business manager is @KeyaMorgan not all the other people making false claims. pic.twitter.com/JKUT1BZNI7— stan lee (@TheRealStanLee) June 10, 2018
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“