Ofurfyrirsætur, Robbie Williams og bolti úr geimnum á opnunarhátíð HM Kolbeinn Tumi Daðason á leið til Moskvu skrifar 14. júní 2018 14:30 Rússarnir tjölduðu öllu til við opnunaratriðin í dag. Vísir/getty Tchaikovsky, rússnesk ofurfyrirsæta, gamli Ronaldo og Robbie Williams eru á meðal þeirra sem munu troða upp á Luzhniki leikvanginum í Rússlandi þegar HM verður sett með pompi og prakt í dag. Ólíkt fyrri opnunarhátíð verður þessi í styttra lagi og nær þeim tíma þegar argentínski dómarinn Nestor Pitana flautar til leiks Rússlands gegn Sádí Arabíu. Tónlistin mun ráða ríkjum á meðan hátíðinni stendur en það er listrænn stjórnandi er Felix Mikhailov. Hans hægri hönd er Ilya Averbukh en í kringum 800 manns taka þátt í sýningunni. Rússneska sópran söngkonan Aida Garifullina, sem syngur við Vínaróperuna, verður í stærsta hlutverkinu ásamt popparanum Robbie Williams. Casillas með bikarinnVísir/GettyHátíðin hefst á því að Iker Casillas, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Spánverja, og ofurfyrirsætan Natalia Vodianova ganga inn á leikvanginn með verðlaunagripinn sjálfan. Sá verður í öskju sem Louis Vuitton hannað á dögunum. Hálftíma fyrir leik verða klassísk tónlistaratriði þar sem stjórnandinn, fiðlu- og víóluleikarinn Yuri Bashmet og Daniil Trifonov, píanisti og tónskáld, flytja verk eftir Peter Tchaikovsky. Þar á eftir munu Ronaldo hinn brasilíski og Robbie Williams bregða á leik með ungum iðkanda. Í framhaldinu syngur Robbie Williams slagara sinn Let Me Entertain You og dansarar sveifla sér með.Robbie Williams tekur sína helstu slagara í Moskvu í dag.Vísir/GettyAlexander Boldachev, hörpuleikari og tónskáld, stígur á stokk áður en Aida Garifullina kemur inn á leikvanginn á baki eldfugls. Enn er tími fyrir Robbie Williams að syngja slagara, nú Feel, og enn dansar fólk með. Þau Robbie og Aida syngja svo saman Angels áður en krakkar og pör koma inn á völlinn, fulltrúar liðanna 32 í keppninni. Áhorfendur á vellinum halda gylltum stjörnum á lofti og sendiherra Rostov við Don gengur inn á leikvanginn með HM boltann, Telstar 18. Boltinn var sendur út í geim með alþjóðlegu geimstofnuninni í mars, var á sporbaug og geimfarar spiluðu fótbolta með í geimnum. Boltinn kom aftur til jarðar þann 3. júní. Stjörnur keppninnar taka hátíðlega upphafsspyrnu og Robbie Williams syngur Rock DJ. Þar með lýkur opnunarhátíðinni. Þá verður allt gert klárt fyrir leikmenn sem ganga inn á völlinn ásamt dómurum. Leikur Rússa og Sádí-Arabíu hefst svo klukkan þrjú, eða klukkan sex að staðartíma. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Sjá meira
Tchaikovsky, rússnesk ofurfyrirsæta, gamli Ronaldo og Robbie Williams eru á meðal þeirra sem munu troða upp á Luzhniki leikvanginum í Rússlandi þegar HM verður sett með pompi og prakt í dag. Ólíkt fyrri opnunarhátíð verður þessi í styttra lagi og nær þeim tíma þegar argentínski dómarinn Nestor Pitana flautar til leiks Rússlands gegn Sádí Arabíu. Tónlistin mun ráða ríkjum á meðan hátíðinni stendur en það er listrænn stjórnandi er Felix Mikhailov. Hans hægri hönd er Ilya Averbukh en í kringum 800 manns taka þátt í sýningunni. Rússneska sópran söngkonan Aida Garifullina, sem syngur við Vínaróperuna, verður í stærsta hlutverkinu ásamt popparanum Robbie Williams. Casillas með bikarinnVísir/GettyHátíðin hefst á því að Iker Casillas, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Spánverja, og ofurfyrirsætan Natalia Vodianova ganga inn á leikvanginn með verðlaunagripinn sjálfan. Sá verður í öskju sem Louis Vuitton hannað á dögunum. Hálftíma fyrir leik verða klassísk tónlistaratriði þar sem stjórnandinn, fiðlu- og víóluleikarinn Yuri Bashmet og Daniil Trifonov, píanisti og tónskáld, flytja verk eftir Peter Tchaikovsky. Þar á eftir munu Ronaldo hinn brasilíski og Robbie Williams bregða á leik með ungum iðkanda. Í framhaldinu syngur Robbie Williams slagara sinn Let Me Entertain You og dansarar sveifla sér með.Robbie Williams tekur sína helstu slagara í Moskvu í dag.Vísir/GettyAlexander Boldachev, hörpuleikari og tónskáld, stígur á stokk áður en Aida Garifullina kemur inn á leikvanginn á baki eldfugls. Enn er tími fyrir Robbie Williams að syngja slagara, nú Feel, og enn dansar fólk með. Þau Robbie og Aida syngja svo saman Angels áður en krakkar og pör koma inn á völlinn, fulltrúar liðanna 32 í keppninni. Áhorfendur á vellinum halda gylltum stjörnum á lofti og sendiherra Rostov við Don gengur inn á leikvanginn með HM boltann, Telstar 18. Boltinn var sendur út í geim með alþjóðlegu geimstofnuninni í mars, var á sporbaug og geimfarar spiluðu fótbolta með í geimnum. Boltinn kom aftur til jarðar þann 3. júní. Stjörnur keppninnar taka hátíðlega upphafsspyrnu og Robbie Williams syngur Rock DJ. Þar með lýkur opnunarhátíðinni. Þá verður allt gert klárt fyrir leikmenn sem ganga inn á völlinn ásamt dómurum. Leikur Rússa og Sádí-Arabíu hefst svo klukkan þrjú, eða klukkan sex að staðartíma.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti