Strákarnir unnu sér inn fyrir frídeginum með erfiðri æfingu Tómas Þór Þórðarson í Moskvu skrifar 15. júní 2018 08:00 Hér má sjá einn hjólahópinn sem Maggi Gylfa leiddi um stræti og strönd Kabardinka. vísir/vilhelm „Þetta er búið að vera mjög gott. Völlurinn er góður, hótelið fínt þannig það er ekki yfir neinu að klaga. Við erum í flottum aðstæðum hérna til að gera okkur klára í leikinn,“ segir Ólafur Ingi Skúlason, miðjumaður íslenska landsliðsins í fótbolta, um lífið í Gelendzikh þar sem að strákarnir okkar dvelja og æfa á meðan HM stendur.Sjá einnig:Ólafur Ingi: Rússinn hrifinn af hormottunni en ég á eftir að sjá eftir þessu Hótellífið er ekkert fyrir alla og mikilvægt að finna sér eitthvað að gera en Ólafur og okkar menn eru duglegir að hafa eitthvað fyrir stafni og þeim leiðist ekkert. „Við reynum að halda lífi og fjöri í þessu inn á milli þegar að það koma einhverjir klukkutímar inn á milli. Við erum náttúrlega ekki búnir að vera svo lengi hérna. Menn eru bara spenntir og við erum svolítið bara að bíða eftir leiknum á laugardaginn. Það hefur ekki verið neitt vandamál að drepa tímann,“ segir Ólafur Ingi.Strákranir keyrðu púlsinn upp í fyrradag og fengu frídag á móti.vísri/vilhelmAðstæður leyfa betri bolta Árbæingurinn er ekkert mikið fyrir að sleikja sólina allan daginn. Það eru aðrir í landsliðinu sem elska að vera sólbrúnir og sætir og vinna hart í því. „Það er eins og sumir vilji alltaf blómum á sig bæta. Ég er nú ekki mikið fyrir það að vera á sundlaugabakkanum eins og sést þar sem ég er nú hvítari heldur en flestir hérna. En þetta er bara gott. Menn hafa þetta bara eins og þeir vilja. Sumum finnst gott að sleikja sólina en aðrir vilja frekar vera inni og spila,“ segir Ólafur Ingi. Miðjumaðurinn segir æfingarnar í Kabardinka þar sem að æfingavöllurinn er vera alveg frábæran sem skilar betri æfingum. Laugardalsvöllur var strákunum erfiður miðað við þessa flöt sem boðið er upp á. „Aðstæður hérna leyfa betri fótbolta. Völlurinn er svo geggjaður og það skilar meira tempó á æfingum. Boltinn gengur hraðar þannig að menn þurfa að hreyfa sig hraðar og taka ákvarðanir fyrr. Það er bara búið að vera mjög hollt fyrir okkur að vera á svona góðum grasvelli með fullri virðingu fyrir Laugardalsvellinum. Hann er náttúrlega ekkert í líkingu við þetta enda veðrið allt öðruvísi,“ segir Ólafur Ingi.Ólafur Ingi Skúlason í viðtölum á æfingunni í fyrradag.vísir/vilhelmVöldu frídaginn sjálfir „Við erum búnir að skerpa vel á okkur. Við áttum góða æfingu í fyrradag og svo fengu menn frídag í gær og gátu hlaðið batteríin. Það verður svo tekið á því í dag, hlutirnir fínpússaðir á morgun og svo verðum við klárir á laugardaginn.“ Okkar menn fengu frídag í gær. Þeir þurftu ekki að æfa og nýttu margir hverjir tækifærið til að hjóla um Kabardinka og slaka á. Þetta var eitthvað sem strákarnir vildu og þeir unnu sér inn fyrir frídeginum. „Við fengum að velja þetta sjálfir. Við tókum í staðinn mjög góða en erfiða æfingu á þriðjudaginn. Við kusum það frekar að taka vel á því á þeirri æfingu og þrýsta upp púlsinum aðeins. Á móti fengum við frídag í gær. Það er bara gott að fá einn dag þar sem við gátum kúplað okkur út og hugsað um líkamann,“ segir Ólafur Ingi Skúlason.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Fleiri fréttir Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Í beinni: Danmörk - Svíþjóð | Norðurlandaslagur af bestu gerð Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Sjá meira
„Þetta er búið að vera mjög gott. Völlurinn er góður, hótelið fínt þannig það er ekki yfir neinu að klaga. Við erum í flottum aðstæðum hérna til að gera okkur klára í leikinn,“ segir Ólafur Ingi Skúlason, miðjumaður íslenska landsliðsins í fótbolta, um lífið í Gelendzikh þar sem að strákarnir okkar dvelja og æfa á meðan HM stendur.Sjá einnig:Ólafur Ingi: Rússinn hrifinn af hormottunni en ég á eftir að sjá eftir þessu Hótellífið er ekkert fyrir alla og mikilvægt að finna sér eitthvað að gera en Ólafur og okkar menn eru duglegir að hafa eitthvað fyrir stafni og þeim leiðist ekkert. „Við reynum að halda lífi og fjöri í þessu inn á milli þegar að það koma einhverjir klukkutímar inn á milli. Við erum náttúrlega ekki búnir að vera svo lengi hérna. Menn eru bara spenntir og við erum svolítið bara að bíða eftir leiknum á laugardaginn. Það hefur ekki verið neitt vandamál að drepa tímann,“ segir Ólafur Ingi.Strákranir keyrðu púlsinn upp í fyrradag og fengu frídag á móti.vísri/vilhelmAðstæður leyfa betri bolta Árbæingurinn er ekkert mikið fyrir að sleikja sólina allan daginn. Það eru aðrir í landsliðinu sem elska að vera sólbrúnir og sætir og vinna hart í því. „Það er eins og sumir vilji alltaf blómum á sig bæta. Ég er nú ekki mikið fyrir það að vera á sundlaugabakkanum eins og sést þar sem ég er nú hvítari heldur en flestir hérna. En þetta er bara gott. Menn hafa þetta bara eins og þeir vilja. Sumum finnst gott að sleikja sólina en aðrir vilja frekar vera inni og spila,“ segir Ólafur Ingi. Miðjumaðurinn segir æfingarnar í Kabardinka þar sem að æfingavöllurinn er vera alveg frábæran sem skilar betri æfingum. Laugardalsvöllur var strákunum erfiður miðað við þessa flöt sem boðið er upp á. „Aðstæður hérna leyfa betri fótbolta. Völlurinn er svo geggjaður og það skilar meira tempó á æfingum. Boltinn gengur hraðar þannig að menn þurfa að hreyfa sig hraðar og taka ákvarðanir fyrr. Það er bara búið að vera mjög hollt fyrir okkur að vera á svona góðum grasvelli með fullri virðingu fyrir Laugardalsvellinum. Hann er náttúrlega ekkert í líkingu við þetta enda veðrið allt öðruvísi,“ segir Ólafur Ingi.Ólafur Ingi Skúlason í viðtölum á æfingunni í fyrradag.vísir/vilhelmVöldu frídaginn sjálfir „Við erum búnir að skerpa vel á okkur. Við áttum góða æfingu í fyrradag og svo fengu menn frídag í gær og gátu hlaðið batteríin. Það verður svo tekið á því í dag, hlutirnir fínpússaðir á morgun og svo verðum við klárir á laugardaginn.“ Okkar menn fengu frídag í gær. Þeir þurftu ekki að æfa og nýttu margir hverjir tækifærið til að hjóla um Kabardinka og slaka á. Þetta var eitthvað sem strákarnir vildu og þeir unnu sér inn fyrir frídeginum. „Við fengum að velja þetta sjálfir. Við tókum í staðinn mjög góða en erfiða æfingu á þriðjudaginn. Við kusum það frekar að taka vel á því á þeirri æfingu og þrýsta upp púlsinum aðeins. Á móti fengum við frídag í gær. Það er bara gott að fá einn dag þar sem við gátum kúplað okkur út og hugsað um líkamann,“ segir Ólafur Ingi Skúlason.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Fleiri fréttir Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Í beinni: Danmörk - Svíþjóð | Norðurlandaslagur af bestu gerð Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Sjá meira