Tár féllu þegar Jón Daði skoðaði kveðjugjöfina frá unnustunni Kolbeinn Tumi Daðason í Moskvu skrifar 15. júní 2018 07:30 Jón Daði á æfingu með strákunum í Kabardinka. Vísir/Vilhelm Það er óhætt að segja að Jón Daði Böðvarsson sé vel stemmdur fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta. Framherjinn sem stimplaði sig inn með látum í undankeppni EM fyrir sex árum hefur skapað sér stöðu sem vinnuhundur og lykilmaður landsliðsins. „Ég titra af spenningi eins og krakki að bíða eftir jólagjöfunum,“ segir Jón Daði. Hann er einlægur í viðtölum sem er í takti við persónuleikann, heimakær Selfyssingur í hinum stóra atvinnumannaheimi. Hann hefur þó hvergi gleymt rótunum. Reglulega gefur hann af sér í heimabænum, situr fyrir á myndum, fer á æfingar hjá yngri flokkum og gefur eiginhandarráritanir og góð ráð.Jón Daði raðaði inn mörkunum með Selfoss í Pepsi-deildinni sumarið 2012.Vísir/Ernir„Það er ákveðin hugsun í hausnum að gleyma ekki hvaðan þú ert. Maður kemur frá þessu litla bæjarfélagi Selfossi, var þar frá því ég var sex ára og þangað til ég flutti út tvítugur. Mér þykir svakalega vænt um þetta bæjarfélag og ég reyni alltaf að gefa af mér eins mikið og ég get. Hvort sem er að mæta í Nettó og skrifa eiginhandaráritanir eða fyrir krakkana að fá myndir eða eitthvað. Það er það sem gildir í lífinu sjálfu,“ segir Jón Daði. Enginn sem þekkir til Jóns Daða eða hefur rætt við hann efast eina sekúndu um að hann meinar það sem hann segir. Rótunum má ekki gleyma. „Algjörlega, þú mátt ekkert gleyma því. Einhvern veginn eins og ég hef alltaf verið og held áfram að vera.“Falleg mynd af parinu úr einkasafni.Unnusta Jóns Daða, María Ósk Skúladóttir, kom sínum manni á óvart fyrir ferðina með kveðjugjöf. Fréttastofa fékk veður af gjöfinni og spurði Jón Daða út í hana. „Þetta var gjöf sem konan mín gaf mér fyrir mót, kveðjugjöf, afmælisgjöf. Hún bjó til þessa bók þar sem fullt af vinum og fjölskyldumeðlimum skrifuðu falleg kvejðuorð fyrir mót. Það hefur sannarlega gefið mér innblástur og góða tilfinningu fyrir mótið,“ segir Jón Daði. Hann nýtur þess að skoða hana. „Ég greip í hana í fyrradag og er ekki frá því að það féllu smá tár. Þetta var svo fallega skrifað hjá öllum. Þetta er örugglega besta gjöf sem kærastan hefur gefið mér.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Það er óhætt að segja að Jón Daði Böðvarsson sé vel stemmdur fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta. Framherjinn sem stimplaði sig inn með látum í undankeppni EM fyrir sex árum hefur skapað sér stöðu sem vinnuhundur og lykilmaður landsliðsins. „Ég titra af spenningi eins og krakki að bíða eftir jólagjöfunum,“ segir Jón Daði. Hann er einlægur í viðtölum sem er í takti við persónuleikann, heimakær Selfyssingur í hinum stóra atvinnumannaheimi. Hann hefur þó hvergi gleymt rótunum. Reglulega gefur hann af sér í heimabænum, situr fyrir á myndum, fer á æfingar hjá yngri flokkum og gefur eiginhandarráritanir og góð ráð.Jón Daði raðaði inn mörkunum með Selfoss í Pepsi-deildinni sumarið 2012.Vísir/Ernir„Það er ákveðin hugsun í hausnum að gleyma ekki hvaðan þú ert. Maður kemur frá þessu litla bæjarfélagi Selfossi, var þar frá því ég var sex ára og þangað til ég flutti út tvítugur. Mér þykir svakalega vænt um þetta bæjarfélag og ég reyni alltaf að gefa af mér eins mikið og ég get. Hvort sem er að mæta í Nettó og skrifa eiginhandaráritanir eða fyrir krakkana að fá myndir eða eitthvað. Það er það sem gildir í lífinu sjálfu,“ segir Jón Daði. Enginn sem þekkir til Jóns Daða eða hefur rætt við hann efast eina sekúndu um að hann meinar það sem hann segir. Rótunum má ekki gleyma. „Algjörlega, þú mátt ekkert gleyma því. Einhvern veginn eins og ég hef alltaf verið og held áfram að vera.“Falleg mynd af parinu úr einkasafni.Unnusta Jóns Daða, María Ósk Skúladóttir, kom sínum manni á óvart fyrir ferðina með kveðjugjöf. Fréttastofa fékk veður af gjöfinni og spurði Jón Daða út í hana. „Þetta var gjöf sem konan mín gaf mér fyrir mót, kveðjugjöf, afmælisgjöf. Hún bjó til þessa bók þar sem fullt af vinum og fjölskyldumeðlimum skrifuðu falleg kvejðuorð fyrir mót. Það hefur sannarlega gefið mér innblástur og góða tilfinningu fyrir mótið,“ segir Jón Daði. Hann nýtur þess að skoða hana. „Ég greip í hana í fyrradag og er ekki frá því að það féllu smá tár. Þetta var svo fallega skrifað hjá öllum. Þetta er örugglega besta gjöf sem kærastan hefur gefið mér.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira