Emil: Býst við stærra hlutverki núna en á EM Tómas Þór Þórðarson í Moskvu skrifar 15. júní 2018 09:30 Emil Hallfreðsson er líklegur í íslenska byrjunarliðið á móti Argentínu. vísir/vilhelm Emil Hallfreðsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur á undanförnum misserum alltaf fengið stærra og stærra hlutverk í liðinu eftir að hann þurfti að dúsa mikið á bekknum og var í hreinskilni sagt ekki með stórt hlutverk. Emil, sem hóf feril sinn sem kantmaður, kom mjög oft inn á kantinn í leikjum þrátt fyrir að hann hættur að spila þá stöðu með félagsliði sínu fyrir löngu. Eðli málsins samkvæmt skilaði hann ekki alltaf jafngóðu starfi þar og í sinni stöðu sem er á miðjunni. Hafnfirðingurinn kom aðeins inn á í einum leik á EM fyrir tveimur árum en það var einmitt á vænginn á móti Ungverjalandi. Innkoman var ekkert sérstök og spilaði Emil ekki fleiri mínútur á mótinu. Eftir að hann fór að spila meira á miðjunni fóru hlutirnir að líta betur út hjá honum í landsliðinu.Emil Hallfreðsson kom við sögu í einum leik á EM en hugsar ekki mikið til baka.vísir/vilhelm„Mér hefur gengið mun betur eftir að ég fékk að spila á miðjunni undanfarin tvö ár. Ég spilaði ekki mikið á EM en það er bara eins og það var. Ég er löngu kominn yfir það og ekkert pælt í því í tvö ár,“ segir Emil sem er mjög líklegur til að vera í byrjunarliðinu á móti Argentínu, hvort sem að Aron Einar er meiddur eða ekki. „Staðan hjá mér núna er vissulega öðruvísi. Ég vona og býst við því að fá aðeins stærra hlutverk en á EM. Þetta er bara spennandi enda er maður fyrir löngu byrjaður að undirbúa sig fyrir þetta,“ segir hann. Það styttist í stóru stundina í Moskvu en strákarnir okkar ganga út á Spartak-völlinn klukkan 16.00 að staðartíma á laugardaginn og hefja leik á HM. Undirbúningur er á fullu hjá okkar mönnum. „Við erum búnir að taka nokkra fundi fyrir Argentínuleikinn og fórum yfir það aftur í gær. Við fórum létt yfir þá heima á Íslandi og svo aftur hérna. Menn eru orðnir innstillir á þann leik og hvernig við ætlum að fara í það verkefni,“ segir Emil Hallfreðsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir unnu sér inn fyrir frídeginum með erfiðri æfingu Ólafur Ingi Skúlason segir æfingarnar betri í Gelendzikh völlurinn er svo rosalega góður. 15. júní 2018 08:00 HM í dag: Flugvélamaturinn setur strik í reikninginn Fjölmiðlastrákarnir okkar eru komnir til Moskvu og það var lítið annað að gera en að byrja daginn á söng. 15. júní 2018 09:00 Góðkunningi Íslands blæs í flautuna í slagnum við Argentínu Dæmdi leik Íslands og Austurríkis á EM fyrir tveimur árum. 15. júní 2018 08:30 Bein útsending: Blaðamannafundur Arons og Heimis fyrir Argentínuleikinn Innan við sólarhringur í leikinn á Spartak leikvanginum. 15. júní 2018 10:15 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira
Emil Hallfreðsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur á undanförnum misserum alltaf fengið stærra og stærra hlutverk í liðinu eftir að hann þurfti að dúsa mikið á bekknum og var í hreinskilni sagt ekki með stórt hlutverk. Emil, sem hóf feril sinn sem kantmaður, kom mjög oft inn á kantinn í leikjum þrátt fyrir að hann hættur að spila þá stöðu með félagsliði sínu fyrir löngu. Eðli málsins samkvæmt skilaði hann ekki alltaf jafngóðu starfi þar og í sinni stöðu sem er á miðjunni. Hafnfirðingurinn kom aðeins inn á í einum leik á EM fyrir tveimur árum en það var einmitt á vænginn á móti Ungverjalandi. Innkoman var ekkert sérstök og spilaði Emil ekki fleiri mínútur á mótinu. Eftir að hann fór að spila meira á miðjunni fóru hlutirnir að líta betur út hjá honum í landsliðinu.Emil Hallfreðsson kom við sögu í einum leik á EM en hugsar ekki mikið til baka.vísir/vilhelm„Mér hefur gengið mun betur eftir að ég fékk að spila á miðjunni undanfarin tvö ár. Ég spilaði ekki mikið á EM en það er bara eins og það var. Ég er löngu kominn yfir það og ekkert pælt í því í tvö ár,“ segir Emil sem er mjög líklegur til að vera í byrjunarliðinu á móti Argentínu, hvort sem að Aron Einar er meiddur eða ekki. „Staðan hjá mér núna er vissulega öðruvísi. Ég vona og býst við því að fá aðeins stærra hlutverk en á EM. Þetta er bara spennandi enda er maður fyrir löngu byrjaður að undirbúa sig fyrir þetta,“ segir hann. Það styttist í stóru stundina í Moskvu en strákarnir okkar ganga út á Spartak-völlinn klukkan 16.00 að staðartíma á laugardaginn og hefja leik á HM. Undirbúningur er á fullu hjá okkar mönnum. „Við erum búnir að taka nokkra fundi fyrir Argentínuleikinn og fórum yfir það aftur í gær. Við fórum létt yfir þá heima á Íslandi og svo aftur hérna. Menn eru orðnir innstillir á þann leik og hvernig við ætlum að fara í það verkefni,“ segir Emil Hallfreðsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir unnu sér inn fyrir frídeginum með erfiðri æfingu Ólafur Ingi Skúlason segir æfingarnar betri í Gelendzikh völlurinn er svo rosalega góður. 15. júní 2018 08:00 HM í dag: Flugvélamaturinn setur strik í reikninginn Fjölmiðlastrákarnir okkar eru komnir til Moskvu og það var lítið annað að gera en að byrja daginn á söng. 15. júní 2018 09:00 Góðkunningi Íslands blæs í flautuna í slagnum við Argentínu Dæmdi leik Íslands og Austurríkis á EM fyrir tveimur árum. 15. júní 2018 08:30 Bein útsending: Blaðamannafundur Arons og Heimis fyrir Argentínuleikinn Innan við sólarhringur í leikinn á Spartak leikvanginum. 15. júní 2018 10:15 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira
Strákarnir unnu sér inn fyrir frídeginum með erfiðri æfingu Ólafur Ingi Skúlason segir æfingarnar betri í Gelendzikh völlurinn er svo rosalega góður. 15. júní 2018 08:00
HM í dag: Flugvélamaturinn setur strik í reikninginn Fjölmiðlastrákarnir okkar eru komnir til Moskvu og það var lítið annað að gera en að byrja daginn á söng. 15. júní 2018 09:00
Góðkunningi Íslands blæs í flautuna í slagnum við Argentínu Dæmdi leik Íslands og Austurríkis á EM fyrir tveimur árum. 15. júní 2018 08:30
Bein útsending: Blaðamannafundur Arons og Heimis fyrir Argentínuleikinn Innan við sólarhringur í leikinn á Spartak leikvanginum. 15. júní 2018 10:15