Var ekki að fara að rífast við Eið Smára um treyju númer 22 Kolbeinn Tumi Daðason í Moskvu skrifar 15. júní 2018 15:00 Eiður Smári Guðjohnsen á EM 2016. Vísir/Getty „Ég titra af spenningi eins og krakki að bíða eftir jólagjöfunum,“ segir Jón Daði Böðvarsson en framundan er fyrsti leikurinn gegn Argentínu á morgun. Margir spá því að Jón Daði verði einn í fremstu víglínu í leiknum en erfitt er fyrir Heimi Hallgrímsson að horfa framhjá Alfreð Finnbogasyni sem verið hefur sjóðheitur upp við mörk andstæðingsins, hvort sem er með félagsliði sínu Augsburg eða landsliðinu. „Ég hef ekki stökustu hugmynd hvernig byrjunarliðið verður, hvort ég byrji eða ekki. Það er góður höfuðverkur fyrir þjálfarana,“ segir Jón Daði. „Ég er mjög fitt og líður vel. Sjálfstraustið er hátt uppi og ég kem inn í þetta mót ánægður með líðandi tímabil hjá Reading.“ Hann segist jafnspenntur nú og fyrir fyrsta leikinn á EM fyrir tveimur árum. Þá mætti hann Ronaldo í fyrsta leik og nú er það Lionel Messi. „Jú, það er ákveðin upplifun. Ekki margir sem geta sagst hafa spilað á móti tveimur bestu leikmönnum allra tíma. Gaman að því,“ segir Jón Daði. Hann klæðist treyju númer 22 í þessu móti en var númer 15 á EM. „Fyrir Tyrkjaleikinn í undankeppni EM (haustið 2014) var ég númer 22, þá var Eiður (Smári Guðjohnsen) ekki í hóp. Hann var númer 22, ég var ekki að fara að rífast við þann kall. Ég lét það bara eiga sig en er orðinn aftur 22 núna.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Fleiri fréttir Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Sjá meira
„Ég titra af spenningi eins og krakki að bíða eftir jólagjöfunum,“ segir Jón Daði Böðvarsson en framundan er fyrsti leikurinn gegn Argentínu á morgun. Margir spá því að Jón Daði verði einn í fremstu víglínu í leiknum en erfitt er fyrir Heimi Hallgrímsson að horfa framhjá Alfreð Finnbogasyni sem verið hefur sjóðheitur upp við mörk andstæðingsins, hvort sem er með félagsliði sínu Augsburg eða landsliðinu. „Ég hef ekki stökustu hugmynd hvernig byrjunarliðið verður, hvort ég byrji eða ekki. Það er góður höfuðverkur fyrir þjálfarana,“ segir Jón Daði. „Ég er mjög fitt og líður vel. Sjálfstraustið er hátt uppi og ég kem inn í þetta mót ánægður með líðandi tímabil hjá Reading.“ Hann segist jafnspenntur nú og fyrir fyrsta leikinn á EM fyrir tveimur árum. Þá mætti hann Ronaldo í fyrsta leik og nú er það Lionel Messi. „Jú, það er ákveðin upplifun. Ekki margir sem geta sagst hafa spilað á móti tveimur bestu leikmönnum allra tíma. Gaman að því,“ segir Jón Daði. Hann klæðist treyju númer 22 í þessu móti en var númer 15 á EM. „Fyrir Tyrkjaleikinn í undankeppni EM (haustið 2014) var ég númer 22, þá var Eiður (Smári Guðjohnsen) ekki í hóp. Hann var númer 22, ég var ekki að fara að rífast við þann kall. Ég lét það bara eiga sig en er orðinn aftur 22 núna.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Fleiri fréttir Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Sjá meira