Margir erlendir fjölmiðlar líta á það sem kraftaverk að íslenska liðið sé komið á HM. Það virðist fara pínu í taugarnar á Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfara.
„Ég lít ekki á það að þetta sé eitthvað kraftaverk," sagði Heimir eftir eina spurninguna.
„Við erum kannski ekki alveg eins og flest lið á mótinu en ef fólki lítur á þetta sem eitthvað kraftaverk þá veit það ekki mikið um íslenska liðið."
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.

