Vala Matt lærði að gera uppáhaldspastarétt Sophiu Loren á Ítalíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2018 13:45 Vala Matt fór í sælkeraleiðangur til Bibione á Ítalíu fyrir Ísland í dag á dögunum. Hún segir að ekki þurfi að kunna meira en þær þrjár uppskriftir sem fylgja með hér fyrir neðan til að vera klár í ítalskt matarboð, eða bara henda í góðan rétt án þess að þurfa að undirbúa nokkuð. Á Bibione hitti Vala fararstjórann Unu Sigurðardóttur en hún hefur unnið og búið á Ítalíu í fjöldamörg ár og kann öll helstu trixin í ítalskri matargerð. Fátt er jafn gott og bragðgóður pastaréttur sem tekur enga stund að matreiða. Una kenndi Völu meðal annars að gera uppáhalds pastarétt leikkonunnar Sophiu Loren. Einfaldur og fljótlegur og ævintýralega góður. Svo er það pastaréttur með hvítlauk og pepperoncino (chili) sem tekur bókstaflega tvær mínútur að laga. Sjá má hvernig réttirnir eru gerðir í spilaranum hér fyrir ofan og hér fyrir neðan má nálgast uppskriftirnar. Spaghetti al Limone er í uppáhaldi hjá Sophiu Loren. Sítrónupastað hennar Sophiu Loren (Spaghetti al Limone) 3 matskeiðar smjör 2 stórir hvítlauksgeirar (mega vera fleiri) Rifinn börkur með rifjárni af 3 sítrónum 1/2 til 1 bolli af rjóma Salt og svartur pipar eftir smekk Rifinn parmesan ostur Sjóðið pastað þannig að það sé “al dente” eða fast undir tönn. Eða eftir leiðbeiningum á pastanu. Saltið vel vatnið. Bræðið smjörið á djúpri pönnu á miðlungs hita. Sneiðið hvítlaukinn í bita og setjið útí olíuna og látið rétt svitna. Bætið síðan sítrónuberkinum útí og hellið svo helming af rjómanum útí. Hellið síðan soðnu pastanu útá pönnuna og restinni af rjómanum. Saltið og piprið að smekk. Að lokum setur hver og einn parmesan ostinn á pastað á sínum diski. Pasta með hvítlauk og chili (Pepperoncini) 4 stórir hvítlauksgeirar smátt skornir 2-3 peperoncini chili (má vera þurrkað) Ólífuolía Salt eftir smekk Parmesan ostur Sjóðið pastað þannig að það sé “al dente” eða fast undir tönn. Eða eftir leiðbeiningum á pastanu. Saltið vel vatnið. Hitið olíuna létt á djúpri pönnu. Setjið útá pönnuna og látið “svitna” en ekki láta hvítlaukinn eða chiliið brenna. Hellið pastanu útá pönnuna og blandið vel saman við olíuna með chili og hvítlauk. Setjið parmesan ostinn ofan á pastað og blandið vel saman. Eða setjið ostinn hver fyrir sig á diskana. Pastaréttir Uppskriftir Vala Matt Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Vala Matt fór í sælkeraleiðangur til Bibione á Ítalíu fyrir Ísland í dag á dögunum. Hún segir að ekki þurfi að kunna meira en þær þrjár uppskriftir sem fylgja með hér fyrir neðan til að vera klár í ítalskt matarboð, eða bara henda í góðan rétt án þess að þurfa að undirbúa nokkuð. Á Bibione hitti Vala fararstjórann Unu Sigurðardóttur en hún hefur unnið og búið á Ítalíu í fjöldamörg ár og kann öll helstu trixin í ítalskri matargerð. Fátt er jafn gott og bragðgóður pastaréttur sem tekur enga stund að matreiða. Una kenndi Völu meðal annars að gera uppáhalds pastarétt leikkonunnar Sophiu Loren. Einfaldur og fljótlegur og ævintýralega góður. Svo er það pastaréttur með hvítlauk og pepperoncino (chili) sem tekur bókstaflega tvær mínútur að laga. Sjá má hvernig réttirnir eru gerðir í spilaranum hér fyrir ofan og hér fyrir neðan má nálgast uppskriftirnar. Spaghetti al Limone er í uppáhaldi hjá Sophiu Loren. Sítrónupastað hennar Sophiu Loren (Spaghetti al Limone) 3 matskeiðar smjör 2 stórir hvítlauksgeirar (mega vera fleiri) Rifinn börkur með rifjárni af 3 sítrónum 1/2 til 1 bolli af rjóma Salt og svartur pipar eftir smekk Rifinn parmesan ostur Sjóðið pastað þannig að það sé “al dente” eða fast undir tönn. Eða eftir leiðbeiningum á pastanu. Saltið vel vatnið. Bræðið smjörið á djúpri pönnu á miðlungs hita. Sneiðið hvítlaukinn í bita og setjið útí olíuna og látið rétt svitna. Bætið síðan sítrónuberkinum útí og hellið svo helming af rjómanum útí. Hellið síðan soðnu pastanu útá pönnuna og restinni af rjómanum. Saltið og piprið að smekk. Að lokum setur hver og einn parmesan ostinn á pastað á sínum diski. Pasta með hvítlauk og chili (Pepperoncini) 4 stórir hvítlauksgeirar smátt skornir 2-3 peperoncini chili (má vera þurrkað) Ólífuolía Salt eftir smekk Parmesan ostur Sjóðið pastað þannig að það sé “al dente” eða fast undir tönn. Eða eftir leiðbeiningum á pastanu. Saltið vel vatnið. Hitið olíuna létt á djúpri pönnu. Setjið útá pönnuna og látið “svitna” en ekki láta hvítlaukinn eða chiliið brenna. Hellið pastanu útá pönnuna og blandið vel saman við olíuna með chili og hvítlauk. Setjið parmesan ostinn ofan á pastað og blandið vel saman. Eða setjið ostinn hver fyrir sig á diskana.
Pastaréttir Uppskriftir Vala Matt Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira