Biðin endar líklega ekki í Rússlandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júní 2018 08:00 Þessi verður í holunni á móti Íslandi vísir/getty Undanfarinn aldarfjórðung eða svo hafa yngri landslið Argentínu verið afar sigursæl. Frá 1995 hefur Argentína fimm sinnum orðið heimsmeistari U-20 ára og tvisvar sinnum Ólympíumeistari (2004 og 2008). A-landsliðið hefur hins vegar ekki unnið titil síðan 1993 þegar Argentína varð Suður-Ameríkumeistari. Fjölmargir frábærir leikmenn hafa leikið með Argentínu síðan þá, enginn þó betri en Lionel Messi, fyrirliði og markahæsti leikmaður í sögu argentínska landsliðsins. Hann hefur rakað inn titlum með Barcelona og unnið öll þau einstaklingsverðlaun sem hægt er að vinna. En hann á enn eftir að vinna titil með Argentínu, ef Ólympíugullið 2008 er frátalið. Þótt það hafi ekki úrslitaáhrif á arfleifð Messi þráir hann að leiða Argentínu til sigurs á stórmóti. Og nýlega sagðist hann vera tilbúinn að skipta á titli með Barcelona fyrir titil með argentínska landsliðinu. Messi hefur verið nálægt því að brjóta þennan þykka ís á undanförnum árum en Argentína tapaði í úrslitum HM 2014 og Suður-Ameríkukeppninnar 2015 og 2016. Messi er hluti af afskaplega sterkri kynslóð leikmanna fæddra á árunum 1987 og 1988 en auk hans eru Gonzalo Higuaín, Sergio Agüero, Ángel Di María, Nicolás Otamendi og Éver Banega helstu merkisberar þess hóps. Markvörðurinn Sergio Romero er einnig hluti af hópnum en hann verður ekki með á HM. Romero hefur leikið nánast alla keppnisleiki argentínska liðsins undanfarin ár og lék vel á HM 2014. Talið er að Willy Caballero, markvörður Chelsea, standi á milli stanganna á HM. Hann er 36 ára en hefur samt einungis leikið þrjá landsleiki. Varnarleikurinn er einnig spurningarmerki en viðvörunarljós blikkuðu eftir 6-1 tap fyrir Spáni í vináttulandsleik í mars. Argentínska vörnin opnaðist þá hvað eftir annað og leit afar illa út. Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, gerði Chile að Suður-Ameríkumeisturum með hápressu og sóknarbolta að vopni en argentínska liðið virðist ekki vera jafn vel sniðið að þeim leikstíl og það chileska. Það er því spurning hvort Sampaoli fari sömu leið og Alejandro Sabella í Brasilíu fyrir fjórum árum. Leggi áherslu á þéttan varnarleik og treysti á að Messi dragi kanínur upp úr hattinum. Hann er með örlög argentínska liðsins í hendi sér eins og síðustu ár.Argentínumenn hafa unnið keppni stuðningsmanna í Moskvu. Þeir kunna þetta allt saman, fastagestir á HM og með gleðina að vopni.Vísir/VilhelmÚrslitaleikjaógæfa Argentínumanna A-landslið Argentínu hefur ekki átt góðu gengi að fagna í úrslitaleikjum undanfarna áratugi en ef Ólympíuleikarnir þar sem U-23 ára liðið leikur er tekið út úr myndinni hefur Argentína tapað sex úrslitaleikjum í röð. Eru komin 25 ár síðan Argentína vann síðast úrslitaleik í Suður-Ameríkukeppninni gegn Mexíkó. Þeir hafa fengið mörg tækifæri til að bæta upp fyrir það á undanförnum árum en Argentína hefur leikið þrjá úrslitaleiki frá árinu 2014 og tapað þeim öllum. Sá stærsti var í úrslitum Heimsmeistaramótsins í landi erkifjendanna, Brasilíu, fyrir fjórum árum þegar Argentína tapaði 0-1 fyrir Þýskalandi. Var það endurtekning frá úrslitaleiknum 1990 og úrslitin voru þau sömu. Þýskaland vann nauman sigur með marki Mario Götze í framlengingu. Argentínumenn mættu Chile í úrslitum Suður-Ameríkukeppninnar tvö ár í röð, 2015 og 2016, en í bæði skiptin varð markalaust jafntefli og Chile vann eftir vítaspyrnukeppni. Hefur markaskorun reynst liðinu erfið í þessum sex úrslitaleikjum en í þeim hafa þeir aðeins skorað þrjú mörk. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þétt setinn bekkurinn á blaðamannafundi Íslands Tæpum klukkutíma áður en blaðamannafundur íslenska liðsins á að hefjast í Moskvu er blaðamannafundarherbergið að fyllast. 15. júní 2018 09:53 Ellefu hundruð til Moskvu í gær Um ellefu hundruð manns flugu í gær frá Keflavíkurflugvelli til Moskvu, væntanlega allir sem einn til að horfa á leik Íslands við Argentínu sem fram fer þar í borginni í dag. 16. júní 2018 07:00 Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Sjá meira
Undanfarinn aldarfjórðung eða svo hafa yngri landslið Argentínu verið afar sigursæl. Frá 1995 hefur Argentína fimm sinnum orðið heimsmeistari U-20 ára og tvisvar sinnum Ólympíumeistari (2004 og 2008). A-landsliðið hefur hins vegar ekki unnið titil síðan 1993 þegar Argentína varð Suður-Ameríkumeistari. Fjölmargir frábærir leikmenn hafa leikið með Argentínu síðan þá, enginn þó betri en Lionel Messi, fyrirliði og markahæsti leikmaður í sögu argentínska landsliðsins. Hann hefur rakað inn titlum með Barcelona og unnið öll þau einstaklingsverðlaun sem hægt er að vinna. En hann á enn eftir að vinna titil með Argentínu, ef Ólympíugullið 2008 er frátalið. Þótt það hafi ekki úrslitaáhrif á arfleifð Messi þráir hann að leiða Argentínu til sigurs á stórmóti. Og nýlega sagðist hann vera tilbúinn að skipta á titli með Barcelona fyrir titil með argentínska landsliðinu. Messi hefur verið nálægt því að brjóta þennan þykka ís á undanförnum árum en Argentína tapaði í úrslitum HM 2014 og Suður-Ameríkukeppninnar 2015 og 2016. Messi er hluti af afskaplega sterkri kynslóð leikmanna fæddra á árunum 1987 og 1988 en auk hans eru Gonzalo Higuaín, Sergio Agüero, Ángel Di María, Nicolás Otamendi og Éver Banega helstu merkisberar þess hóps. Markvörðurinn Sergio Romero er einnig hluti af hópnum en hann verður ekki með á HM. Romero hefur leikið nánast alla keppnisleiki argentínska liðsins undanfarin ár og lék vel á HM 2014. Talið er að Willy Caballero, markvörður Chelsea, standi á milli stanganna á HM. Hann er 36 ára en hefur samt einungis leikið þrjá landsleiki. Varnarleikurinn er einnig spurningarmerki en viðvörunarljós blikkuðu eftir 6-1 tap fyrir Spáni í vináttulandsleik í mars. Argentínska vörnin opnaðist þá hvað eftir annað og leit afar illa út. Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, gerði Chile að Suður-Ameríkumeisturum með hápressu og sóknarbolta að vopni en argentínska liðið virðist ekki vera jafn vel sniðið að þeim leikstíl og það chileska. Það er því spurning hvort Sampaoli fari sömu leið og Alejandro Sabella í Brasilíu fyrir fjórum árum. Leggi áherslu á þéttan varnarleik og treysti á að Messi dragi kanínur upp úr hattinum. Hann er með örlög argentínska liðsins í hendi sér eins og síðustu ár.Argentínumenn hafa unnið keppni stuðningsmanna í Moskvu. Þeir kunna þetta allt saman, fastagestir á HM og með gleðina að vopni.Vísir/VilhelmÚrslitaleikjaógæfa Argentínumanna A-landslið Argentínu hefur ekki átt góðu gengi að fagna í úrslitaleikjum undanfarna áratugi en ef Ólympíuleikarnir þar sem U-23 ára liðið leikur er tekið út úr myndinni hefur Argentína tapað sex úrslitaleikjum í röð. Eru komin 25 ár síðan Argentína vann síðast úrslitaleik í Suður-Ameríkukeppninni gegn Mexíkó. Þeir hafa fengið mörg tækifæri til að bæta upp fyrir það á undanförnum árum en Argentína hefur leikið þrjá úrslitaleiki frá árinu 2014 og tapað þeim öllum. Sá stærsti var í úrslitum Heimsmeistaramótsins í landi erkifjendanna, Brasilíu, fyrir fjórum árum þegar Argentína tapaði 0-1 fyrir Þýskalandi. Var það endurtekning frá úrslitaleiknum 1990 og úrslitin voru þau sömu. Þýskaland vann nauman sigur með marki Mario Götze í framlengingu. Argentínumenn mættu Chile í úrslitum Suður-Ameríkukeppninnar tvö ár í röð, 2015 og 2016, en í bæði skiptin varð markalaust jafntefli og Chile vann eftir vítaspyrnukeppni. Hefur markaskorun reynst liðinu erfið í þessum sex úrslitaleikjum en í þeim hafa þeir aðeins skorað þrjú mörk.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þétt setinn bekkurinn á blaðamannafundi Íslands Tæpum klukkutíma áður en blaðamannafundur íslenska liðsins á að hefjast í Moskvu er blaðamannafundarherbergið að fyllast. 15. júní 2018 09:53 Ellefu hundruð til Moskvu í gær Um ellefu hundruð manns flugu í gær frá Keflavíkurflugvelli til Moskvu, væntanlega allir sem einn til að horfa á leik Íslands við Argentínu sem fram fer þar í borginni í dag. 16. júní 2018 07:00 Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Sjá meira
Þétt setinn bekkurinn á blaðamannafundi Íslands Tæpum klukkutíma áður en blaðamannafundur íslenska liðsins á að hefjast í Moskvu er blaðamannafundarherbergið að fyllast. 15. júní 2018 09:53
Ellefu hundruð til Moskvu í gær Um ellefu hundruð manns flugu í gær frá Keflavíkurflugvelli til Moskvu, væntanlega allir sem einn til að horfa á leik Íslands við Argentínu sem fram fer þar í borginni í dag. 16. júní 2018 07:00