Kveðja frá Rússlandi: „Fokk it,“ þeir fóru svo bara á HM eftir allt saman Tómas Þór Þórðarson í Moskvu skrifar 16. júní 2018 08:00 Ferðalagið hófst fyrir viku og nú er komið að stóru stundinni. vísri/vilhelm Þeir sátu inn í klefa beygðir og bugaðir eftir að vera 45 mínútum frá því að komast á HM í Brasilíu fyrir fjórum árum. Fjandans Króatarnir stóðu í vegi fyrir þeim. Sorgin var svo mikil að ein mesta goðsögn liðsins lagði landsliðsskóna á hilluna í beinni útsendingu. Það reddaðist svo allt saman. Strákarnir okkar lögðu nefnilega ekki árar í bát þegar að þeir sátu svekktir inn í búningsklefanum á Maksimir-leikvanginum í nóvember fyrir fimm árum. Þvert á móti. Þetta var upphaf ævintýralegrar velgengni sem heimurinn hefur tekið eftir. „Fokk it, við förum á EM,“ var sagt inn í klefanum. Þau orð núllstilltu allt í höfðum strákanna og ríflega tveimur árum seinna gengu þeir út á völlinn í Saint-Étienne við hlið Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal og héldu áfram að heilla heiminn með flottu jafntefli.Heimir Hallgrímsson stýrir strákunum á HM í dag.Vísir/GettyEn, fokk it. EM var ekki nóg. Ekki fyrir þessa drengi. Þeir vilja meira. Svo miklu, miklu meira. Hungur þeirra og óbilandi vilji til að gera vel fyrir liðið, land og þjóð er búinn að skila þeim alla leið á stærsta fótboltasvið heims; heimsmeistaramótið í fótbolta. Klukkan 16.00 að staðartíma í Moskvu munu íslensku strákarnir okkar standa við hlið Lionel Messi og félaga og ganga út á Spartak-völlinn fyrir framan 45.000 manns sem verða í stúkunni og hundruði milljóna sem munu horfa á leikinn í sjónvarpinu. Kastljós heimsins mun beinast að þeim. Þegar pólskur dómari leiksins blæs í flautuna getum við ekkert meira gert fyrir þá. Þeir verða þá búnir að fá allar bestu kveðjur sem hægt er að fá frá eiginkonum, kærustum, mömmum, pöbbum, bræðrum og vinum. Þeir fara út á völlinn með eins mikinn meðvind og eitt fótboltalið getur fengið.Þessi bíður okkar í dag.vísir/gettyÞegar að að flautið heyrist er komið að þeim og þeir vita það best sjálfir. Þeir eru í þessu til að heyra flautið og berja á þeim bestu. Og Argentínumenn eru svo sannarlega einir af þeim bestu. Tvöfaldir heimsmeistarar með einn besta leikmann sögunnar innanborðs. Það skemmtilega við fótboltavelli er að þessi 105x68 grasflötur getur boðið upp á eitthvað óvænt. Ekki kraftaverk. Við köllum góð úrslit íslenska liðsins ekki kraftaverk lengur. Góð úrslit í dag gætu verið óvænt, en samt ekki. Stórlaxar hafa gengið svekktir af velli eftir að reyna að ná einhverju fram gegn strákunum okkar. Þeir hafa orðið undir í baráttunni. Viljinn var kannski þeirra eina vandamál. Viljinn er aldrei vandamál hjá strákunum okkar. Gangi ykkur vel, strákar.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sumarmessan: Myndi ekki vilja sjá mitt lið mæta svona til leiks á HM HM í fótbolta er hafið. Fótboltaveisla á hverjum degi, margir klukkutímar af mönnum í knattleik fylla skjái landans. Ekki er það allra tebolli að rýna í knattspyrnuhæfni landa heimsins en það er eitt sem nær allir hafa skoðun á; Búningar og klæðnaður landsliðanna. 16. júní 2018 06:00 Íslenskir strákar stórstjörnur í Moskvu Fyrsta daginn vorum við ekki í treyjunum og þá var öllum sama um okkur. Daginn eftir fórum við í treyjurnar og þá vildu allir fá að taka mynd af okkur, bara hú,hú,hú, segir Andri Þór Þrastarson. 16. júní 2018 07:30 Biðin endar líklega ekki í Rússlandi Undanfarinn aldarfjórðung eða svo hafa yngri landslið Argentínu verið afar sigursæl. 16. júní 2018 08:00 Jón Daði spældur fyrir hönd Viðars Arnar Segir vin sinn tilbúin á kantinum ef á þarf að halda. 16. júní 2018 07:00 Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Körfubolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Sjá meira
Þeir sátu inn í klefa beygðir og bugaðir eftir að vera 45 mínútum frá því að komast á HM í Brasilíu fyrir fjórum árum. Fjandans Króatarnir stóðu í vegi fyrir þeim. Sorgin var svo mikil að ein mesta goðsögn liðsins lagði landsliðsskóna á hilluna í beinni útsendingu. Það reddaðist svo allt saman. Strákarnir okkar lögðu nefnilega ekki árar í bát þegar að þeir sátu svekktir inn í búningsklefanum á Maksimir-leikvanginum í nóvember fyrir fimm árum. Þvert á móti. Þetta var upphaf ævintýralegrar velgengni sem heimurinn hefur tekið eftir. „Fokk it, við förum á EM,“ var sagt inn í klefanum. Þau orð núllstilltu allt í höfðum strákanna og ríflega tveimur árum seinna gengu þeir út á völlinn í Saint-Étienne við hlið Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal og héldu áfram að heilla heiminn með flottu jafntefli.Heimir Hallgrímsson stýrir strákunum á HM í dag.Vísir/GettyEn, fokk it. EM var ekki nóg. Ekki fyrir þessa drengi. Þeir vilja meira. Svo miklu, miklu meira. Hungur þeirra og óbilandi vilji til að gera vel fyrir liðið, land og þjóð er búinn að skila þeim alla leið á stærsta fótboltasvið heims; heimsmeistaramótið í fótbolta. Klukkan 16.00 að staðartíma í Moskvu munu íslensku strákarnir okkar standa við hlið Lionel Messi og félaga og ganga út á Spartak-völlinn fyrir framan 45.000 manns sem verða í stúkunni og hundruði milljóna sem munu horfa á leikinn í sjónvarpinu. Kastljós heimsins mun beinast að þeim. Þegar pólskur dómari leiksins blæs í flautuna getum við ekkert meira gert fyrir þá. Þeir verða þá búnir að fá allar bestu kveðjur sem hægt er að fá frá eiginkonum, kærustum, mömmum, pöbbum, bræðrum og vinum. Þeir fara út á völlinn með eins mikinn meðvind og eitt fótboltalið getur fengið.Þessi bíður okkar í dag.vísir/gettyÞegar að að flautið heyrist er komið að þeim og þeir vita það best sjálfir. Þeir eru í þessu til að heyra flautið og berja á þeim bestu. Og Argentínumenn eru svo sannarlega einir af þeim bestu. Tvöfaldir heimsmeistarar með einn besta leikmann sögunnar innanborðs. Það skemmtilega við fótboltavelli er að þessi 105x68 grasflötur getur boðið upp á eitthvað óvænt. Ekki kraftaverk. Við köllum góð úrslit íslenska liðsins ekki kraftaverk lengur. Góð úrslit í dag gætu verið óvænt, en samt ekki. Stórlaxar hafa gengið svekktir af velli eftir að reyna að ná einhverju fram gegn strákunum okkar. Þeir hafa orðið undir í baráttunni. Viljinn var kannski þeirra eina vandamál. Viljinn er aldrei vandamál hjá strákunum okkar. Gangi ykkur vel, strákar.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sumarmessan: Myndi ekki vilja sjá mitt lið mæta svona til leiks á HM HM í fótbolta er hafið. Fótboltaveisla á hverjum degi, margir klukkutímar af mönnum í knattleik fylla skjái landans. Ekki er það allra tebolli að rýna í knattspyrnuhæfni landa heimsins en það er eitt sem nær allir hafa skoðun á; Búningar og klæðnaður landsliðanna. 16. júní 2018 06:00 Íslenskir strákar stórstjörnur í Moskvu Fyrsta daginn vorum við ekki í treyjunum og þá var öllum sama um okkur. Daginn eftir fórum við í treyjurnar og þá vildu allir fá að taka mynd af okkur, bara hú,hú,hú, segir Andri Þór Þrastarson. 16. júní 2018 07:30 Biðin endar líklega ekki í Rússlandi Undanfarinn aldarfjórðung eða svo hafa yngri landslið Argentínu verið afar sigursæl. 16. júní 2018 08:00 Jón Daði spældur fyrir hönd Viðars Arnar Segir vin sinn tilbúin á kantinum ef á þarf að halda. 16. júní 2018 07:00 Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Körfubolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Sjá meira
Sumarmessan: Myndi ekki vilja sjá mitt lið mæta svona til leiks á HM HM í fótbolta er hafið. Fótboltaveisla á hverjum degi, margir klukkutímar af mönnum í knattleik fylla skjái landans. Ekki er það allra tebolli að rýna í knattspyrnuhæfni landa heimsins en það er eitt sem nær allir hafa skoðun á; Búningar og klæðnaður landsliðanna. 16. júní 2018 06:00
Íslenskir strákar stórstjörnur í Moskvu Fyrsta daginn vorum við ekki í treyjunum og þá var öllum sama um okkur. Daginn eftir fórum við í treyjurnar og þá vildu allir fá að taka mynd af okkur, bara hú,hú,hú, segir Andri Þór Þrastarson. 16. júní 2018 07:30
Biðin endar líklega ekki í Rússlandi Undanfarinn aldarfjórðung eða svo hafa yngri landslið Argentínu verið afar sigursæl. 16. júní 2018 08:00
Jón Daði spældur fyrir hönd Viðars Arnar Segir vin sinn tilbúin á kantinum ef á þarf að halda. 16. júní 2018 07:00